Roland slapp frá Úkraínu | „Pútín er fasisti“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. mars 2022 19:15 Roland Eradze kom til Íslands á föstudaginn eftir átta daga ferðalag frá Úkraínu. Stöð 2 Roland Eradze, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Íslands og núverandi aðstoðarþjálfari úkraínska meistaraliðsins HC Motor, kom til Íslands frá Úkraínu á föstudaginn eftir átta daga ferðalag frá borginni Zaporizhzhia. Hann ræddi við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis um átökin og ferðalagið. „Þetta voru hættulegar aðstæður. Það var búið að loka fyrir flugumferð svo við fórum aftur til Kænugarðs. Það trúði því enginn að Rússar myndu varpa sprengjum á borgina en það gerðist samt,“ sagði Roland um ferðalagið en hann og lærisveinar hans höfðu spilað við Kielce í Póllandi þann 23. febrúar, degi áður en innrás Rússa hófst. „Ég fæ símtal frá mömmu þar sem hún segir mér að heyra í pabba því það er stríð í Úkraínu,“ sagði dóttir Rolands, landsliðskonan Mariam Eradze. „Ég fann fyrir svitanum og panikkinu og ég man að þessa nótt vaknaði ég held ég á klukkutíma fresti bara til að athuga hvort að það væri verið að sprengja einhversstaðar þarna nálægt.“ Ferðalagið frá Úkraínu erfitt og hættulegt „Þetta var hættulegt. Mjög hættulegt,“ sagði Roland. „Við stóðum í röð í níu tíma þar sem við gátum ekki hreyft okkur til hægri eða vinstri. Tókum bara eitt skref áfram og þurftum svo að bíða meira. Þetta var mjög erfitt.“ „Það var fullt af sjálfboðaliðum sem komu með mat og drykki fyrir fólk og hjálpaði okkur mikið. En þetta var mjög erfitt og mikið af börnum og konum með börn. Mikið um grátur og óróa.“ Reynir að leiða hugann frá því hvað gæti orðið um leikmennina „Við eru meira en bara lið. Við erum eins og fjölskylda. Við erum saman í sex tíma á dag á hverjum degi og ég þekki fjölskyldur allra leikmannana. Við erum mjög nánir. Núna þarf ég að hugsa um hvað gæti komið fyrir þessa stráka. Ég vil ekki hugsa um það. Ég vona bara að við fáum frið.“ Roland hefur búið víðsvegar um Evrópu á sínum handboltaferli, en þetta er þriðja stríðið sem hann upplifir á eigin skinni. „Þegar ég var í Júgóslavíu þá voru þeir bara að sprengja upp herstöðvar. En núna er verið að sprengja upp hvað sem er. Þeir eru eins og villimenn. Pútín er fasisti. Hann er fasisti. Hann er nasisti,“ sagði Roland Eradze reiður. Viðtalið við Roland og Mariam í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Roland Eradze viðtal Handbolti Sportpakkinn Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira
„Þetta voru hættulegar aðstæður. Það var búið að loka fyrir flugumferð svo við fórum aftur til Kænugarðs. Það trúði því enginn að Rússar myndu varpa sprengjum á borgina en það gerðist samt,“ sagði Roland um ferðalagið en hann og lærisveinar hans höfðu spilað við Kielce í Póllandi þann 23. febrúar, degi áður en innrás Rússa hófst. „Ég fæ símtal frá mömmu þar sem hún segir mér að heyra í pabba því það er stríð í Úkraínu,“ sagði dóttir Rolands, landsliðskonan Mariam Eradze. „Ég fann fyrir svitanum og panikkinu og ég man að þessa nótt vaknaði ég held ég á klukkutíma fresti bara til að athuga hvort að það væri verið að sprengja einhversstaðar þarna nálægt.“ Ferðalagið frá Úkraínu erfitt og hættulegt „Þetta var hættulegt. Mjög hættulegt,“ sagði Roland. „Við stóðum í röð í níu tíma þar sem við gátum ekki hreyft okkur til hægri eða vinstri. Tókum bara eitt skref áfram og þurftum svo að bíða meira. Þetta var mjög erfitt.“ „Það var fullt af sjálfboðaliðum sem komu með mat og drykki fyrir fólk og hjálpaði okkur mikið. En þetta var mjög erfitt og mikið af börnum og konum með börn. Mikið um grátur og óróa.“ Reynir að leiða hugann frá því hvað gæti orðið um leikmennina „Við eru meira en bara lið. Við erum eins og fjölskylda. Við erum saman í sex tíma á dag á hverjum degi og ég þekki fjölskyldur allra leikmannana. Við erum mjög nánir. Núna þarf ég að hugsa um hvað gæti komið fyrir þessa stráka. Ég vil ekki hugsa um það. Ég vona bara að við fáum frið.“ Roland hefur búið víðsvegar um Evrópu á sínum handboltaferli, en þetta er þriðja stríðið sem hann upplifir á eigin skinni. „Þegar ég var í Júgóslavíu þá voru þeir bara að sprengja upp herstöðvar. En núna er verið að sprengja upp hvað sem er. Þeir eru eins og villimenn. Pútín er fasisti. Hann er fasisti. Hann er nasisti,“ sagði Roland Eradze reiður. Viðtalið við Roland og Mariam í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Roland Eradze viðtal
Handbolti Sportpakkinn Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira