Bjóða flóttafólki og aðstandendum í kvöldmat í Guðrúnartúni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. mars 2022 13:17 Valgeir Magnússon, stjórnarformaður Pipar/TBWA, segist hafa góð sambönd og aðstöðu. Hann hafi því verið boðinn og búinn til að leggja eitthvað af mörkum. Aðsend Matsalur auglýsingastofunnar Pipar/TBWA við Guðrúnartún verður mögulegur griðastaður flóttafólks frá Úkraínu og aðstandenda þeirra á kvöldverðartíma á virkum dögum næstu vikurnar. Valgeir Magnússon stjórnarformaður auglýsingastofunnar segir hugmyndina hafa kviknað þegar hann var í heimsókn hjá vini sínum Sveini Rúnari Sigurðssyni lækni. Tvær úkraínskar konur og þrjú börn dvelja á heimili Sveins og Maríu Vygovsku eftir flótta frá Úkraínu hvar feðurnir urðu eftir vegna herkvaðningar. Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir hitti fólkið við komuna til Íslands aðfaranótt fimmtudags eftir langt og strangt ferðalag frá Úkraínu. „Við eigum geggjaðan sal sem stendur auður á kvöldin. Við ætlum að hafa opið frá 18 til 20 alla virku daga á næstunni og reyna að búa til samkomustað fyrir fólk frá Úkraínu,“ segir Valgeir. Þar geti fólk mætt með börnin sín, farið yfir málin og talað sig í gegnum tilfinningar sínar, hvert við annað eins og Valgeir kemst að orði. „Að þau hafi einhvern griðastað.“ Hann hvetur Úkraínufólk og aðstandendur til að mæta. Hann segist hafa rætt við ýmsa aðila varðandi að útvega mat. KFC ætli að ríða á vaðið í kvöld og segist Valgeir eiga von á hátt í hundrað manns. Svo sé von á því að fólki fjölgi mjög hratt næstu daga og vikur. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra virkjaði í gær 44. grein útlendingalaga sem kveður á um sameiginlega vernd vegna fjöldaflótta fólks frá ákveðnum svæðum. Fólk frá Úkraínu fær sjálfkrafa vernd hér á landi eftir breytinguna, og þarf ekki að fara í gegnum umsóknarferli. Dómsmálaráðherra kynnti þessa ákvörðun fyrir ríkisstjórninni á fundi hennar í morgun. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra útskýrði þessa breytingu í samtali við fréttastofu í morgun. Valgeir segir að hausinn hafi farið á fullt í heimsókn sinni til Sveins og fjölskyldu í gær. Þar hafi líka safnast upp ýmis leikföng fyrir börn og Valgeir býður upp á að leikföngin berist auglýsingastofunni. Þá geti börnin valið sér leikföng í kvöldverðartímanum. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hjálparstarf Reykjavík Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Frá Kænugarði til Íslands: „Við erum enn hrædd“ Það voru miklir fagnaðarfundir í Leifsstöð í nótt þegar tvær úkraínskar konur og börnin þeirra þrjú komu til landsins eftir vikulangt ferðalag frá Kænugarði í Úkraínu. Eiginmenn kvennanna beggja komust ekki út úr Úkraínu og hafa nú tekið upp vopn til að berjast gegn innrásarhernum. 3. mars 2022 19:00 Vaktin: Ætla ekki að setja á flugbann og spá enn verra ástandi í Úkraínu Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að fylgjast með og flytja fréttir af þróun mála í Úkraínu. Árásir Rússa á stærsta kjarnorkuver Evrópu vöktu hörð viðbrögð víða um heim, eftir að eldur kviknaði í einni byggingu versins í nótt. 4. mars 2022 06:29 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Valgeir Magnússon stjórnarformaður auglýsingastofunnar segir hugmyndina hafa kviknað þegar hann var í heimsókn hjá vini sínum Sveini Rúnari Sigurðssyni lækni. Tvær úkraínskar konur og þrjú börn dvelja á heimili Sveins og Maríu Vygovsku eftir flótta frá Úkraínu hvar feðurnir urðu eftir vegna herkvaðningar. Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir hitti fólkið við komuna til Íslands aðfaranótt fimmtudags eftir langt og strangt ferðalag frá Úkraínu. „Við eigum geggjaðan sal sem stendur auður á kvöldin. Við ætlum að hafa opið frá 18 til 20 alla virku daga á næstunni og reyna að búa til samkomustað fyrir fólk frá Úkraínu,“ segir Valgeir. Þar geti fólk mætt með börnin sín, farið yfir málin og talað sig í gegnum tilfinningar sínar, hvert við annað eins og Valgeir kemst að orði. „Að þau hafi einhvern griðastað.“ Hann hvetur Úkraínufólk og aðstandendur til að mæta. Hann segist hafa rætt við ýmsa aðila varðandi að útvega mat. KFC ætli að ríða á vaðið í kvöld og segist Valgeir eiga von á hátt í hundrað manns. Svo sé von á því að fólki fjölgi mjög hratt næstu daga og vikur. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra virkjaði í gær 44. grein útlendingalaga sem kveður á um sameiginlega vernd vegna fjöldaflótta fólks frá ákveðnum svæðum. Fólk frá Úkraínu fær sjálfkrafa vernd hér á landi eftir breytinguna, og þarf ekki að fara í gegnum umsóknarferli. Dómsmálaráðherra kynnti þessa ákvörðun fyrir ríkisstjórninni á fundi hennar í morgun. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra útskýrði þessa breytingu í samtali við fréttastofu í morgun. Valgeir segir að hausinn hafi farið á fullt í heimsókn sinni til Sveins og fjölskyldu í gær. Þar hafi líka safnast upp ýmis leikföng fyrir börn og Valgeir býður upp á að leikföngin berist auglýsingastofunni. Þá geti börnin valið sér leikföng í kvöldverðartímanum.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hjálparstarf Reykjavík Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Frá Kænugarði til Íslands: „Við erum enn hrædd“ Það voru miklir fagnaðarfundir í Leifsstöð í nótt þegar tvær úkraínskar konur og börnin þeirra þrjú komu til landsins eftir vikulangt ferðalag frá Kænugarði í Úkraínu. Eiginmenn kvennanna beggja komust ekki út úr Úkraínu og hafa nú tekið upp vopn til að berjast gegn innrásarhernum. 3. mars 2022 19:00 Vaktin: Ætla ekki að setja á flugbann og spá enn verra ástandi í Úkraínu Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að fylgjast með og flytja fréttir af þróun mála í Úkraínu. Árásir Rússa á stærsta kjarnorkuver Evrópu vöktu hörð viðbrögð víða um heim, eftir að eldur kviknaði í einni byggingu versins í nótt. 4. mars 2022 06:29 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Frá Kænugarði til Íslands: „Við erum enn hrædd“ Það voru miklir fagnaðarfundir í Leifsstöð í nótt þegar tvær úkraínskar konur og börnin þeirra þrjú komu til landsins eftir vikulangt ferðalag frá Kænugarði í Úkraínu. Eiginmenn kvennanna beggja komust ekki út úr Úkraínu og hafa nú tekið upp vopn til að berjast gegn innrásarhernum. 3. mars 2022 19:00
Vaktin: Ætla ekki að setja á flugbann og spá enn verra ástandi í Úkraínu Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að fylgjast með og flytja fréttir af þróun mála í Úkraínu. Árásir Rússa á stærsta kjarnorkuver Evrópu vöktu hörð viðbrögð víða um heim, eftir að eldur kviknaði í einni byggingu versins í nótt. 4. mars 2022 06:29
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent