„Rimlar fyrir öllum gluggum og dregið fyrir en auðvitað heyra þau alveg í okkur“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. mars 2022 11:08 Söngvarar létu vel í sér heyra. Vísir/SigurjónÓ Söngkonurnar Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir og Hallveig Rúnarsdóttir efndu til söngmótmæla við Sendiráð Rússlands. Þær vildu nota sönginn og fegurðina til að mynda samstöðu. Söngur hafi verið notaður sem vopn í mjög mörgum byltingum og stríði. Fólk var boðað að sendiherrabústað Rússlands við Túngötu 24 klukkan 08:55 til að stilla saman strengi. Söngur hófst klukkan 9 þar sem sungin voru þrjú lög. Í framhaldinu hélt hópurinn að sendiráðinu sjálfu í Garðastræti þar sem fleiri lög voru sungin. „Við höfum eins og aðrir fylgst með þessum hræðilegu fréttum frá Úkraínu, og erum í sjokki yfir þessari innrás. Okkur langaði til að geta gert eitthvað í verki. Hugsuðum að tónlisitn og söngurinn væri mótvægi við stríð, ljótleikann og illskuna. Við vildum nota sönginn og fegurðina til að mynda samstöðu með fólki, sýna okkar samstöðu með Úkraínu,“ segir Guðrún Jóhanna. Þær voru rosalega ánægðar með þátttökuna. „Söngurinn hefur verið notaður sem vopn í mjög mörgum byltingum og gegn stríði. Eins og til dæmis þegar Eystrasaltslöndin náðu sjálfstæði þá spilaði söngur gríðarlega stórt hlutverk. Eins og á Íslandi syngur fólk þar mjög mikið. Þau notuðu sér það mjög mikið til að ná þessari samstöðu sem við viljum ná hérna til að sýna Úkraínumönnum samstöðu,“ segir Hallveig. „Hér eru auðvitað rimlar fyrir öllum gluggum og dregið fyrir alls staðar en auðvitað heyra þau alveg í okkur,“ bætir hún við og vísar til fólksins í sendiráðshúsnæði Rússlands hér á landi. Arnar Rúnar Marteinsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu telur að 150 til 200 manns hafi verið á svæðinu. „Það fór allt mjög vel fram. Fólk nýtti tjáningarfrelsið sitt og gerði það á fallegan hátt. Ég man ekki eftir svona mótmælum áður þar sem er sungið og svona fallega. Þarna var greinilega fólk sem kunni að syngja sem var á staðnum.“ Að neðan má sjá myndir frá söngmótmælunum sem Sigurjón Ólason tökumaður fréttastofunnar tók. Fólk mætti með útprentaða söngtexta og lét vel í sér heyra.Vísir/SigurjónÓ Fjölmargir kór- og einsöngvarar mættu og sungu frá hjartanu.Vísir/SigurjónÓ Fjölmargir úr kór Menntaskólans við Hamrahlíð í gegnum tíðina mætti á svæðið.Vísir/SigurjónÓ Rússneska sendiráðið er í sannkölluðu sendiráðahverfi. Í bakgrunni sést til dæmis Sendiráð Kanada.Vísir/SigurjónÓ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tónlist Reykjavík Tengdar fréttir Vaktin: Sagðir reyna að þvinga Úkraínumenn til uppgjafar með árásum á borgara Vísir heldur áfram að fylgjast með þróun mála í Úkraínu, þar sem rússneski herinn hefur markvisst beint sjónum sínum að mikilvægum innviðum síðasta sólahringinn. Margir Úkraínumenn eru nú án vatns, rafmagns og hita og fjöldi heimila hefur verið eyðilagður. 3. mars 2022 05:49 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Sjá meira
Fólk var boðað að sendiherrabústað Rússlands við Túngötu 24 klukkan 08:55 til að stilla saman strengi. Söngur hófst klukkan 9 þar sem sungin voru þrjú lög. Í framhaldinu hélt hópurinn að sendiráðinu sjálfu í Garðastræti þar sem fleiri lög voru sungin. „Við höfum eins og aðrir fylgst með þessum hræðilegu fréttum frá Úkraínu, og erum í sjokki yfir þessari innrás. Okkur langaði til að geta gert eitthvað í verki. Hugsuðum að tónlisitn og söngurinn væri mótvægi við stríð, ljótleikann og illskuna. Við vildum nota sönginn og fegurðina til að mynda samstöðu með fólki, sýna okkar samstöðu með Úkraínu,“ segir Guðrún Jóhanna. Þær voru rosalega ánægðar með þátttökuna. „Söngurinn hefur verið notaður sem vopn í mjög mörgum byltingum og gegn stríði. Eins og til dæmis þegar Eystrasaltslöndin náðu sjálfstæði þá spilaði söngur gríðarlega stórt hlutverk. Eins og á Íslandi syngur fólk þar mjög mikið. Þau notuðu sér það mjög mikið til að ná þessari samstöðu sem við viljum ná hérna til að sýna Úkraínumönnum samstöðu,“ segir Hallveig. „Hér eru auðvitað rimlar fyrir öllum gluggum og dregið fyrir alls staðar en auðvitað heyra þau alveg í okkur,“ bætir hún við og vísar til fólksins í sendiráðshúsnæði Rússlands hér á landi. Arnar Rúnar Marteinsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu telur að 150 til 200 manns hafi verið á svæðinu. „Það fór allt mjög vel fram. Fólk nýtti tjáningarfrelsið sitt og gerði það á fallegan hátt. Ég man ekki eftir svona mótmælum áður þar sem er sungið og svona fallega. Þarna var greinilega fólk sem kunni að syngja sem var á staðnum.“ Að neðan má sjá myndir frá söngmótmælunum sem Sigurjón Ólason tökumaður fréttastofunnar tók. Fólk mætti með útprentaða söngtexta og lét vel í sér heyra.Vísir/SigurjónÓ Fjölmargir kór- og einsöngvarar mættu og sungu frá hjartanu.Vísir/SigurjónÓ Fjölmargir úr kór Menntaskólans við Hamrahlíð í gegnum tíðina mætti á svæðið.Vísir/SigurjónÓ Rússneska sendiráðið er í sannkölluðu sendiráðahverfi. Í bakgrunni sést til dæmis Sendiráð Kanada.Vísir/SigurjónÓ
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tónlist Reykjavík Tengdar fréttir Vaktin: Sagðir reyna að þvinga Úkraínumenn til uppgjafar með árásum á borgara Vísir heldur áfram að fylgjast með þróun mála í Úkraínu, þar sem rússneski herinn hefur markvisst beint sjónum sínum að mikilvægum innviðum síðasta sólahringinn. Margir Úkraínumenn eru nú án vatns, rafmagns og hita og fjöldi heimila hefur verið eyðilagður. 3. mars 2022 05:49 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Sjá meira
Vaktin: Sagðir reyna að þvinga Úkraínumenn til uppgjafar með árásum á borgara Vísir heldur áfram að fylgjast með þróun mála í Úkraínu, þar sem rússneski herinn hefur markvisst beint sjónum sínum að mikilvægum innviðum síðasta sólahringinn. Margir Úkraínumenn eru nú án vatns, rafmagns og hita og fjöldi heimila hefur verið eyðilagður. 3. mars 2022 05:49