„Rimlar fyrir öllum gluggum og dregið fyrir en auðvitað heyra þau alveg í okkur“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. mars 2022 11:08 Söngvarar létu vel í sér heyra. Vísir/SigurjónÓ Söngkonurnar Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir og Hallveig Rúnarsdóttir efndu til söngmótmæla við Sendiráð Rússlands. Þær vildu nota sönginn og fegurðina til að mynda samstöðu. Söngur hafi verið notaður sem vopn í mjög mörgum byltingum og stríði. Fólk var boðað að sendiherrabústað Rússlands við Túngötu 24 klukkan 08:55 til að stilla saman strengi. Söngur hófst klukkan 9 þar sem sungin voru þrjú lög. Í framhaldinu hélt hópurinn að sendiráðinu sjálfu í Garðastræti þar sem fleiri lög voru sungin. „Við höfum eins og aðrir fylgst með þessum hræðilegu fréttum frá Úkraínu, og erum í sjokki yfir þessari innrás. Okkur langaði til að geta gert eitthvað í verki. Hugsuðum að tónlisitn og söngurinn væri mótvægi við stríð, ljótleikann og illskuna. Við vildum nota sönginn og fegurðina til að mynda samstöðu með fólki, sýna okkar samstöðu með Úkraínu,“ segir Guðrún Jóhanna. Þær voru rosalega ánægðar með þátttökuna. „Söngurinn hefur verið notaður sem vopn í mjög mörgum byltingum og gegn stríði. Eins og til dæmis þegar Eystrasaltslöndin náðu sjálfstæði þá spilaði söngur gríðarlega stórt hlutverk. Eins og á Íslandi syngur fólk þar mjög mikið. Þau notuðu sér það mjög mikið til að ná þessari samstöðu sem við viljum ná hérna til að sýna Úkraínumönnum samstöðu,“ segir Hallveig. „Hér eru auðvitað rimlar fyrir öllum gluggum og dregið fyrir alls staðar en auðvitað heyra þau alveg í okkur,“ bætir hún við og vísar til fólksins í sendiráðshúsnæði Rússlands hér á landi. Arnar Rúnar Marteinsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu telur að 150 til 200 manns hafi verið á svæðinu. „Það fór allt mjög vel fram. Fólk nýtti tjáningarfrelsið sitt og gerði það á fallegan hátt. Ég man ekki eftir svona mótmælum áður þar sem er sungið og svona fallega. Þarna var greinilega fólk sem kunni að syngja sem var á staðnum.“ Að neðan má sjá myndir frá söngmótmælunum sem Sigurjón Ólason tökumaður fréttastofunnar tók. Fólk mætti með útprentaða söngtexta og lét vel í sér heyra.Vísir/SigurjónÓ Fjölmargir kór- og einsöngvarar mættu og sungu frá hjartanu.Vísir/SigurjónÓ Fjölmargir úr kór Menntaskólans við Hamrahlíð í gegnum tíðina mætti á svæðið.Vísir/SigurjónÓ Rússneska sendiráðið er í sannkölluðu sendiráðahverfi. Í bakgrunni sést til dæmis Sendiráð Kanada.Vísir/SigurjónÓ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tónlist Reykjavík Tengdar fréttir Vaktin: Sagðir reyna að þvinga Úkraínumenn til uppgjafar með árásum á borgara Vísir heldur áfram að fylgjast með þróun mála í Úkraínu, þar sem rússneski herinn hefur markvisst beint sjónum sínum að mikilvægum innviðum síðasta sólahringinn. Margir Úkraínumenn eru nú án vatns, rafmagns og hita og fjöldi heimila hefur verið eyðilagður. 3. mars 2022 05:49 Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Sjá meira
Fólk var boðað að sendiherrabústað Rússlands við Túngötu 24 klukkan 08:55 til að stilla saman strengi. Söngur hófst klukkan 9 þar sem sungin voru þrjú lög. Í framhaldinu hélt hópurinn að sendiráðinu sjálfu í Garðastræti þar sem fleiri lög voru sungin. „Við höfum eins og aðrir fylgst með þessum hræðilegu fréttum frá Úkraínu, og erum í sjokki yfir þessari innrás. Okkur langaði til að geta gert eitthvað í verki. Hugsuðum að tónlisitn og söngurinn væri mótvægi við stríð, ljótleikann og illskuna. Við vildum nota sönginn og fegurðina til að mynda samstöðu með fólki, sýna okkar samstöðu með Úkraínu,“ segir Guðrún Jóhanna. Þær voru rosalega ánægðar með þátttökuna. „Söngurinn hefur verið notaður sem vopn í mjög mörgum byltingum og gegn stríði. Eins og til dæmis þegar Eystrasaltslöndin náðu sjálfstæði þá spilaði söngur gríðarlega stórt hlutverk. Eins og á Íslandi syngur fólk þar mjög mikið. Þau notuðu sér það mjög mikið til að ná þessari samstöðu sem við viljum ná hérna til að sýna Úkraínumönnum samstöðu,“ segir Hallveig. „Hér eru auðvitað rimlar fyrir öllum gluggum og dregið fyrir alls staðar en auðvitað heyra þau alveg í okkur,“ bætir hún við og vísar til fólksins í sendiráðshúsnæði Rússlands hér á landi. Arnar Rúnar Marteinsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu telur að 150 til 200 manns hafi verið á svæðinu. „Það fór allt mjög vel fram. Fólk nýtti tjáningarfrelsið sitt og gerði það á fallegan hátt. Ég man ekki eftir svona mótmælum áður þar sem er sungið og svona fallega. Þarna var greinilega fólk sem kunni að syngja sem var á staðnum.“ Að neðan má sjá myndir frá söngmótmælunum sem Sigurjón Ólason tökumaður fréttastofunnar tók. Fólk mætti með útprentaða söngtexta og lét vel í sér heyra.Vísir/SigurjónÓ Fjölmargir kór- og einsöngvarar mættu og sungu frá hjartanu.Vísir/SigurjónÓ Fjölmargir úr kór Menntaskólans við Hamrahlíð í gegnum tíðina mætti á svæðið.Vísir/SigurjónÓ Rússneska sendiráðið er í sannkölluðu sendiráðahverfi. Í bakgrunni sést til dæmis Sendiráð Kanada.Vísir/SigurjónÓ
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tónlist Reykjavík Tengdar fréttir Vaktin: Sagðir reyna að þvinga Úkraínumenn til uppgjafar með árásum á borgara Vísir heldur áfram að fylgjast með þróun mála í Úkraínu, þar sem rússneski herinn hefur markvisst beint sjónum sínum að mikilvægum innviðum síðasta sólahringinn. Margir Úkraínumenn eru nú án vatns, rafmagns og hita og fjöldi heimila hefur verið eyðilagður. 3. mars 2022 05:49 Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Sjá meira
Vaktin: Sagðir reyna að þvinga Úkraínumenn til uppgjafar með árásum á borgara Vísir heldur áfram að fylgjast með þróun mála í Úkraínu, þar sem rússneski herinn hefur markvisst beint sjónum sínum að mikilvægum innviðum síðasta sólahringinn. Margir Úkraínumenn eru nú án vatns, rafmagns og hita og fjöldi heimila hefur verið eyðilagður. 3. mars 2022 05:49