Innblásinn af landsliðinu og Degi: „Þá sá maður aftur töfrana í þessum heimi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. mars 2022 11:00 Ólafur Stefánsson heldur út til Þýskalands á morgun. stöð 2 Ólafur Stefánsson kveðst spenntur að snúa aftur í þjálfun. Hann hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari þýska úrvalsdeildarliðsins Erlangen út tímabilið. Ólafur þjálfaði Val tímabilið 2013-14, var aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins og þjálfaði U-20 ára landslið karla áður en hann kúplaði sig út úr handboltanum. En nú er hann kominn aftur og segir að framganga landsliðsins á EM hafi átt sinn þátt í að kveikja neistann á ný. „Það kom aftur löngun yfir mig í janúar. Ég var eitthvað innblásinn af EM og líka alls konar. Börnin mín eru orðin eldri og einhver ævintýraþrá komin aftur,“ sagði Ólafur í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum. Ólafur hafði samband við umboðsmanninn sinn og í kjölfarið byrjaði boltinn að rúlla. „Ég er enn með umboðsmann þótt hann sé löngu búinn að gefast upp á mér. En hann tók vel í hringinguna, sendi út veiðarfæri og þá kom þetta í ljós að það vantaði aðstoðarþjálfara í Erlangen. Ég fór út í tíu daga og athugaði hvernig hann [Raúl Alonso, þjálfari Erlangen] vinnur og hvort við værum með líkar hugmyndir,“ sagði Ólafur. „Það passaði níutíu prósent og ég held að þetta sé mjög gott til að komast inn í þennan heim aftur, að vera ekki með alveg alla ábyrgðina eins og aðalþjálfarinn er með. Ég fæ kennslu og tilfinningu fyrir þessu. Fjögurra mánaða samningur er ekki langur tími en ég sé þá hvort ég virka og get staðið mig.“ Inni í myndinni að taka við Erlangen Alonso er íþróttastjóri Erlangen en tók við sem aðalþjálfari liðsins eftir að Michael Haas var sagt upp í byrjun árs. Ólafur segir að líklegt að hann taki við Erlangen seinna meir. „Já, það er pæling, hvort sem það verður næsta eða þarnæsta haust. Þetta er tvöfalt. Þeir taka áhættu með því að ráða mig bara í fjóra mánuði. Ef þetta hefði verið eitt og hálft ár hefði ég ekki getað farið neitt. En það eru allar hurðir opnar. Ég get farið hvert sem er eftir þessa fjóra mánuði,“ sagði Ólafur sem stefnir á að verða aðalþjálfari. Klippa: Viðtal við Óla Stef „Já, ég held ég þrauki ekkert rosalega lengi sem aðstoðarþjálfari. En ég þarf virkilega á því að halda að fara hægt og rólega inn í þetta og fá aftur vinnuaðferðirnar; klippa, lesa og kanna. Það tekur tíma en hann er alveg hokinn af reynslu. Svo á maður líka gott net af vinum sem maður getur heyrt í og fengið loft í dekkin,“ sagði Ólafur. Heilmikil áskorun að vera þjálfari Hann var sérfræðingur á RÚV á meðan EM í handbolta í janúar stóð ásamt góðvini sínum Degi Sigurðssyni sem hefur náð afar langt í þjálfun eftir að skórnir fóru á hilluna. „Ég viðurkenni að ég er innblásinn af Degi. Hann er frábær þjálfari og hvernig hann hugsar þetta allt og hefur farið um víðan völl. Þá sá maður aftur töfrana í þessum heimi. Þetta hafði kannski blundað í manni síðustu mánuði og síðasta ári og svo er bara að sjá hvort maður geti staðið sig í þessu. Það er heilmikil áskorun að vera þjálfari,“ sagði Ólafur. Viðtalið við Ólaf má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Þýski handboltinn Sportpakkinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Ólafur þjálfaði Val tímabilið 2013-14, var aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins og þjálfaði U-20 ára landslið karla áður en hann kúplaði sig út úr handboltanum. En nú er hann kominn aftur og segir að framganga landsliðsins á EM hafi átt sinn þátt í að kveikja neistann á ný. „Það kom aftur löngun yfir mig í janúar. Ég var eitthvað innblásinn af EM og líka alls konar. Börnin mín eru orðin eldri og einhver ævintýraþrá komin aftur,“ sagði Ólafur í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum. Ólafur hafði samband við umboðsmanninn sinn og í kjölfarið byrjaði boltinn að rúlla. „Ég er enn með umboðsmann þótt hann sé löngu búinn að gefast upp á mér. En hann tók vel í hringinguna, sendi út veiðarfæri og þá kom þetta í ljós að það vantaði aðstoðarþjálfara í Erlangen. Ég fór út í tíu daga og athugaði hvernig hann [Raúl Alonso, þjálfari Erlangen] vinnur og hvort við værum með líkar hugmyndir,“ sagði Ólafur. „Það passaði níutíu prósent og ég held að þetta sé mjög gott til að komast inn í þennan heim aftur, að vera ekki með alveg alla ábyrgðina eins og aðalþjálfarinn er með. Ég fæ kennslu og tilfinningu fyrir þessu. Fjögurra mánaða samningur er ekki langur tími en ég sé þá hvort ég virka og get staðið mig.“ Inni í myndinni að taka við Erlangen Alonso er íþróttastjóri Erlangen en tók við sem aðalþjálfari liðsins eftir að Michael Haas var sagt upp í byrjun árs. Ólafur segir að líklegt að hann taki við Erlangen seinna meir. „Já, það er pæling, hvort sem það verður næsta eða þarnæsta haust. Þetta er tvöfalt. Þeir taka áhættu með því að ráða mig bara í fjóra mánuði. Ef þetta hefði verið eitt og hálft ár hefði ég ekki getað farið neitt. En það eru allar hurðir opnar. Ég get farið hvert sem er eftir þessa fjóra mánuði,“ sagði Ólafur sem stefnir á að verða aðalþjálfari. Klippa: Viðtal við Óla Stef „Já, ég held ég þrauki ekkert rosalega lengi sem aðstoðarþjálfari. En ég þarf virkilega á því að halda að fara hægt og rólega inn í þetta og fá aftur vinnuaðferðirnar; klippa, lesa og kanna. Það tekur tíma en hann er alveg hokinn af reynslu. Svo á maður líka gott net af vinum sem maður getur heyrt í og fengið loft í dekkin,“ sagði Ólafur. Heilmikil áskorun að vera þjálfari Hann var sérfræðingur á RÚV á meðan EM í handbolta í janúar stóð ásamt góðvini sínum Degi Sigurðssyni sem hefur náð afar langt í þjálfun eftir að skórnir fóru á hilluna. „Ég viðurkenni að ég er innblásinn af Degi. Hann er frábær þjálfari og hvernig hann hugsar þetta allt og hefur farið um víðan völl. Þá sá maður aftur töfrana í þessum heimi. Þetta hafði kannski blundað í manni síðustu mánuði og síðasta ári og svo er bara að sjá hvort maður geti staðið sig í þessu. Það er heilmikil áskorun að vera þjálfari,“ sagði Ólafur. Viðtalið við Ólaf má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Þýski handboltinn Sportpakkinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti