Conte: „Middlesbrough átti skilið að fara áfram“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. mars 2022 23:14 Antonio Conte var ekki ánægður með frammistöðu sinna manna í kvöld. Stu Forster/Getty Images Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur, var niðurlútur eftir að liðið féll úr leik í framlengingu í FA-bikarnum gegn B-deildarliðið Middlesbrough í kvöld. „Úrslitin eru klárlega ekki góð og við megum alveg vera pirraðir,“ sagði Ítalinn að leik loknum. „Þetta var klúður af því að í svona leikjum þarftu að mæta til leiks og klára andstæðinginn snemma. Ef þú gefur þeim von þá fá þeir sjálfstraust og verða betri eftir því sem líður á leikinn og þá getur hvað sem er gerst.“ Ásamt því að tala um hvað hefði mátt fara betur hjá sínu liði hrósaði Conte andstæðingnum fyrir sína frammistöðu og sagði að þeir hefðu átt skilið að fara áfram. „Til að byrja með þá finnst mér mikilvægt að segja að Middlesbrough spilaði vel í kvöld. Þeir eiga skilið virðingu og ég óska þeim til hamingju. Við verðum samt að horfa á okkar frammistöðu og þann leik sem við spiluðum.“ „Í svona leikjum, svona bikarleikjum á útivelli, þá þarftu að reyna að drepa leikinn snemma. Andstæðingurinn þarf að vita að þetta verður erfitt kvöld. Við hefðum getað gert miklu betur og þegar allt kemur til alls þá átti Middlebrough skilið að fara áfram.“ Gengi Tottenham hefur verið upp og niður undanfarnar vikur þar sem liðið lítur mjög vel út eina vikuna, en tapar svo óvænt þá næstu og Conte segir að liðið þurfi að finna jafnvægi. „Þetta er hluti af ferlinu, en við verðum að reyna að forðast þetta upp, niður, upp, niður. Það er bara ein leið til að bæta stöðuna og það er að vinna og læra af þessu tapi. Við verðum að halda áfram og reyna að gera okkar besta það sem eftir er af tímabilinu.“ „Við veðrum að leggja okkur alla fram það sem eftir er af tímabilinu og sjá svo til hvar við endum og meta stöðuna út frá því. Það er of snemmt að fara að ræða þetta núna,“ sagði Conte að lokum. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Enski boltinn Tengdar fréttir Middlesbrough sló Tottenham úr leik í framlengingu B-deildarlið Middlesbrough heldur bikarævintýri sínu áfram í FA-bikarnum eftir að liðið sló úrvalsdeildarlið Tottenham Hotspur úr leik með 1-0 sigri í framlengdum leik. 1. mars 2022 22:26 Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Tók hana fjögur ár að skrifa ævisögu Anníe Sport Fleiri fréttir Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Sjá meira
„Úrslitin eru klárlega ekki góð og við megum alveg vera pirraðir,“ sagði Ítalinn að leik loknum. „Þetta var klúður af því að í svona leikjum þarftu að mæta til leiks og klára andstæðinginn snemma. Ef þú gefur þeim von þá fá þeir sjálfstraust og verða betri eftir því sem líður á leikinn og þá getur hvað sem er gerst.“ Ásamt því að tala um hvað hefði mátt fara betur hjá sínu liði hrósaði Conte andstæðingnum fyrir sína frammistöðu og sagði að þeir hefðu átt skilið að fara áfram. „Til að byrja með þá finnst mér mikilvægt að segja að Middlesbrough spilaði vel í kvöld. Þeir eiga skilið virðingu og ég óska þeim til hamingju. Við verðum samt að horfa á okkar frammistöðu og þann leik sem við spiluðum.“ „Í svona leikjum, svona bikarleikjum á útivelli, þá þarftu að reyna að drepa leikinn snemma. Andstæðingurinn þarf að vita að þetta verður erfitt kvöld. Við hefðum getað gert miklu betur og þegar allt kemur til alls þá átti Middlebrough skilið að fara áfram.“ Gengi Tottenham hefur verið upp og niður undanfarnar vikur þar sem liðið lítur mjög vel út eina vikuna, en tapar svo óvænt þá næstu og Conte segir að liðið þurfi að finna jafnvægi. „Þetta er hluti af ferlinu, en við verðum að reyna að forðast þetta upp, niður, upp, niður. Það er bara ein leið til að bæta stöðuna og það er að vinna og læra af þessu tapi. Við verðum að halda áfram og reyna að gera okkar besta það sem eftir er af tímabilinu.“ „Við veðrum að leggja okkur alla fram það sem eftir er af tímabilinu og sjá svo til hvar við endum og meta stöðuna út frá því. Það er of snemmt að fara að ræða þetta núna,“ sagði Conte að lokum. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enski boltinn Tengdar fréttir Middlesbrough sló Tottenham úr leik í framlengingu B-deildarlið Middlesbrough heldur bikarævintýri sínu áfram í FA-bikarnum eftir að liðið sló úrvalsdeildarlið Tottenham Hotspur úr leik með 1-0 sigri í framlengdum leik. 1. mars 2022 22:26 Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Tók hana fjögur ár að skrifa ævisögu Anníe Sport Fleiri fréttir Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Sjá meira
Middlesbrough sló Tottenham úr leik í framlengingu B-deildarlið Middlesbrough heldur bikarævintýri sínu áfram í FA-bikarnum eftir að liðið sló úrvalsdeildarlið Tottenham Hotspur úr leik með 1-0 sigri í framlengdum leik. 1. mars 2022 22:26