Þetta kemur fram á síðunni Covid.is.
Á vef Landspítala segir að 55 sjúklingur liggi nú á Landspítala með Covid-19. Þrír séu á gjörgæslu, allir í öndunarvél. Meðalaldur innlagðra er sjötíu ár. 253 starfsmenn Landspítalans eru nú í einangrun, samanborið við 271 í gær. Á covid.is segir að á landinu séu nú 62 á sjúkrahúsi með Covid-19.
5.786 innanlandssýni voru greind með hraðprófi í gær, 494 innanlandssýni voru tekin með PCR-prófi.
Alls hafa 133.211 manns greinst með kórónuveiruna hér á landi frá því faraldurinn hófst í lok febrúar á þarsíðasta ári. 35,5 prósent íbúa hafa nú greinst með Covid-19. 62 hafa nú látist á Íslandi vegna COVID-19 frá upphafi faraldursins.