Jón Gnarr segist hafa verið innblástur fyrir feril Selenskí Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 1. mars 2022 22:30 Jón Gnarr kveðst viðurkenna það nú að hann hafi haft rangt fyrir sér. NATO sé ekki alslæmt eftir allt saman. Vísir/Vilhelm Jón Gnarr fyrrverandi borgarstjóri segist hafa verið innblástur fyrir pólitískan feril Vólódímir Selenskí Úkraínuforseta. Jón heimsótti Kænugarð í Úkraínu árið 2019 og er enn í einhverju sambandi við forsetann. Jón ræddi málið í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Þar rakti hann meðal annars uppeldisaðstæður sínar og skoðanir á Atlantshafsbandalaginu. „Ég hef alltaf litið á mig sem friðarsinna og andsnúinn hernaði og mannvígum. Eins og mörg þá er ég alinn upp á pólitísku heimili, þar sem að var ekki alltaf fallega talað um NATO. Ég hef alltaf átt í svona hálfgerðu krumpuðu sambandi við NATO. Og það vakti náttúrulega svolitla athygli þegar ég lagði niður svona einhverjar móttökur fyrir "officera" þegar ég var borgarstjóri,“ segir Jón. Þáttastjórnendur minntust á að í borgarstjóratíð Jóns hafi hann ekki verið hrifinn af herskipum í Reykjavíkurhöfn. Hann kvaðst þá hafa beint þeim tilmælum til skipstjóra herskipa um að þeir skyldu vinsamlegast „leggja annars staðar.“ NATO geri meira gott en slæmt Jón segist þó ekki hafa verið þeirrar skoðunar að Ísland ætti að segja sig fullkomlega úr NATO en telur að gengið hafi verið í bandalagið á vafasömum forsendum í upphafi. Það hafi verið tíðrætt á heimili hans í æsku og bandalagið þá jafnvel sagt hernaðarbandalag - en ekki varnarbandalag. Hann telur þó að NATO hafi nú sannað gildi sitt. „Ég viðurkenni það og ég horfðist í augu við það að ég hef haft rangt fyrir mér. Þó að þetta sé ekki eitthvað allra besta félag í heimi til að vera í, þá held ég að NATO geri meira gott en slæmt. Og aðstæðurnar í heiminum eru bara þannig að við þurfum að verja hendur okkar vegna þess að það eru til svona vitfirringar eins og Vladímír Pútín,“ segir Jón Gnarr. Heimsótti Kænugarð 2019 Jón Gnarr segir heimsókn hans til Úkraínu árið 2019 mótað og haft töluverð áhrif á skoðun hans á Atlantshafsbandalaginu. Úkraínumenn hafi talið okkur Íslendinga heppin að fá að vera í bandalaginu og hafi verið mjög umhugað um að fá að komast í NATO. Hann hitti Selenskí meðal annars í heimsókninni og kveðst enn heyra stundum í honum. „Ég hef verið í samskiptum við fólk í Úkraínu og hef bara viljað þeim allt vel. Hann var svona inspíreraður af Besta flokknum. Mér fannst ég svona hafa smá ábyrgð þarna, að ég hafi verið hluti af því sem inspíreraði hann til að gera svipaða hluti,“ segir Jón Gnarr og bætir við að Selenskí hafi í raun sagt það við hann - óbeint. Það hafi verið ástæðan fyrir heimsókninni. Hægt er að hlusta á viðtalið við Jón hér að neðan. Úkraína NATO Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Hver er Vólódímír Selenskí? Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu hefur verið til mikillar umræðu undanfarna daga. Frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst hefur Selenskí haldið þjóð sinni upplýstri með reglulegum færslum á samfélagsmiðlum og ákveðið að halda kyrru fyrir í heimalandinu, þrátt fyrir boð um aðstoð til flótta. 1. mars 2022 11:10 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Fleiri fréttir „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Sjá meira
Jón ræddi málið í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Þar rakti hann meðal annars uppeldisaðstæður sínar og skoðanir á Atlantshafsbandalaginu. „Ég hef alltaf litið á mig sem friðarsinna og andsnúinn hernaði og mannvígum. Eins og mörg þá er ég alinn upp á pólitísku heimili, þar sem að var ekki alltaf fallega talað um NATO. Ég hef alltaf átt í svona hálfgerðu krumpuðu sambandi við NATO. Og það vakti náttúrulega svolitla athygli þegar ég lagði niður svona einhverjar móttökur fyrir "officera" þegar ég var borgarstjóri,“ segir Jón. Þáttastjórnendur minntust á að í borgarstjóratíð Jóns hafi hann ekki verið hrifinn af herskipum í Reykjavíkurhöfn. Hann kvaðst þá hafa beint þeim tilmælum til skipstjóra herskipa um að þeir skyldu vinsamlegast „leggja annars staðar.“ NATO geri meira gott en slæmt Jón segist þó ekki hafa verið þeirrar skoðunar að Ísland ætti að segja sig fullkomlega úr NATO en telur að gengið hafi verið í bandalagið á vafasömum forsendum í upphafi. Það hafi verið tíðrætt á heimili hans í æsku og bandalagið þá jafnvel sagt hernaðarbandalag - en ekki varnarbandalag. Hann telur þó að NATO hafi nú sannað gildi sitt. „Ég viðurkenni það og ég horfðist í augu við það að ég hef haft rangt fyrir mér. Þó að þetta sé ekki eitthvað allra besta félag í heimi til að vera í, þá held ég að NATO geri meira gott en slæmt. Og aðstæðurnar í heiminum eru bara þannig að við þurfum að verja hendur okkar vegna þess að það eru til svona vitfirringar eins og Vladímír Pútín,“ segir Jón Gnarr. Heimsótti Kænugarð 2019 Jón Gnarr segir heimsókn hans til Úkraínu árið 2019 mótað og haft töluverð áhrif á skoðun hans á Atlantshafsbandalaginu. Úkraínumenn hafi talið okkur Íslendinga heppin að fá að vera í bandalaginu og hafi verið mjög umhugað um að fá að komast í NATO. Hann hitti Selenskí meðal annars í heimsókninni og kveðst enn heyra stundum í honum. „Ég hef verið í samskiptum við fólk í Úkraínu og hef bara viljað þeim allt vel. Hann var svona inspíreraður af Besta flokknum. Mér fannst ég svona hafa smá ábyrgð þarna, að ég hafi verið hluti af því sem inspíreraði hann til að gera svipaða hluti,“ segir Jón Gnarr og bætir við að Selenskí hafi í raun sagt það við hann - óbeint. Það hafi verið ástæðan fyrir heimsókninni. Hægt er að hlusta á viðtalið við Jón hér að neðan.
Úkraína NATO Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Hver er Vólódímír Selenskí? Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu hefur verið til mikillar umræðu undanfarna daga. Frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst hefur Selenskí haldið þjóð sinni upplýstri með reglulegum færslum á samfélagsmiðlum og ákveðið að halda kyrru fyrir í heimalandinu, þrátt fyrir boð um aðstoð til flótta. 1. mars 2022 11:10 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Fleiri fréttir „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Sjá meira
Hver er Vólódímír Selenskí? Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu hefur verið til mikillar umræðu undanfarna daga. Frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst hefur Selenskí haldið þjóð sinni upplýstri með reglulegum færslum á samfélagsmiðlum og ákveðið að halda kyrru fyrir í heimalandinu, þrátt fyrir boð um aðstoð til flótta. 1. mars 2022 11:10