Fylgjendur Tönju fengu að senda henni spurningar um lífið og tilveruna á Instagram og kom fram í svörum hennar að hún á kærasta. Sá heppni heitir Ryan og virðist vera frá Essex. Tanja var áður í sambandi með Agli Fannari Halldórssyni.

Tanja er þó að fara að leigja ein úti í Bretlandi en eins og fram hefur komið hér á Lífinu á Vísi er Tanja flutt erlendis þar sem hún mun einbeita sér að því að koma vörumerki sínu Glamista Hair í verslanir erlendis.
Ryan var á Íslandi með Tönju í janúar og birti Stefán John Turner ljósmyndari myndir af þeim á flakki á Íslandi á Instagram eins og sjá má í albúminu hér fyrir neðan.