Hataði menninguna í bandaríska kvennalandsliðnu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2022 09:01 Þrír leiðtogar bandaríska landsliðsins undanfarin á á blaðamannafundi en það eru þær Carli Lloyd, Megan Rapinoe, og Alex Morgan. EPA-EFE/JUSTIN LANE Einn besti leikmaður bandaríska kvennalandsliðsins í fótbolta til margra ára lagði nýverið landsliðsskóna á hilluna og hún ber menningunni í besta liði heims ekki góða sögu. Leikmaðurinn sem um ræðir er Carli Lloyd sem er önnur leikjahæsta og þriðja markahæsta landsliðskona Bandaríkjanna frá upphafi. Lloyd var gestur í hlaðvarpsþætti Hope Solo og fór þar meðal annars yfir síðustu árin sín í landsliðinu. American Soccer Stars Trash The 'Culture' Of The USWNT With Blunt Comments https://t.co/ZRRZl3N8a1— Daily Caller (@DailyCaller) March 6, 2022 Bandaríska landsliðið varð heimsmeistari fyrir þremur árum en hefur einnig staðið í mikilli réttindabaráttu utan vallar undanfarin ár. Lloyd sagði hreint út að hún hefði hatað það að spila með landsliðinu síðustu árin og þá aðallega vegna slæms anda í búningsklefanum. „Innan okkar liðs þá hafði menningin breyst. Það var virkilega erfitt og krefjandi að spila þessi síðustu ár. Ef ég segi alveg eins og er þá hataði ég það,“ sagði Carli Lloyd. „Það var ekki gaman að koma til móts við hópinn og þetta snerist bara um ást mína á leiknum hjá mér. Ég vildi vinna og ég vildi hjálpa liðinu en menningin innan liðsins var eins slæm og ég hafði séð á mínum ferli,“ sagði Lloyd. Lloyd spilaði í bandaríska landsliðinu frá 2005 til 2021 og var í lykilhlutverki í tveimur Ólympíumeistaraliðum og tveimur heimsmeistaraliðum. Hún spilaði sinn síðasta leik í október síðastliðinn. Former USA captain Carli Lloyd didn't hold back in her recent interview! pic.twitter.com/VUkJUMuskP— 90min (@90min_Football) March 6, 2022 Hope Solo var sjálf í bandaríska landsliðinu í langan tíma og hún tók undir það sem Lloyd var að halda fram. Hún líka var á móti menningunni og pólitíkinni sem var í gangi hjá landsliðinu. „Í hvert skipti sem ég fór til móts við landsliðið þá hataði eiginmaðurinn minn að sjá mig svona leiða. Ég vildi ekki stíga inn í þessa menningu,“ sagði Hope meðal annars. „Ég held að fólk skilji ekki hversu erfitt tilfinningalega og andlega það er. Það er erfitt því ég vildi bara vera atvinnuíþróttamaður. Þú verður samt stundum að spila pólitíska leikinn og samfélagsleikinn líka,“ sagði Hope. Hvorug þeirra fóru þó nánar í þau atvik sem þær voru að vísa til. Here s some of what you can expect on the first episode of Hope Solo Speaks with my first guest, the one and only @CarliLloyd pic.twitter.com/k9EjKMHrxf— Hope Solo (@hopesolo) February 28, 2022 HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik - Shamrock Rovers | Kemur fyrsti sigurinn? Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Sjá meira
Leikmaðurinn sem um ræðir er Carli Lloyd sem er önnur leikjahæsta og þriðja markahæsta landsliðskona Bandaríkjanna frá upphafi. Lloyd var gestur í hlaðvarpsþætti Hope Solo og fór þar meðal annars yfir síðustu árin sín í landsliðinu. American Soccer Stars Trash The 'Culture' Of The USWNT With Blunt Comments https://t.co/ZRRZl3N8a1— Daily Caller (@DailyCaller) March 6, 2022 Bandaríska landsliðið varð heimsmeistari fyrir þremur árum en hefur einnig staðið í mikilli réttindabaráttu utan vallar undanfarin ár. Lloyd sagði hreint út að hún hefði hatað það að spila með landsliðinu síðustu árin og þá aðallega vegna slæms anda í búningsklefanum. „Innan okkar liðs þá hafði menningin breyst. Það var virkilega erfitt og krefjandi að spila þessi síðustu ár. Ef ég segi alveg eins og er þá hataði ég það,“ sagði Carli Lloyd. „Það var ekki gaman að koma til móts við hópinn og þetta snerist bara um ást mína á leiknum hjá mér. Ég vildi vinna og ég vildi hjálpa liðinu en menningin innan liðsins var eins slæm og ég hafði séð á mínum ferli,“ sagði Lloyd. Lloyd spilaði í bandaríska landsliðinu frá 2005 til 2021 og var í lykilhlutverki í tveimur Ólympíumeistaraliðum og tveimur heimsmeistaraliðum. Hún spilaði sinn síðasta leik í október síðastliðinn. Former USA captain Carli Lloyd didn't hold back in her recent interview! pic.twitter.com/VUkJUMuskP— 90min (@90min_Football) March 6, 2022 Hope Solo var sjálf í bandaríska landsliðinu í langan tíma og hún tók undir það sem Lloyd var að halda fram. Hún líka var á móti menningunni og pólitíkinni sem var í gangi hjá landsliðinu. „Í hvert skipti sem ég fór til móts við landsliðið þá hataði eiginmaðurinn minn að sjá mig svona leiða. Ég vildi ekki stíga inn í þessa menningu,“ sagði Hope meðal annars. „Ég held að fólk skilji ekki hversu erfitt tilfinningalega og andlega það er. Það er erfitt því ég vildi bara vera atvinnuíþróttamaður. Þú verður samt stundum að spila pólitíska leikinn og samfélagsleikinn líka,“ sagði Hope. Hvorug þeirra fóru þó nánar í þau atvik sem þær voru að vísa til. Here s some of what you can expect on the first episode of Hope Solo Speaks with my first guest, the one and only @CarliLloyd pic.twitter.com/k9EjKMHrxf— Hope Solo (@hopesolo) February 28, 2022
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik - Shamrock Rovers | Kemur fyrsti sigurinn? Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Sjá meira