Rétta hugarfarið Magnús Jóhann Hjartarson skrifar 3. mars 2022 07:31 Nú er marsmánuður að renna í garð. Við erum að sigrast á Covid, þetta æðislega veður með sínum viðvörunum og her Pútíns að djöflast í Kænugarði. Ég veit ekki með ykkur en þetta allt hjálpar mér ekki að byrja árið með stæl. Hins vegar er alltaf hægt að reyna breyta hugarfarinu og horfa á björtu hliðarnar. Við höfum fengið meiri tíma til að verja með fjölskyldu og ástvinum. Meiri tíma til að vinna í sjálfum okkur og okkar draumum á meðan sóttkví og einangrun stóð yfir. Varðandi hugarfar þá er svo mikilvægt að vera meðvitaður um baráttuna sem á sér stað innra með okkur frá degi til dags. Til dæmis: „Á ég að fá mér pizzu í kvöld eftir langan dag?“ „Nenni ég í ræktina?“ og „Hvernig væri að fara snemma að sofa og slökkva á símanum?“ Þetta þekkja allir. Við mannfólkið erum tilfinningaverur og upplifum okkar líf með ólíkum hætti eftir því með hvaða gleraugum við horfum á það. Sú mynd sem við sjáum mótast eftir því hvernig innra samtalið er. Við upplifum okkar raunveruleika mjög mismunandi eftir tilfinningaástandi okkar, reynslu og hvaða hugmyndir við höfum um lífið. Taka má dæmi um einstakling sem trúir því að greind hans sé ákveðin í genum hans sem ekki er hægt að breyta. Auðvitað er ég ekki að segja að allir gætu verið eins og Elon Musk með réttu hugafari en ég er samt að segja að flestir gætu gert 10% meira í sínu lífi en þeir eru að gera núna. Sama má segja um fólk sem lendir í meiðslum eða mótlæti. Það má ekki gefast upp heldur þarf að trúa því að með eigin viljastyrk og vinnu sé hægt að breyta því. Einnig er mjög mikilvægt að átta sig á því að genin okkar ráða ekki öllu. Þó eru genalækningar framtíðin. Þetta þekki ég sérstaklega vel í minni vinnu sem einkaþjálfari í Hreyfingu. Þar fæ ég fólk til mín sem hefur ákveðið að það vill ekki láta gamlar venjur stjórna sér lengur og hefur viljann til að gera eitthvað í því. Einnig þekki ég fólk sem hefur meiðst eða er mikið verkjað og hefur sjaldan leitað sér hjálpar með þau meiðsl og trúir einlæglega að þetta ástand sé komið til að vera. Ég er að skrifa þennan pistil til að segja þér að það þarf alls ekki að vera þannig. Það er alltaf til leið en hún er ekki alltaf auðveld og stundum ansi erfið. Oft er þörf á því að við þurfum að fara út fyrir þægindarammann og setja sjálfið okkar til hliðar og viðurkenna að við vitum ekki svarið og þurfum kannski hjálp. Einnig getur það verið að við þurfum að hætta að hlusta á neikvæðar raddir í umhverfi okkar og fylgja okkar eigin innsæi og þora að taka af skarið til þess að breyta. Grunnmarkmiðið með þessum pistli er að reyna að fá lesandann til að horfa á einhver svið í sínu lífi með nýjum augum, hvort sem það er heilsan, vinnuástand eða gæði samskipta. Fyrst þarf að greina vandamálið, viðurkenna það og vilja breyta því. Án þess samt að kenna sjálfum sér um því það getur endað í sjálfsvorkunn. Vilji er allt sem þarf viljir þú betri heilsu. Höfundur er sálfræðinemi og einkaþjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Magnús Jóhann Hjartarson Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er marsmánuður að renna í garð. Við erum að sigrast á Covid, þetta æðislega veður með sínum viðvörunum og her Pútíns að djöflast í Kænugarði. Ég veit ekki með ykkur en þetta allt hjálpar mér ekki að byrja árið með stæl. Hins vegar er alltaf hægt að reyna breyta hugarfarinu og horfa á björtu hliðarnar. Við höfum fengið meiri tíma til að verja með fjölskyldu og ástvinum. Meiri tíma til að vinna í sjálfum okkur og okkar draumum á meðan sóttkví og einangrun stóð yfir. Varðandi hugarfar þá er svo mikilvægt að vera meðvitaður um baráttuna sem á sér stað innra með okkur frá degi til dags. Til dæmis: „Á ég að fá mér pizzu í kvöld eftir langan dag?“ „Nenni ég í ræktina?“ og „Hvernig væri að fara snemma að sofa og slökkva á símanum?“ Þetta þekkja allir. Við mannfólkið erum tilfinningaverur og upplifum okkar líf með ólíkum hætti eftir því með hvaða gleraugum við horfum á það. Sú mynd sem við sjáum mótast eftir því hvernig innra samtalið er. Við upplifum okkar raunveruleika mjög mismunandi eftir tilfinningaástandi okkar, reynslu og hvaða hugmyndir við höfum um lífið. Taka má dæmi um einstakling sem trúir því að greind hans sé ákveðin í genum hans sem ekki er hægt að breyta. Auðvitað er ég ekki að segja að allir gætu verið eins og Elon Musk með réttu hugafari en ég er samt að segja að flestir gætu gert 10% meira í sínu lífi en þeir eru að gera núna. Sama má segja um fólk sem lendir í meiðslum eða mótlæti. Það má ekki gefast upp heldur þarf að trúa því að með eigin viljastyrk og vinnu sé hægt að breyta því. Einnig er mjög mikilvægt að átta sig á því að genin okkar ráða ekki öllu. Þó eru genalækningar framtíðin. Þetta þekki ég sérstaklega vel í minni vinnu sem einkaþjálfari í Hreyfingu. Þar fæ ég fólk til mín sem hefur ákveðið að það vill ekki láta gamlar venjur stjórna sér lengur og hefur viljann til að gera eitthvað í því. Einnig þekki ég fólk sem hefur meiðst eða er mikið verkjað og hefur sjaldan leitað sér hjálpar með þau meiðsl og trúir einlæglega að þetta ástand sé komið til að vera. Ég er að skrifa þennan pistil til að segja þér að það þarf alls ekki að vera þannig. Það er alltaf til leið en hún er ekki alltaf auðveld og stundum ansi erfið. Oft er þörf á því að við þurfum að fara út fyrir þægindarammann og setja sjálfið okkar til hliðar og viðurkenna að við vitum ekki svarið og þurfum kannski hjálp. Einnig getur það verið að við þurfum að hætta að hlusta á neikvæðar raddir í umhverfi okkar og fylgja okkar eigin innsæi og þora að taka af skarið til þess að breyta. Grunnmarkmiðið með þessum pistli er að reyna að fá lesandann til að horfa á einhver svið í sínu lífi með nýjum augum, hvort sem það er heilsan, vinnuástand eða gæði samskipta. Fyrst þarf að greina vandamálið, viðurkenna það og vilja breyta því. Án þess samt að kenna sjálfum sér um því það getur endað í sjálfsvorkunn. Vilji er allt sem þarf viljir þú betri heilsu. Höfundur er sálfræðinemi og einkaþjálfari.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun