Engin bótaskylda eftir blóðugt slys í hjólreiðakeppni Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 1. mars 2022 20:36 Slysið átti sér stað fyrir tæpum fimm árum síðan. Vísir Vegagerðin er ekki bótaskyld vegna slyss í hjólreiðakeppninni KIA Gullhringnum sem fram fór þann 8. júlí 2017. Hjólreiðamaður slasaðist alvarlega þegar dekk á hjóli hans fór ofan í rauf á kindahliði. Hann kastaðist um átta metra, hlaut beinbrot og reiðhjól hans brotnaði í tvennt. Hjólreiðaslysið varð á Skálholtsvegi við Brúará er fimm hjólreiðamenn skullu saman í miðri keppni. Fréttastofa fjallaði ítarlega um málið á sínum tíma en sá sem slasaðist var hjólreiðakappinn Hörður Ragnarsson. Hann var sóttur af þyrlu Landhelgisgæslunnar og með alvarlega áverka í andliti. Hann meðal annars kinnbeins- og þumalbrotnaði, efri vör hans rifnaði og hana þurfti að sauma saman. Hjólreiðakappinn höfðaði mál gegn Vegagerðinni vegna slyssins en dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir helgi. Hörður krafðist þess að viðurkennd yrði skaðabótaskylda Vegagerðarinnar vegna meiðslanna sem hann hlaut. Hann þurfti meðal annars að gangast undir ítrekaðar aðgerðir og var óvinnufær í ríflega fjórar vikur vegna slyssins. Hörður bar fyrir sig að Vegagerðin hefði sýnt gáleysi við vegahald. Slysið hafi átt sér stað á þjóðvegi og stofnunin beri ábyrgð á því að tryggja öryggi hjólreiðafólks auk annarra vegfarenda. Augljós hætta hafi stafað af kindahliðinu og frágangur hliðsins hafi borið með sér vott af hirðuleysi af hálfu Vegagerðarinnar. Hann segir í samtali við fréttastofu að hann hafi ákveðið að höfða málið einfaldlega vegna þess að hann hafði áhyggjur af því að þetta gæti komið fyrir aðra. Vegagerðin hafi enn ekki aðhafst og enn séu „slysagildrur“ á borð við þá sem hann kveðst hafa lent í, víða á vegum landsins. Hann segist ekki viss hvort til standi að áfrýja dómnum en telur að dómur, færi hann á annan veg, gæti orðið fordæmisgefandi. „Ég hafði aðallega áhuga á því að hreyfa aðeins við Vegagerðinni, fá þau til að taka þessu aðeins meira alvarlega en þessi dómur er ekki að fara að gera það, því miður. Ég hafði farið í þetta mál fyrst og fremst af því að ég sá að Vegagerðin hafði ekki breytt þessu neitt síðan slysið gerðist.“ Slysið hafi einfaldlega verið óhapp Fyrir héraðsdómi var í málatilbúnaði Vegagerðarinnar vakin athygli á því að stofnunin gæti ekki séð til þess að hvergi væri hola eða rauf á löngu vegakerfi landsins, sem valdið gæti óhappi. Þar að auki hafi Vegagerðin ekki haft upplýsingar um fyrirhugaða keppni og ekki gefist tækifæri til að kanna ástand vegarins sérstaklega fyrir keppnina. Þá var því einnig borið við af hálfu Vegagerðarinnar að hliðið væri ekki hættulegt ökumönnum og hjólhreiðamönnum á hefðbundnum reiðhjólum. Hörður hafi verið á rúmlega 40 kílómetra hraða og þar að auki hafi hann átt að sýna sérstaka aðgæslu, enda á keppnishjóli með örmjóum dekkjum. Slysið hafi einfaldlega verið óhapp. Héraðsdómur tók undir með Vegagerðinni og sagði að ekki fengi séð að hliðið skapaði hættu undir venjulegum kringumstæðum. Hjólið sem Hörður á hafi verið með sérstaklega útbúið til keppnishjólreiða, og ekki var fallist á að Vegagerðin hafi sýnt af sér gáleysi. Stofnunin hafi ekki getað séð þetta „einskæra óhappatilvik“ fyrir. „Þegar höfð er hliðsjón af umfangi íslenska vegakerfisins og því álagi sem það er undir, meðal annars vegna óblíðra náttúruafla, verður vart talið að það nái skilmerkjum gáleysis að ekki hafi verið búið að uppgötva og bregðast við þessari rauf,“ segir í niðurstöðum héraðsdóms sem sýknaði Vegagerðina í málinu. Hjólreiðar Vegagerð Dómsmál Bláskógabyggð Tengdar fréttir „Það var blóð og brotin hjól út um allt“ Erla Sigurlaug Sigurðardóttir var ein þeirra sem slasaðist alvarlega í keppni í Gullhringnum á Laugarvatni um helgina. 10. júlí 2017 19:00 Einar Bárðar: Hætturnar alltaf til staðar og því erfitt að fyrirbyggja slys sem þessi Gripið var til allra tiltækra öryggisráðstafana fyrir keppnina, segir Einar Bárðarson. 10. júlí 2017 14:42 Hjólreiðaslysið rakið til kindahliðs Eigandi hjólareiðakeppninnar KIA-Gullhringsins segir að verið sé að skoða hvort keppnishaldarar hefðu geta gert eitthvað til að koma í veg fyrir hjólreiðarslys sem var í gærkvöldi 9. júlí 2017 12:14 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Sjá meira
Hjólreiðaslysið varð á Skálholtsvegi við Brúará er fimm hjólreiðamenn skullu saman í miðri keppni. Fréttastofa fjallaði ítarlega um málið á sínum tíma en sá sem slasaðist var hjólreiðakappinn Hörður Ragnarsson. Hann var sóttur af þyrlu Landhelgisgæslunnar og með alvarlega áverka í andliti. Hann meðal annars kinnbeins- og þumalbrotnaði, efri vör hans rifnaði og hana þurfti að sauma saman. Hjólreiðakappinn höfðaði mál gegn Vegagerðinni vegna slyssins en dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir helgi. Hörður krafðist þess að viðurkennd yrði skaðabótaskylda Vegagerðarinnar vegna meiðslanna sem hann hlaut. Hann þurfti meðal annars að gangast undir ítrekaðar aðgerðir og var óvinnufær í ríflega fjórar vikur vegna slyssins. Hörður bar fyrir sig að Vegagerðin hefði sýnt gáleysi við vegahald. Slysið hafi átt sér stað á þjóðvegi og stofnunin beri ábyrgð á því að tryggja öryggi hjólreiðafólks auk annarra vegfarenda. Augljós hætta hafi stafað af kindahliðinu og frágangur hliðsins hafi borið með sér vott af hirðuleysi af hálfu Vegagerðarinnar. Hann segir í samtali við fréttastofu að hann hafi ákveðið að höfða málið einfaldlega vegna þess að hann hafði áhyggjur af því að þetta gæti komið fyrir aðra. Vegagerðin hafi enn ekki aðhafst og enn séu „slysagildrur“ á borð við þá sem hann kveðst hafa lent í, víða á vegum landsins. Hann segist ekki viss hvort til standi að áfrýja dómnum en telur að dómur, færi hann á annan veg, gæti orðið fordæmisgefandi. „Ég hafði aðallega áhuga á því að hreyfa aðeins við Vegagerðinni, fá þau til að taka þessu aðeins meira alvarlega en þessi dómur er ekki að fara að gera það, því miður. Ég hafði farið í þetta mál fyrst og fremst af því að ég sá að Vegagerðin hafði ekki breytt þessu neitt síðan slysið gerðist.“ Slysið hafi einfaldlega verið óhapp Fyrir héraðsdómi var í málatilbúnaði Vegagerðarinnar vakin athygli á því að stofnunin gæti ekki séð til þess að hvergi væri hola eða rauf á löngu vegakerfi landsins, sem valdið gæti óhappi. Þar að auki hafi Vegagerðin ekki haft upplýsingar um fyrirhugaða keppni og ekki gefist tækifæri til að kanna ástand vegarins sérstaklega fyrir keppnina. Þá var því einnig borið við af hálfu Vegagerðarinnar að hliðið væri ekki hættulegt ökumönnum og hjólhreiðamönnum á hefðbundnum reiðhjólum. Hörður hafi verið á rúmlega 40 kílómetra hraða og þar að auki hafi hann átt að sýna sérstaka aðgæslu, enda á keppnishjóli með örmjóum dekkjum. Slysið hafi einfaldlega verið óhapp. Héraðsdómur tók undir með Vegagerðinni og sagði að ekki fengi séð að hliðið skapaði hættu undir venjulegum kringumstæðum. Hjólið sem Hörður á hafi verið með sérstaklega útbúið til keppnishjólreiða, og ekki var fallist á að Vegagerðin hafi sýnt af sér gáleysi. Stofnunin hafi ekki getað séð þetta „einskæra óhappatilvik“ fyrir. „Þegar höfð er hliðsjón af umfangi íslenska vegakerfisins og því álagi sem það er undir, meðal annars vegna óblíðra náttúruafla, verður vart talið að það nái skilmerkjum gáleysis að ekki hafi verið búið að uppgötva og bregðast við þessari rauf,“ segir í niðurstöðum héraðsdóms sem sýknaði Vegagerðina í málinu.
Hjólreiðar Vegagerð Dómsmál Bláskógabyggð Tengdar fréttir „Það var blóð og brotin hjól út um allt“ Erla Sigurlaug Sigurðardóttir var ein þeirra sem slasaðist alvarlega í keppni í Gullhringnum á Laugarvatni um helgina. 10. júlí 2017 19:00 Einar Bárðar: Hætturnar alltaf til staðar og því erfitt að fyrirbyggja slys sem þessi Gripið var til allra tiltækra öryggisráðstafana fyrir keppnina, segir Einar Bárðarson. 10. júlí 2017 14:42 Hjólreiðaslysið rakið til kindahliðs Eigandi hjólareiðakeppninnar KIA-Gullhringsins segir að verið sé að skoða hvort keppnishaldarar hefðu geta gert eitthvað til að koma í veg fyrir hjólreiðarslys sem var í gærkvöldi 9. júlí 2017 12:14 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Sjá meira
„Það var blóð og brotin hjól út um allt“ Erla Sigurlaug Sigurðardóttir var ein þeirra sem slasaðist alvarlega í keppni í Gullhringnum á Laugarvatni um helgina. 10. júlí 2017 19:00
Einar Bárðar: Hætturnar alltaf til staðar og því erfitt að fyrirbyggja slys sem þessi Gripið var til allra tiltækra öryggisráðstafana fyrir keppnina, segir Einar Bárðarson. 10. júlí 2017 14:42
Hjólreiðaslysið rakið til kindahliðs Eigandi hjólareiðakeppninnar KIA-Gullhringsins segir að verið sé að skoða hvort keppnishaldarar hefðu geta gert eitthvað til að koma í veg fyrir hjólreiðarslys sem var í gærkvöldi 9. júlí 2017 12:14
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“