SaltPay fjárfestir í Dineout Eiður Þór Árnason skrifar 4. mars 2022 10:31 Tinnu Sigurðardóttur, stofnandi og einn eigandi Dineout. Aðsend Fjármálafyrirtækið SaltPay hefur fjárfest í Dineout og er komið inn í eigendahóp fyrirtækisins. Samningur þess efnis var undirritaður í dag. Að sögn Dineout verður fjármagnið meðal annars nýtt í að styrkja stöðu fyrirtækisins á Íslandi enn frekar ásamt því að sækja á erlenda markaði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Dineout en samhliða fjármögnun SaltPay hyggst Dineout ráða inn starfsfólk á næstu vikum. Ekki er upplýst um umfang fjárfestingarinnar. Eigendahópurinn samanstendur nú af Ingu Tinnu Sigurðardóttur, stofnanda og hugmyndasmiðs fyrirtækisins, Tix miðasölu ehf., Magnúsi Birni Sigurðssyni, Viktori Blöndali Pálssyni ásamt SaltPay. Stjórn Dineout verður skipuð af Sindra Má Finnbogasyni, stofnanda Tix Miðasölu, Ingu Tinnu Sigurðardóttur auk eins stjórnarmeðlims frá SaltPay í Bretlandi. 25 þúsund sótt Dineout appið Þrjú ár eru frá því að borðabókunarkerfi Dineout kom á markaðinn. Að sögn stjórnenda er heildarfjöldi borðabókana tæplega 1,8 milljónir frá upphafi og eru nú um 170 veitingastaðir í viðskiptum við Dineout. Um 90 þúsund heimsóknir séu inn á vef Dineout í hverjum mánuði og um 25.000 manns sótt sér Dineout Iceland appið. Í dag býður Dineout einnig upp á matarpöntunarkerfi, kassakerfi, heimasíðugerð og sjálfvirkar greiðslur með QR-kóðum. Lausnir Dineout verða innleiddar í Noregi í næsta ári og stefnir fyrirtækið á frekari útrás. Að sögn Dineout hafa síðustu mánuðir meðal annars farið í að tengja saman lausnir Dineout við Tix miðasölukerfið. Niðurstaðan sé heildarlausn fyrir tónleikahallir, kvikmyndahús og leikhús. „Tix starfar nú í 9 löndum og mun þessi nýja heildarlausn fara í notkun í Noregi í næsta mánuði. Klár stökkpallur fyrir Dineout í útrás á erlenda markaði ásamt því að um einstaka lausn er að ræða á evrópskum markaði og í raun á heimsvísu. Tónleikahallir, kvikmyndahús og leikhús hafa kallað eftir einni lausn sem býður upp á miðasölu, kassakerfi og matarpantanir og ný sameinuð lausn Tix og Dineout leysir þessa þörf.“ „Fjármögnun SaltPay er gríðarlega spennandi og frábært að fá þá inn í eigendateymið,“ segir Inga Tinna í tilkynningu. Tækni Veitingastaðir Tengdar fréttir „Ég fékk oft að heyra að þetta væri nú frekar bjartsýnt hjá mér“ „Ég hafði stofnað fyrirtækið Icelandic Coupons, sem er afsláttarapp fyrir ferðamenn og Íslendinga árið 2015. Í þeirri vegferð var ég mikið að funda á veitingahúsum landsins. Mér fannst ótrúlegt að sjá hvað voru margar aðferðir notaðar við að halda utan um borðabókanir. Sumir voru með stílabækur, aðrir voru að notast við Word í tölvum og enn aðrir við erlend bókunarforrit og svo framvegis,“ segir Inga Tinna Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Dineout um aðdragandann að því að Dineout var stofnað. 13. september 2021 07:01 Dineout í útrás með aðstoð Tix Hugbúnaðarfyrirtækið Dineout hefur tryggt sér fjármögnun frá miðasölufyrirtækinu Tix EU sem kemur inn sem hluthafi. Forstjóri og einn stofnenda Dineout, sem heldur úti hugbúnaðarlausnum fyrir veitingastaði og hótel, segir að samstarfið muni hjálpa fyrirtækinu í útrás sinni á erlenda markaði. 4. ágúst 2021 23:47 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Að sögn Dineout verður fjármagnið meðal annars nýtt í að styrkja stöðu fyrirtækisins á Íslandi enn frekar ásamt því að sækja á erlenda markaði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Dineout en samhliða fjármögnun SaltPay hyggst Dineout ráða inn starfsfólk á næstu vikum. Ekki er upplýst um umfang fjárfestingarinnar. Eigendahópurinn samanstendur nú af Ingu Tinnu Sigurðardóttur, stofnanda og hugmyndasmiðs fyrirtækisins, Tix miðasölu ehf., Magnúsi Birni Sigurðssyni, Viktori Blöndali Pálssyni ásamt SaltPay. Stjórn Dineout verður skipuð af Sindra Má Finnbogasyni, stofnanda Tix Miðasölu, Ingu Tinnu Sigurðardóttur auk eins stjórnarmeðlims frá SaltPay í Bretlandi. 25 þúsund sótt Dineout appið Þrjú ár eru frá því að borðabókunarkerfi Dineout kom á markaðinn. Að sögn stjórnenda er heildarfjöldi borðabókana tæplega 1,8 milljónir frá upphafi og eru nú um 170 veitingastaðir í viðskiptum við Dineout. Um 90 þúsund heimsóknir séu inn á vef Dineout í hverjum mánuði og um 25.000 manns sótt sér Dineout Iceland appið. Í dag býður Dineout einnig upp á matarpöntunarkerfi, kassakerfi, heimasíðugerð og sjálfvirkar greiðslur með QR-kóðum. Lausnir Dineout verða innleiddar í Noregi í næsta ári og stefnir fyrirtækið á frekari útrás. Að sögn Dineout hafa síðustu mánuðir meðal annars farið í að tengja saman lausnir Dineout við Tix miðasölukerfið. Niðurstaðan sé heildarlausn fyrir tónleikahallir, kvikmyndahús og leikhús. „Tix starfar nú í 9 löndum og mun þessi nýja heildarlausn fara í notkun í Noregi í næsta mánuði. Klár stökkpallur fyrir Dineout í útrás á erlenda markaði ásamt því að um einstaka lausn er að ræða á evrópskum markaði og í raun á heimsvísu. Tónleikahallir, kvikmyndahús og leikhús hafa kallað eftir einni lausn sem býður upp á miðasölu, kassakerfi og matarpantanir og ný sameinuð lausn Tix og Dineout leysir þessa þörf.“ „Fjármögnun SaltPay er gríðarlega spennandi og frábært að fá þá inn í eigendateymið,“ segir Inga Tinna í tilkynningu.
Tækni Veitingastaðir Tengdar fréttir „Ég fékk oft að heyra að þetta væri nú frekar bjartsýnt hjá mér“ „Ég hafði stofnað fyrirtækið Icelandic Coupons, sem er afsláttarapp fyrir ferðamenn og Íslendinga árið 2015. Í þeirri vegferð var ég mikið að funda á veitingahúsum landsins. Mér fannst ótrúlegt að sjá hvað voru margar aðferðir notaðar við að halda utan um borðabókanir. Sumir voru með stílabækur, aðrir voru að notast við Word í tölvum og enn aðrir við erlend bókunarforrit og svo framvegis,“ segir Inga Tinna Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Dineout um aðdragandann að því að Dineout var stofnað. 13. september 2021 07:01 Dineout í útrás með aðstoð Tix Hugbúnaðarfyrirtækið Dineout hefur tryggt sér fjármögnun frá miðasölufyrirtækinu Tix EU sem kemur inn sem hluthafi. Forstjóri og einn stofnenda Dineout, sem heldur úti hugbúnaðarlausnum fyrir veitingastaði og hótel, segir að samstarfið muni hjálpa fyrirtækinu í útrás sinni á erlenda markaði. 4. ágúst 2021 23:47 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
„Ég fékk oft að heyra að þetta væri nú frekar bjartsýnt hjá mér“ „Ég hafði stofnað fyrirtækið Icelandic Coupons, sem er afsláttarapp fyrir ferðamenn og Íslendinga árið 2015. Í þeirri vegferð var ég mikið að funda á veitingahúsum landsins. Mér fannst ótrúlegt að sjá hvað voru margar aðferðir notaðar við að halda utan um borðabókanir. Sumir voru með stílabækur, aðrir voru að notast við Word í tölvum og enn aðrir við erlend bókunarforrit og svo framvegis,“ segir Inga Tinna Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Dineout um aðdragandann að því að Dineout var stofnað. 13. september 2021 07:01
Dineout í útrás með aðstoð Tix Hugbúnaðarfyrirtækið Dineout hefur tryggt sér fjármögnun frá miðasölufyrirtækinu Tix EU sem kemur inn sem hluthafi. Forstjóri og einn stofnenda Dineout, sem heldur úti hugbúnaðarlausnum fyrir veitingastaði og hótel, segir að samstarfið muni hjálpa fyrirtækinu í útrás sinni á erlenda markaði. 4. ágúst 2021 23:47