Börn niður í tólf mánaða fái inni á leikskóla Árni Sæberg skrifar 3. mars 2022 20:07 Skúli Helgason er formaður skóla og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Stöð 2/Arnar Formaður skóla og frístundaráðs Reykjavíkurborgar segir stóran hluta tólf mánaða gamalla barna í Reykjavík fá pláss á leikskóla í haust eða fyrir áramót. Verkefninu Betri borg fyrir börn var ýtt úr vör við hátíðlega athöfn í dag. Hluti verkefnisins snýr að endurskoðun aðgerðaráætlunar í leikskólamálum frá 2018. Að sögn Skúla Helgasonar, formanns skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, var samþykkt árið 2018 að fjölga leikskólaplássum í borginni þannig að hægt væri að bjóða börnum allt niður í tólf mánaða gömlum leikskólapláss. Verkefnið, sem fékk nafnið Brúum bilið, hafi átt að taka fimm ár. Endurskoðuð áætlun sem kynnt var í dag feli hins vegar í sér tvöföldun aukningar leikskólaplássa sem kynnt var 2018 og að börnum niður í tólf mánaða verði fundið pláss á leikskóla strax í haust eða rúmu ári á undan áætlun. „Við erum að opna átta nýjan leikskóla í ár, ótrúlega stórt skref og stærra skref en hér hefur sést síðan einhvern tímann á síðustu öld,“ sagði Skúli í Reykjavík síðdegis í dag. Þá segir hann að tekist hafi að fjölga starfsfólki leikskóla í borginni um 350 á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka auk þess sem húsnæði leikskólanna hafi verið bætt. Það geri leikskólum kleift að taka við fleiri börnum. Hlusta má á viðtal við Skúla Helgason í spilaranum hér að neðan: Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Verkefninu Betri borg fyrir börn var ýtt úr vör við hátíðlega athöfn í dag. Hluti verkefnisins snýr að endurskoðun aðgerðaráætlunar í leikskólamálum frá 2018. Að sögn Skúla Helgasonar, formanns skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, var samþykkt árið 2018 að fjölga leikskólaplássum í borginni þannig að hægt væri að bjóða börnum allt niður í tólf mánaða gömlum leikskólapláss. Verkefnið, sem fékk nafnið Brúum bilið, hafi átt að taka fimm ár. Endurskoðuð áætlun sem kynnt var í dag feli hins vegar í sér tvöföldun aukningar leikskólaplássa sem kynnt var 2018 og að börnum niður í tólf mánaða verði fundið pláss á leikskóla strax í haust eða rúmu ári á undan áætlun. „Við erum að opna átta nýjan leikskóla í ár, ótrúlega stórt skref og stærra skref en hér hefur sést síðan einhvern tímann á síðustu öld,“ sagði Skúli í Reykjavík síðdegis í dag. Þá segir hann að tekist hafi að fjölga starfsfólki leikskóla í borginni um 350 á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka auk þess sem húsnæði leikskólanna hafi verið bætt. Það geri leikskólum kleift að taka við fleiri börnum. Hlusta má á viðtal við Skúla Helgason í spilaranum hér að neðan:
Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira