Byggjum áfram á traustum grunni Almar Guðmundsson skrifar 4. mars 2022 16:01 Ég er fyrst og fremst Garðbæingur, stoltur Garðbæingur. Ég hef búið hérna meira og minna síðan ég var 2ja ára gamall og hér höfum við fjölskyldan komið okkur vel fyrir. Fyrir átta árum tók ég sæti í bæjarstjórn Garðabæjar. Þessi ár hafa verið skemmtileg og kennt mér margt. Ég er hreykinn af því sem við Sjálfstæðismenn höfum áorkað fyrir bæinn okkar á þessum kjörtímabilum. Stjórnmál eru liðsíþrótt og bæjarfulltrúar Sjálfstæðismanna hafa unnið mjög vel saman undir styrkri forystu fráfarandi bæjarstjóra. Það er ekki annað hægt en að horfa björtum augum til framtíðar. Fjárhagsstaðan er sterk, ánægja með þjónustu bæjarins mælist mikil og það er eftirspurn eftir því að búa í bænum okkar. Sú sterka staða sem við Garðbæingar búum við varð hins vegar ekki til af sjálfu sér. Við getum átt á hættu að missa frá okkur þá stöðu ef við tökum henni sem sjálfsögðum hlut. Garðabær í sókn Ég er stoltur af því sem mér hefur verið treyst fyrir á tíma mínum í bæjarstjórn. Ég hef fundið mig vel í bæjarmálunum. Sú reynslu byggir að sjálfsögðu ofan á aðra reynslu sem ég hef viðað að mér úr ólíkum áttum. Á ég hér bæði við félagsstörf á vettvangi knattspyrnudeildar Stjörnunnar þar sem ég gegndi formennsku um sjö ára skeið sem og reynslu minnar úr atvinnulífinu. Ég er spenntur fyrir því hlutverki að leiða Sjálfstæðismenn í Garðabæ á komandi kjörtímabili. Það er gnótt tækifæra í Garðabæ sem hefur vaxið einna hraðast stærstu sveitarfélaga landsins síðustu ár. Við stefnum að því að halda áfram uppbyggingu með það að leiðarljósi að mæta þörfum ólíkra hópa og leyfa hverju svæði að njóta sinnar sérstöðu. Þannig byggjum við áfram á traustum grunni. Uppbygging í Garðabæ, bæði á nýjum svæðum og svæðinu í kringum Garðatorg hefur haft afar jákvæð áhrif á mannlíf í bænum. Það eru ekki mörg ár síðan Garðabær var talinn vera dæmigerður svefnbær en það orðspor höfum við svo sannarlega rekið af okkur. Hingað hafa leitað spennandi verslanir, þjónusta og aukin menningarstarfsemi. Dregið hefur úr aðgreiningu milli svæða fyrir íbúabyggð annars vegar og atvinnustarfsemi hins vegar. Þessi þróun, í bland við áherslur á sviði heilsu, íþrótta og hreyfingar eru meðal þess sem býr til gott samfélag þar sem fólki líður vel. Ég er klár í slaginn! Í prófkjöri okkar Sjálfstæðismanna hafa gefið kost á sér 17 öflugir frambjóðendur. Sá áhugi er gleðiefni fyrir bæjarfélagið okkar. Ég er tilbúinn til að leiða þann kraftmikla hóp sem prófkjörið mun skila okkur til sigurs í sveitarstjórnarkosningunum þann 14. maí næstkomandi. Ég óska því eftir stuðning ykkar í forystusæti listans í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Garðabæ laugardaginn 5. mars. Ég er klár í slaginn! Höfundur er bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri, sem sækist eftir 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ 5. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er fyrst og fremst Garðbæingur, stoltur Garðbæingur. Ég hef búið hérna meira og minna síðan ég var 2ja ára gamall og hér höfum við fjölskyldan komið okkur vel fyrir. Fyrir átta árum tók ég sæti í bæjarstjórn Garðabæjar. Þessi ár hafa verið skemmtileg og kennt mér margt. Ég er hreykinn af því sem við Sjálfstæðismenn höfum áorkað fyrir bæinn okkar á þessum kjörtímabilum. Stjórnmál eru liðsíþrótt og bæjarfulltrúar Sjálfstæðismanna hafa unnið mjög vel saman undir styrkri forystu fráfarandi bæjarstjóra. Það er ekki annað hægt en að horfa björtum augum til framtíðar. Fjárhagsstaðan er sterk, ánægja með þjónustu bæjarins mælist mikil og það er eftirspurn eftir því að búa í bænum okkar. Sú sterka staða sem við Garðbæingar búum við varð hins vegar ekki til af sjálfu sér. Við getum átt á hættu að missa frá okkur þá stöðu ef við tökum henni sem sjálfsögðum hlut. Garðabær í sókn Ég er stoltur af því sem mér hefur verið treyst fyrir á tíma mínum í bæjarstjórn. Ég hef fundið mig vel í bæjarmálunum. Sú reynslu byggir að sjálfsögðu ofan á aðra reynslu sem ég hef viðað að mér úr ólíkum áttum. Á ég hér bæði við félagsstörf á vettvangi knattspyrnudeildar Stjörnunnar þar sem ég gegndi formennsku um sjö ára skeið sem og reynslu minnar úr atvinnulífinu. Ég er spenntur fyrir því hlutverki að leiða Sjálfstæðismenn í Garðabæ á komandi kjörtímabili. Það er gnótt tækifæra í Garðabæ sem hefur vaxið einna hraðast stærstu sveitarfélaga landsins síðustu ár. Við stefnum að því að halda áfram uppbyggingu með það að leiðarljósi að mæta þörfum ólíkra hópa og leyfa hverju svæði að njóta sinnar sérstöðu. Þannig byggjum við áfram á traustum grunni. Uppbygging í Garðabæ, bæði á nýjum svæðum og svæðinu í kringum Garðatorg hefur haft afar jákvæð áhrif á mannlíf í bænum. Það eru ekki mörg ár síðan Garðabær var talinn vera dæmigerður svefnbær en það orðspor höfum við svo sannarlega rekið af okkur. Hingað hafa leitað spennandi verslanir, þjónusta og aukin menningarstarfsemi. Dregið hefur úr aðgreiningu milli svæða fyrir íbúabyggð annars vegar og atvinnustarfsemi hins vegar. Þessi þróun, í bland við áherslur á sviði heilsu, íþrótta og hreyfingar eru meðal þess sem býr til gott samfélag þar sem fólki líður vel. Ég er klár í slaginn! Í prófkjöri okkar Sjálfstæðismanna hafa gefið kost á sér 17 öflugir frambjóðendur. Sá áhugi er gleðiefni fyrir bæjarfélagið okkar. Ég er tilbúinn til að leiða þann kraftmikla hóp sem prófkjörið mun skila okkur til sigurs í sveitarstjórnarkosningunum þann 14. maí næstkomandi. Ég óska því eftir stuðning ykkar í forystusæti listans í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Garðabæ laugardaginn 5. mars. Ég er klár í slaginn! Höfundur er bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri, sem sækist eftir 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ 5. mars.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun