Amanda Staveley hjá Newcastle: Ósanngjarnt að Roman verði að selja Chelsea Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2022 15:30 Roman Abramovich sést hér fylgjast með Chelsea spila í eigandasvítunni á Stamford Bridge. Fljótlega fær einhver annar lyklavöldin. AP/Matt Dunham Innrás Rússa í Úkraínu mun breyta landslagi ensku úrvalsdeildarinnar til framtíðar því einn farsælasti eigandinn í deildinni hefur verið þvingaður til að selja félagið sitt. Þar erum við auðvitað að tala um Roman Abramovich, eiganda Chelsea. Amanda Staveley er einn af eigendum enska úrvalsdeildarliðsins Newcastle United en eigandahópur með hana innanborðs eignaðist félagið í vetur. Amanda hefur nú stigið fram og tjáð sig um væntanlega sölu Rússans Roman Abramovich á Chelsea. Hún kemur Roman þar til varnar. Hinn 55 ára gamli Roman Abramovich hefur átt Chelsea frá árinu 2003 og félagið hefur unnið sautján stóra titla á þessum tíma þar á meðal Meistaradeildina tvisvar og enska meistaratitilinn fimm sinnum. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Abramovich hefur neitað því sjálfur að vera vel tengdur Vladímír Pútín Rússlandsforseta en öðru halda erlendir fjölmiðlar og bresk stjórnvöld fram. Breska ríkisstjórnin hefur kallað eftir refsiaðgerðum gegn þeim ríku Rússum sem eiga eigur í Bretlandi eftir innrás Rússa í Úkraínu. Roman er ofarlega í þeim hópi og á endanum tilkynnti hann það á miðvikudaginn að hann myndi selja Chelsea. „Ég er mjög leið yfir því að einhver sé að missa fótboltafélagið sitt vegna tengsla sinna við einhvern. Ég tel að það sé ekki sanngjarnt ef ég segi alveg eins og er. Við verðum samt öll að bera ábyrgð á okkar samböndum,“ sagði Amanda Staveley. Staveley hefur líka ítrekað það að fjárfestingarsjóðurinn frá Sádí Arabíu sem á áttatíu prósent í Newcastle sé með sitt sjálfstæði frá stjórnvöldum í landinu. Þau eignuðust ekki félagið nema að setja það í samninginn að stjórnvöld í Sádí Arabíu myndu ekki stjórna félaginu. „Eitt sem var gott við það að það tók okkur fjögur ár að kaupa Newcastle er að við fengum gott tækifæri til að skoða öll félög og þar á meðal Chelsea. Chelsea er yndislegt félag en það var bara eitt félag fyrir okkur og það verður alltaf bara eitt félag fyrir okkur,“ sagði Staveley. Newcastle var í slæmum málum í fallsæti en hefur nú komið sér upp í fjórtánda sæti eftir frábæran febrúarmánuð. „Við erum hrifin af þeirri áskorun að taka við liði í tuttugasta sæti og koma því alla leið á toppinn,“ sagði Staveley. Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Sjá meira
Amanda Staveley er einn af eigendum enska úrvalsdeildarliðsins Newcastle United en eigandahópur með hana innanborðs eignaðist félagið í vetur. Amanda hefur nú stigið fram og tjáð sig um væntanlega sölu Rússans Roman Abramovich á Chelsea. Hún kemur Roman þar til varnar. Hinn 55 ára gamli Roman Abramovich hefur átt Chelsea frá árinu 2003 og félagið hefur unnið sautján stóra titla á þessum tíma þar á meðal Meistaradeildina tvisvar og enska meistaratitilinn fimm sinnum. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Abramovich hefur neitað því sjálfur að vera vel tengdur Vladímír Pútín Rússlandsforseta en öðru halda erlendir fjölmiðlar og bresk stjórnvöld fram. Breska ríkisstjórnin hefur kallað eftir refsiaðgerðum gegn þeim ríku Rússum sem eiga eigur í Bretlandi eftir innrás Rússa í Úkraínu. Roman er ofarlega í þeim hópi og á endanum tilkynnti hann það á miðvikudaginn að hann myndi selja Chelsea. „Ég er mjög leið yfir því að einhver sé að missa fótboltafélagið sitt vegna tengsla sinna við einhvern. Ég tel að það sé ekki sanngjarnt ef ég segi alveg eins og er. Við verðum samt öll að bera ábyrgð á okkar samböndum,“ sagði Amanda Staveley. Staveley hefur líka ítrekað það að fjárfestingarsjóðurinn frá Sádí Arabíu sem á áttatíu prósent í Newcastle sé með sitt sjálfstæði frá stjórnvöldum í landinu. Þau eignuðust ekki félagið nema að setja það í samninginn að stjórnvöld í Sádí Arabíu myndu ekki stjórna félaginu. „Eitt sem var gott við það að það tók okkur fjögur ár að kaupa Newcastle er að við fengum gott tækifæri til að skoða öll félög og þar á meðal Chelsea. Chelsea er yndislegt félag en það var bara eitt félag fyrir okkur og það verður alltaf bara eitt félag fyrir okkur,“ sagði Staveley. Newcastle var í slæmum málum í fallsæti en hefur nú komið sér upp í fjórtánda sæti eftir frábæran febrúarmánuð. „Við erum hrifin af þeirri áskorun að taka við liði í tuttugasta sæti og koma því alla leið á toppinn,“ sagði Staveley.
Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Sjá meira