Á sjötta tug flóttamanna kominn til landsins og búist við 1000 til 1500 í heildina Árni Sæberg skrifar 5. mars 2022 16:37 Olga Hrytsajenko (t.v.) og Olga Vygovska (t.h.) og börn þeirra Nikita, Tima og Stefaniu eru meðal þeirra 56 flóttamanna sem komir eru hingfað til lands frá Úkraínu. Vísir/Egill Á þeim tíu dögum sem liðnir eru frá innrás Rússa í Úkraínu hafa 56 einstaklingar með tengsl við Úkraínu sótt um vernd hér á landi. Landamærasvið ríkislögreglustjóra býr sig undir komu um eitt þúsund til fimmtán hundruð flóttamanna. Þetta segir Jón Pétur Jónsson, sviðsstjóri landamærasviðs ríkislögreglustjóra, í samtali við Vísi. Hann segir um tvo þriðju hluta flóttamannanna frá Úkraínu hafa fengið húsaskjól hjá vinum og ættingjum sem þegar eru hér á landi. Aðrir fá aðstoð Útlendingastofnunar við að finna húsnæði. Filippo Grandi, yfirmaður flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna segir þá sem þegar hafa flúið Úkraínu flesta fara til ættingja og vina sem þegar búi í Evrópu utan Úkraínu. Hann varar þó við að staðan gæti flækst þegar fleiri flóttamenn streyma frá Úkraínu. Megi segja sem svo að landamærin séu opin Jón Pétur segir að virkjun 44. greinar útlendingalaga þýði að landamæri Íslands séu opnari en ella Úkraínumönnum. Forsætisráðherra sagði í gær að virkjunin þýddi að landamærin væru galopin. Jón Pétur segir þó að virkjunin hafi ekki jafnmikil áhrif og virðist í fyrstu sín. Langflestir flóttamenn komi frá löndum innan Schengen-svæðisins og því fari þeir ekki í gegnum strangt landamæraeftirlit hvort sem er. Enda er ekkert áætlunarflug frá Úkraínu. Nokkur dæmi séu þó um að fólk komi frá Bretlandi og þá hafi 44. grein áhrif enda eru Bretar ekki í Schengen. Þá feli breytingin í sér ákveðna einföldun á kerfinu, til að mynda dugar flóttamönnum frá Úkraínu að framvísa kennitöluvottorðum en ekki lífkennavegabréfi líkt og áður. „Tilgangurinn er náttúrulega að auðvelda fólki að flýja erfiðar aðstæður sem eru þarna og komast í öruggt skjól. Við tökum fullan þátt í því,“ segir Jón Pétur. Erfitt að ráða í heildarfjöldann Jón Pétur segir erfitt að áætla hversu margir flóttamenn muni koma hingað til lands frá Úkraínu í heildina. „Við höfum áætlað að þetta kunni að vera milli þúsund og fimmtán hundruð einstaklingar sem koma til Íslands á næstu vikum og mánuðum. Það er það sem við erum að horfa til, hvort það rætist er auðvitað erfitt að spá,“ segir hann. „Við, eins og aðrar þjóðir, stöndum frammi fyrir miklum áskorunum og við þurfum náttúrulega að finna leiðir til að mæta þeim. Ekki bara viðbragðskerfið heldur við sem þjóð sem heild. Eins og aðrar þjóðir í Evrópu,“ segir Jón Pétur Jónsson, sviðsstjóri landamærasviðs ríkislögreglustjóra, að lokum. Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Þetta segir Jón Pétur Jónsson, sviðsstjóri landamærasviðs ríkislögreglustjóra, í samtali við Vísi. Hann segir um tvo þriðju hluta flóttamannanna frá Úkraínu hafa fengið húsaskjól hjá vinum og ættingjum sem þegar eru hér á landi. Aðrir fá aðstoð Útlendingastofnunar við að finna húsnæði. Filippo Grandi, yfirmaður flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna segir þá sem þegar hafa flúið Úkraínu flesta fara til ættingja og vina sem þegar búi í Evrópu utan Úkraínu. Hann varar þó við að staðan gæti flækst þegar fleiri flóttamenn streyma frá Úkraínu. Megi segja sem svo að landamærin séu opin Jón Pétur segir að virkjun 44. greinar útlendingalaga þýði að landamæri Íslands séu opnari en ella Úkraínumönnum. Forsætisráðherra sagði í gær að virkjunin þýddi að landamærin væru galopin. Jón Pétur segir þó að virkjunin hafi ekki jafnmikil áhrif og virðist í fyrstu sín. Langflestir flóttamenn komi frá löndum innan Schengen-svæðisins og því fari þeir ekki í gegnum strangt landamæraeftirlit hvort sem er. Enda er ekkert áætlunarflug frá Úkraínu. Nokkur dæmi séu þó um að fólk komi frá Bretlandi og þá hafi 44. grein áhrif enda eru Bretar ekki í Schengen. Þá feli breytingin í sér ákveðna einföldun á kerfinu, til að mynda dugar flóttamönnum frá Úkraínu að framvísa kennitöluvottorðum en ekki lífkennavegabréfi líkt og áður. „Tilgangurinn er náttúrulega að auðvelda fólki að flýja erfiðar aðstæður sem eru þarna og komast í öruggt skjól. Við tökum fullan þátt í því,“ segir Jón Pétur. Erfitt að ráða í heildarfjöldann Jón Pétur segir erfitt að áætla hversu margir flóttamenn muni koma hingað til lands frá Úkraínu í heildina. „Við höfum áætlað að þetta kunni að vera milli þúsund og fimmtán hundruð einstaklingar sem koma til Íslands á næstu vikum og mánuðum. Það er það sem við erum að horfa til, hvort það rætist er auðvitað erfitt að spá,“ segir hann. „Við, eins og aðrar þjóðir, stöndum frammi fyrir miklum áskorunum og við þurfum náttúrulega að finna leiðir til að mæta þeim. Ekki bara viðbragðskerfið heldur við sem þjóð sem heild. Eins og aðrar þjóðir í Evrópu,“ segir Jón Pétur Jónsson, sviðsstjóri landamærasviðs ríkislögreglustjóra, að lokum.
Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira