Börn taka umræðuna inn á sig Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. mars 2022 19:59 Steinunn Anna Sigurjónsdóttir sálfræðingur hjá Litlu kvíðameðferðarstöðinni segir mikilvægt að ræða stríðið við börnin. Vísir/Egill Stríðið í Úkraínu hvílir þungt á sumum börnum hér á landi en sum reyna að hugsa sem minnst um það. Sálfræðingur segir að foreldrar geti með sinni hegðun haft áhrif á hversu mikið börnin taki stríðið og afleiðingarnar af því inn á sig. Barnaþing stóð yfir í gær og í dag í Hörpu. Á meðal þess sem börnin sem sátu þingið gerðu í dag var að ræða jafnrétti, mannréttindi og flóttafólk. Líkt og mörgum er sumum börnum stríðið í Úkraínu hugleikið. „Mér finnst það bara hræðilegt og já þetta ætti ekki að vera svona,“ segir Þórey María Kolbeinsdóttir. Þá hefur hún líka áhyggjur af því hvað gerist ef stríðið breiðist út. Viðja Karen Vignisdóttir tekur í sama streng og segir að hún reyni að hugsa sem minnst út í stríðið. „Það hræðir mig bara hugmyndin af þessu öllu og ég hef miklar áhyggjur af bara börnum sem eru kannski að missa foreldra sína út af stríðinu,“ segir Viðja. Viðja og Þórey sátu báðar Barnaþingið og segjast finna til með jafnöldrum sínum í Úkraínu.Vísir/Egill Foreldrar velta því nú margir hverjir fyrir sér hvernig best sé að ræða stríðið við börn sín. Sálfræðingur segir mismunandi nálgun henta börnum á ólíkum aldri og þau hafi líka mismikla þörf fyrir að ræða stríðið. „Það er kannski aðallega að byrja bara á að hlusta á þau og spyrja hvort að þau hafi einhverjar áhyggjur og hvort þau hafi einhverjar spurningar og við reynum oft að halda okkur bara svolítið við það sem þau eru sjálf að velta fyrir sér og það er ekki alltaf það sem við höfðum ímyndað okkur fyrir fram,“ segir Steinunn Anna Sigurjónsdóttir sálfræðingur hjá Litlu kvíðameðferðarstöðinni. Þá sé mikilvægt að hughreysta börnin með það sem hægt er og líka að láta börnin finna og vita að það sé fullorðið fólk sem sé að sinna þessu. „Svo er líka alveg gott að hafa í huga að börn eru rosa mikið í núinu sem er bara yfirleitt bara frábært. Þannig að sko þau geta haft rosalegar áhyggjur af þessu og verið mikið að velta þessu fyrir sér og kannski tíu mínútum seinna þá eru þau bara hress og eru bara að gera eitthvað annað og það er líka bara eðlilegt. Þannig að hérna við erum ekkert að halda þessu að þeim. Það er allt í lagi að reyna svolítið að stýra. Vera ekki endalaust með fréttir í gangi. Að fylgjast aðeins með hvernig við erum að ræða þetta heima. Erum við með rosa dramatískan áhyggjutón. Er rosa þungt yfir okkur þegar við erum að ræða þetta. Við erum svolítið að gefa til kynna með okkar, bæði hvað við segjum og hvernig við segjum það, hversu djúpt þau eiga að vera að taka þetta inn á sig.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Börn og uppeldi Tengdar fréttir Börnin hætt að stunda áhugamálin af ótta við að smita mömmu Kona, sem er með tvo taugasjúkdóma og á ónæmisbælandi krabbameinslyfjum, segist vera komin með nóg af því að hagsmunir fólks í áhættuhópum séu hundsaðir. Hún óttast að smitist hún af kórónuveirunni muni hún deyja. 4. febrúar 2022 07:09 Algengt að börn séu hrædd og kvíðin fyrir sýnatökur og bólusetningar Mikilvægt er að undirbúa börn vel fyrir sýnatökur og bólusetningar því algengt eru að þau verið hrædd og kvíði því að þurfa jafnvel að fara aftur, að sögn barnasálfræðings. Þá geti sóttkví sömuleiðis haft andleg áhrif á börnin. 12. janúar 2022 20:01 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Barnaþing stóð yfir í gær og í dag í Hörpu. Á meðal þess sem börnin sem sátu þingið gerðu í dag var að ræða jafnrétti, mannréttindi og flóttafólk. Líkt og mörgum er sumum börnum stríðið í Úkraínu hugleikið. „Mér finnst það bara hræðilegt og já þetta ætti ekki að vera svona,“ segir Þórey María Kolbeinsdóttir. Þá hefur hún líka áhyggjur af því hvað gerist ef stríðið breiðist út. Viðja Karen Vignisdóttir tekur í sama streng og segir að hún reyni að hugsa sem minnst út í stríðið. „Það hræðir mig bara hugmyndin af þessu öllu og ég hef miklar áhyggjur af bara börnum sem eru kannski að missa foreldra sína út af stríðinu,“ segir Viðja. Viðja og Þórey sátu báðar Barnaþingið og segjast finna til með jafnöldrum sínum í Úkraínu.Vísir/Egill Foreldrar velta því nú margir hverjir fyrir sér hvernig best sé að ræða stríðið við börn sín. Sálfræðingur segir mismunandi nálgun henta börnum á ólíkum aldri og þau hafi líka mismikla þörf fyrir að ræða stríðið. „Það er kannski aðallega að byrja bara á að hlusta á þau og spyrja hvort að þau hafi einhverjar áhyggjur og hvort þau hafi einhverjar spurningar og við reynum oft að halda okkur bara svolítið við það sem þau eru sjálf að velta fyrir sér og það er ekki alltaf það sem við höfðum ímyndað okkur fyrir fram,“ segir Steinunn Anna Sigurjónsdóttir sálfræðingur hjá Litlu kvíðameðferðarstöðinni. Þá sé mikilvægt að hughreysta börnin með það sem hægt er og líka að láta börnin finna og vita að það sé fullorðið fólk sem sé að sinna þessu. „Svo er líka alveg gott að hafa í huga að börn eru rosa mikið í núinu sem er bara yfirleitt bara frábært. Þannig að sko þau geta haft rosalegar áhyggjur af þessu og verið mikið að velta þessu fyrir sér og kannski tíu mínútum seinna þá eru þau bara hress og eru bara að gera eitthvað annað og það er líka bara eðlilegt. Þannig að hérna við erum ekkert að halda þessu að þeim. Það er allt í lagi að reyna svolítið að stýra. Vera ekki endalaust með fréttir í gangi. Að fylgjast aðeins með hvernig við erum að ræða þetta heima. Erum við með rosa dramatískan áhyggjutón. Er rosa þungt yfir okkur þegar við erum að ræða þetta. Við erum svolítið að gefa til kynna með okkar, bæði hvað við segjum og hvernig við segjum það, hversu djúpt þau eiga að vera að taka þetta inn á sig.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Börn og uppeldi Tengdar fréttir Börnin hætt að stunda áhugamálin af ótta við að smita mömmu Kona, sem er með tvo taugasjúkdóma og á ónæmisbælandi krabbameinslyfjum, segist vera komin með nóg af því að hagsmunir fólks í áhættuhópum séu hundsaðir. Hún óttast að smitist hún af kórónuveirunni muni hún deyja. 4. febrúar 2022 07:09 Algengt að börn séu hrædd og kvíðin fyrir sýnatökur og bólusetningar Mikilvægt er að undirbúa börn vel fyrir sýnatökur og bólusetningar því algengt eru að þau verið hrædd og kvíði því að þurfa jafnvel að fara aftur, að sögn barnasálfræðings. Þá geti sóttkví sömuleiðis haft andleg áhrif á börnin. 12. janúar 2022 20:01 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Börnin hætt að stunda áhugamálin af ótta við að smita mömmu Kona, sem er með tvo taugasjúkdóma og á ónæmisbælandi krabbameinslyfjum, segist vera komin með nóg af því að hagsmunir fólks í áhættuhópum séu hundsaðir. Hún óttast að smitist hún af kórónuveirunni muni hún deyja. 4. febrúar 2022 07:09
Algengt að börn séu hrædd og kvíðin fyrir sýnatökur og bólusetningar Mikilvægt er að undirbúa börn vel fyrir sýnatökur og bólusetningar því algengt eru að þau verið hrædd og kvíði því að þurfa jafnvel að fara aftur, að sögn barnasálfræðings. Þá geti sóttkví sömuleiðis haft andleg áhrif á börnin. 12. janúar 2022 20:01