Skera upp herör gegn kynferðisofbeldi á djamminu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. mars 2022 13:16 Fjöldi fólks hefur komið að herferðinni. Aðsend Dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóri og Neyðarlínan kynntu vitundarvakningu gegn kynferðisofbeldi á blaðamannafundi í dag. Tilkynntum nauðgunum fækkaði um 43% árið 2020 þegar samkomutakmarkanir voru í hámarki. Almenningur er hvattur til að vera vakandi gegn ofbeldi og spyrja „Er allt í góðu?“,- ef ekki þá á að hafa samband við 112. Dómsmálaráðuneytið, ríkislögreglustjóri (RLS) og Neyðarlínan hafa hrundið af stað vitundarvakningu gegn kynferðisofbeldi og í fyrsta hluta hennar er sjónum beint að skemmtanalífinu. Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri og Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, kynntu nýja kynningarherferð helgaða málefninu á blaðamannafundi á Hótel Borg fyrr í dag. Herferðin hefur verið nokkurn tíma í undirbúningi og var ákveðið að hrinda henni af stað núna, þegar „djammið“ er að komast í fullan gang eftir Covid-takmarkanir. Hinir ýmsu forsvarsmenn skemmtanalífsins komu að undirbúningi herferðarinnar með stjórnvöldum. Ríkislögreglustjóri, dómsmálaráðherra og framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar við merktan strætisvagn sem notaður verður í herferðinni.Aðsend Fjöldi tilkynntra nauðgana dróst saman um 43% þegar samkomutakmarkanir voru sem strangastar Samkvæmt tölum RLS á meginþorri tilkynntra nauðgana til lögreglu sér stað um helgar, frá föstudegi til sunnudags og þá sér í lagi frá miðnætti til sex um morguninn. Árið 2020 voru samkomutakmarkanir í tengslum við Covid-19 sem strangastar og skemmtanalíf því í lágmarki. Þá fækkaði tilkynntum nauðgunum um 43% miðað við meðaltal áranna 2017-2019. Alls voru skráðar 114 nauðganir hjá lögreglunni það ár, en meðaltalið á fyrrnefndu árabili var 201. Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, hélt erindi á fundinum í dag. Tilkynntum nauðgunum fjölgaði síðan á ný í fyrra en slakað var á samkomutakmörkunum hluta af árinu 2021. Þá voru skráðar nauðganir alls 150 talsins sem nemur 32% fjölgun frá árinu áður. Breytingar á takmörkunum höfðu því greinileg áhrif á tíðni nauðgana. Verum vakandi og spyrjum: Er allt í góðu? Á grunni þessara upplýsinga ákvað dómsmálaráðherra, í samráði við starfshóp gegn kynbundnu ofbeldi, að efnt yrði til vitundarvakningar í samvinnu dómsmálaráðuneytis, ríkislögreglustjóra, Neyðarlínu, lögregluembættanna og fleiri ólíkra aðila sem koma að skemmtanalífi landsmanna. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, leiðir hópinn en í honum sitja jafnframt Guðfinnur Sigurvinsson, Hildur Sunna Pálmadóttir og Eygló Harðardóttir. Sigríður Björk fór yfir stöðuna á fundinum. Skilaboð herferðarinnar eru skýr og einföld til allra sem málinu tengjast: Verum vakandi – er allt í góðu? Í auglýsingum, sem beint verður að fólki á djamminu og í kringum það, er það hvatt til þess að vera vakandi og að kanna aðstæður óhikað með því að spyrja einfaldlega; Er allt í góðu? Ef svo reynist ekki vera á að hafa samband við 112 í síma, á vefnum eða í appinu. Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra: „Ég hef lagt áherslu á að til að draga úr kynferðisbrotum þurfi að virkja allt samfélagið. Að öll verðum við að vera vakandi og ekki sé hægt að horfa framhjá ábyrgð okkar á að uppræta þetta mein í íslensku samfélagi. Reynsla okkar í gegnum heimsfaraldurinn sýnir að það þurfi ekki að vera eitthvað lögmál að nauðganir eða annað ofbeldi eigi sér stað. Við viljum öll aftur líf án sóttvarnartakmarkana en við viljum einnig líf án ofbeldis. Í þeim tilgangi förum við í þessa vitundarvakningu gegn kynferðisofbeldi.“ Kynferðisofbeldi Lögreglumál Næturlíf Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Fleiri fréttir Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Sjá meira
Almenningur er hvattur til að vera vakandi gegn ofbeldi og spyrja „Er allt í góðu?“,- ef ekki þá á að hafa samband við 112. Dómsmálaráðuneytið, ríkislögreglustjóri (RLS) og Neyðarlínan hafa hrundið af stað vitundarvakningu gegn kynferðisofbeldi og í fyrsta hluta hennar er sjónum beint að skemmtanalífinu. Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri og Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, kynntu nýja kynningarherferð helgaða málefninu á blaðamannafundi á Hótel Borg fyrr í dag. Herferðin hefur verið nokkurn tíma í undirbúningi og var ákveðið að hrinda henni af stað núna, þegar „djammið“ er að komast í fullan gang eftir Covid-takmarkanir. Hinir ýmsu forsvarsmenn skemmtanalífsins komu að undirbúningi herferðarinnar með stjórnvöldum. Ríkislögreglustjóri, dómsmálaráðherra og framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar við merktan strætisvagn sem notaður verður í herferðinni.Aðsend Fjöldi tilkynntra nauðgana dróst saman um 43% þegar samkomutakmarkanir voru sem strangastar Samkvæmt tölum RLS á meginþorri tilkynntra nauðgana til lögreglu sér stað um helgar, frá föstudegi til sunnudags og þá sér í lagi frá miðnætti til sex um morguninn. Árið 2020 voru samkomutakmarkanir í tengslum við Covid-19 sem strangastar og skemmtanalíf því í lágmarki. Þá fækkaði tilkynntum nauðgunum um 43% miðað við meðaltal áranna 2017-2019. Alls voru skráðar 114 nauðganir hjá lögreglunni það ár, en meðaltalið á fyrrnefndu árabili var 201. Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, hélt erindi á fundinum í dag. Tilkynntum nauðgunum fjölgaði síðan á ný í fyrra en slakað var á samkomutakmörkunum hluta af árinu 2021. Þá voru skráðar nauðganir alls 150 talsins sem nemur 32% fjölgun frá árinu áður. Breytingar á takmörkunum höfðu því greinileg áhrif á tíðni nauðgana. Verum vakandi og spyrjum: Er allt í góðu? Á grunni þessara upplýsinga ákvað dómsmálaráðherra, í samráði við starfshóp gegn kynbundnu ofbeldi, að efnt yrði til vitundarvakningar í samvinnu dómsmálaráðuneytis, ríkislögreglustjóra, Neyðarlínu, lögregluembættanna og fleiri ólíkra aðila sem koma að skemmtanalífi landsmanna. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, leiðir hópinn en í honum sitja jafnframt Guðfinnur Sigurvinsson, Hildur Sunna Pálmadóttir og Eygló Harðardóttir. Sigríður Björk fór yfir stöðuna á fundinum. Skilaboð herferðarinnar eru skýr og einföld til allra sem málinu tengjast: Verum vakandi – er allt í góðu? Í auglýsingum, sem beint verður að fólki á djamminu og í kringum það, er það hvatt til þess að vera vakandi og að kanna aðstæður óhikað með því að spyrja einfaldlega; Er allt í góðu? Ef svo reynist ekki vera á að hafa samband við 112 í síma, á vefnum eða í appinu. Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra: „Ég hef lagt áherslu á að til að draga úr kynferðisbrotum þurfi að virkja allt samfélagið. Að öll verðum við að vera vakandi og ekki sé hægt að horfa framhjá ábyrgð okkar á að uppræta þetta mein í íslensku samfélagi. Reynsla okkar í gegnum heimsfaraldurinn sýnir að það þurfi ekki að vera eitthvað lögmál að nauðganir eða annað ofbeldi eigi sér stað. Við viljum öll aftur líf án sóttvarnartakmarkana en við viljum einnig líf án ofbeldis. Í þeim tilgangi förum við í þessa vitundarvakningu gegn kynferðisofbeldi.“
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Næturlíf Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Fleiri fréttir Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Sjá meira