Elín Metta segir rangt að hún sé hætt Sindri Sverrisson skrifar 4. mars 2022 13:32 Elín Metta Jensen, til hægri á mynd, með hönd á Íslandsmeistarabikarnum sem hún landaði með Val á síðustu leiktíð. vísir/hulda margrét Landsliðskonan Elín Metta Jensen segir ekki rétt að hún sé hætt í fótbolta. Hún vill að öðru leyti ekki tjá sig um sögusagnir þess efnis að svo stöddu. Í nýjasta hlaðvarpsþætti Dr. Football var það fullyrt að Elín Metta hefði lagt skóna á hilluna samkvæmt heimildum þáttarins. Besti leikmaður Bestu deildar kvenna er hætt samkvæmt heimildum Dr. Football. Enski boltinn og Barca fyrirferðamiklir í þætti dagsins.https://t.co/JOzIdK99pM— Dr. Football Podcast (@drfootballpod) March 4, 2022 „Stutta svarið er nei, ég er ekki hætt í fótbolta,“ sagði Elín Metta þegar Vísir bar þetta undir hana en vildi ekki svara frekari spurningum. Elín Metta, sem samhliða fótboltanum hefur verið í læknisnámi, er samningsbundin Val út þessa leiktíð. Hún hefur verið einn albesti leikmaður efstu deildar hér á landi, Bestu deildarinnar eins og hún heitir nú, og er í 10. sæti yfir flest mörk skoruð frá upphafi í deildinni, með 125 mörk í 167 leikjum. Meiddist þegar Valur varð Íslandsmeistari Elín Metta, sem er nýorðin 27 ára gömul, er jafnframt í 10. sæti yfir flest mörk skoruð fyrir íslenska landsliðið en hún hefur gert 16 mörk í 58 A-landsleikjum. Íslenska landsliðið leikur í lokakeppni EM í sumar og á fyrir höndum mikilvæga leiki í undankeppni HM í apríl. Elín Metta kom inn á í þremur leikjum í Reykjavíkurmótinu nú í vetur en var ekki með Val gegn Þrótti á þriðjudaginn í fyrsta leik í Lengjubikarnum. Síðustu leiktíð hjá Elínu Mettu lauk fyrr en ella vegna meiðsla, eða 25. ágúst, þegar Valur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Tindastóli þar sem hún skoraði eitt markanna. Í þeim leik meiddist hún í hné, eftir að hafa glímt við kálfameiðsli um tíma skömmu áður. Besta deild kvenna Valur EM 2021 í Englandi Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira
Í nýjasta hlaðvarpsþætti Dr. Football var það fullyrt að Elín Metta hefði lagt skóna á hilluna samkvæmt heimildum þáttarins. Besti leikmaður Bestu deildar kvenna er hætt samkvæmt heimildum Dr. Football. Enski boltinn og Barca fyrirferðamiklir í þætti dagsins.https://t.co/JOzIdK99pM— Dr. Football Podcast (@drfootballpod) March 4, 2022 „Stutta svarið er nei, ég er ekki hætt í fótbolta,“ sagði Elín Metta þegar Vísir bar þetta undir hana en vildi ekki svara frekari spurningum. Elín Metta, sem samhliða fótboltanum hefur verið í læknisnámi, er samningsbundin Val út þessa leiktíð. Hún hefur verið einn albesti leikmaður efstu deildar hér á landi, Bestu deildarinnar eins og hún heitir nú, og er í 10. sæti yfir flest mörk skoruð frá upphafi í deildinni, með 125 mörk í 167 leikjum. Meiddist þegar Valur varð Íslandsmeistari Elín Metta, sem er nýorðin 27 ára gömul, er jafnframt í 10. sæti yfir flest mörk skoruð fyrir íslenska landsliðið en hún hefur gert 16 mörk í 58 A-landsleikjum. Íslenska landsliðið leikur í lokakeppni EM í sumar og á fyrir höndum mikilvæga leiki í undankeppni HM í apríl. Elín Metta kom inn á í þremur leikjum í Reykjavíkurmótinu nú í vetur en var ekki með Val gegn Þrótti á þriðjudaginn í fyrsta leik í Lengjubikarnum. Síðustu leiktíð hjá Elínu Mettu lauk fyrr en ella vegna meiðsla, eða 25. ágúst, þegar Valur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Tindastóli þar sem hún skoraði eitt markanna. Í þeim leik meiddist hún í hné, eftir að hafa glímt við kálfameiðsli um tíma skömmu áður.
Besta deild kvenna Valur EM 2021 í Englandi Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira