„Galið“ að hugsa um fernuna á þessum tímapunkti Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. mars 2022 07:00 Jürgen Klopp hafði ekki mikinn áhuga á að ræða um möguleika Liverpool á að vinna fernuna. Matthew Ashton - AMA/Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að það sé algjörlega galin hugsun að velta því fyrir sér á þessum tímapunkti tímabilsins hvort að liðið geti unnið fernuna. Liverpool mætir Norwich í 16-liða úrslitum FA-bikarsins í kvöld, aðeins þremur dögum eftir að liðið tryggði sér enska deildarbikarmeistaratitilinn í vítaspyrnukeppni gegn Chelsea. Liverpool á því enn góða möguleika á því að vinna FA-bikarinn, en liðið er einnig í harðri titilbaráttu í ensku úrvalsdeildinni ásamt því að vera í góðri stöðu í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þýski þjálfarinn fór stuttlega yfir leik liðsins gegn Chelsea síðasta sunnudag áður en hann minnti fólk á það að það sé í raun galin pæling að ætla sér að fara að hugsa um alla titlana sem gætu orðið á þessu stigi tímabilsins. „Þegar ég horfi til baka á leikinn gegn Chelsea þá sé ég að hugarfar beggja liða var algjörlega ótrúlegt. Hraðinn í leiknum var mikill og bæði lið reyndu að pressa eins og þau gátu í 120 mínútur. Það er engin spurning um að hugarfarið var frábært, ekki bara hjá Chelsea, heldur hjá okkur líka,“ sagði Klopp. „Að vinna vítaspyrnukeppnina síðan 11-10 sýnir að einbeitingin var klikkuð allan leikinn. Þannig að hugarfarið var frábært og mjög mikilvægt. Munum við halda því út allt tímabilið? Ég veit það ekki, en við munum reyna.“ „Engu liði í sögu bresks fótbolta hefur tekist að vinna fernuna af því að það er virkilega erfitt. Við unnum deildarbikarinn, en við erum á eftir Manchester City í deildinni og við mætum Norwich á morgun [í dag] eftir 120 mínútur seinasta sunnudag. Og svo mætum við West Ham.“ „Það er ekki það að við séum einu sinni nálægt því að hugsa um svo galna hluti eins og fernuna. Við viljum bara vera vissir um að strákarnir séu í standi til að mæta Norwich.“ „Að hugsa til þess að við eigum möguleika á því gæti verið hrós, en ég þarf ekki á því að halda. Viðhorfum ekki á þetta og hugsum: „Vá, við erum nálægt því að vinna fernuna.“ Við erum ekki nálægt neinu eins og er. Við erum enn í þremur keppnum eins og mörg önnur lið og þannig er það,“ sagði Klopp að lokum. #LFC have just got their hands on the first major trophy on offer this season, but Jurgen Klopp isn't interested in any quadruple talk...❌pic.twitter.com/fIPQt4OX2P— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 1, 2022 Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Fleiri fréttir Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Sjá meira
Liverpool mætir Norwich í 16-liða úrslitum FA-bikarsins í kvöld, aðeins þremur dögum eftir að liðið tryggði sér enska deildarbikarmeistaratitilinn í vítaspyrnukeppni gegn Chelsea. Liverpool á því enn góða möguleika á því að vinna FA-bikarinn, en liðið er einnig í harðri titilbaráttu í ensku úrvalsdeildinni ásamt því að vera í góðri stöðu í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þýski þjálfarinn fór stuttlega yfir leik liðsins gegn Chelsea síðasta sunnudag áður en hann minnti fólk á það að það sé í raun galin pæling að ætla sér að fara að hugsa um alla titlana sem gætu orðið á þessu stigi tímabilsins. „Þegar ég horfi til baka á leikinn gegn Chelsea þá sé ég að hugarfar beggja liða var algjörlega ótrúlegt. Hraðinn í leiknum var mikill og bæði lið reyndu að pressa eins og þau gátu í 120 mínútur. Það er engin spurning um að hugarfarið var frábært, ekki bara hjá Chelsea, heldur hjá okkur líka,“ sagði Klopp. „Að vinna vítaspyrnukeppnina síðan 11-10 sýnir að einbeitingin var klikkuð allan leikinn. Þannig að hugarfarið var frábært og mjög mikilvægt. Munum við halda því út allt tímabilið? Ég veit það ekki, en við munum reyna.“ „Engu liði í sögu bresks fótbolta hefur tekist að vinna fernuna af því að það er virkilega erfitt. Við unnum deildarbikarinn, en við erum á eftir Manchester City í deildinni og við mætum Norwich á morgun [í dag] eftir 120 mínútur seinasta sunnudag. Og svo mætum við West Ham.“ „Það er ekki það að við séum einu sinni nálægt því að hugsa um svo galna hluti eins og fernuna. Við viljum bara vera vissir um að strákarnir séu í standi til að mæta Norwich.“ „Að hugsa til þess að við eigum möguleika á því gæti verið hrós, en ég þarf ekki á því að halda. Viðhorfum ekki á þetta og hugsum: „Vá, við erum nálægt því að vinna fernuna.“ Við erum ekki nálægt neinu eins og er. Við erum enn í þremur keppnum eins og mörg önnur lið og þannig er það,“ sagði Klopp að lokum. #LFC have just got their hands on the first major trophy on offer this season, but Jurgen Klopp isn't interested in any quadruple talk...❌pic.twitter.com/fIPQt4OX2P— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 1, 2022
Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Fleiri fréttir Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Sjá meira