Bolvíkingurinn Jakob Valgeir vill sameiningu við Ísafjörð Kristján Már Unnarsson skrifar 7. mars 2022 12:18 Jakob Valgeir Flosason, framkvæmdastjóri Jakobs Valgeirs ehf. Arnar Halldórsson „Ég skil svo sem ekki af hverju menn sameinast ekki Ísafirði. Styrkja byggðarlögin. Vera bara með eitt sveitarfélag á norðanverðum Vestfjörðum,“ segir útgerðarmaðurinn og Bolvíkingurinn Jakob Valgeir Flosason, framkvæmdastjóri Jakobs Valgeirs ehf., stærsta fyrirtækis Bolungarvíkur. Jakob Valgeir lýsir þessari skoðun sinni í þættinum Um land allt, sem sýndur er á Stöð 2 í kvöld, en þetta er seinni þáttur af tveimur um Bolungarvík. Bolungarvíkurgöng voru opnuð haustið 2010.Arnar Halldórsson -Ég held að þú sért fyrsti Bolvíkingurinn sem tekur það í mál að sameinast Ísfirðingum. „Já, já. Ég er margbúinn að segja fólki þetta.“ -Og þeir geta fyrirgefið þér þetta? „Já, já, já. Mér er alveg sama hvað öðrum finnst. Þetta er bara mín skoðun. Það er allt of dýrt að vera að reka öll þessi bæjarfélög. Það væri hægt að spara fullt af peningum. Þetta er innandyra nánast hér á milli, tólf kílómetrar, og helmingurinn innandyra,“ segir Jakob Valgeir. Í gegnum tíðina hafa Bolvíkingar ætið hafnað hverskyns tillögum til sameiningar við Ísfirðinga. Í þættinum heyrum við afstöðu fleiri Bolvíkinga til sameiningar en spyrjum einnig um ríginn sem sagður var svo mikill á milli nágrannanna að þeir hefðu reglulega slegist. Ísfirðingurinn Sigurður Hjartarson flutti til Bolungarvíkur þegar hann kynntist eiginkonu sinni.Arnar Halldórsson „Bolvíkingar fóru inn á Ísafjörð til að berja Ísfirðingana og öfugt. En það er liðin tíð,“ segir Ísfirðingurinn Sigurður Hjartarson, sem segist hafa flutt í Bolungarvík til að kynbæta stofninn með því að ná í konu þaðan. „En þeir voru margir hraustir, Bolvíkingarnir, þannig að það var kannski ekkert álitlegt að fara í þá,“ segir smábátasjómaðurinn Sigurður. Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld, mánudagskvöld, klukkan 19:25. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins: Um land allt Bolungarvík Ísafjarðarbær Byggðamál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Segist finna til ábyrgðar að stýra stærsta fyrirtæki sjávarbyggðar Útgerðarmaðurinn Jakob Valgeir Flosason hefur byggt upp stærsta atvinnufyrirtæki Bolungarvíkur á undanförnum árum með milljarða fjárfestingum í útgerð og fiskvinnslu. Hann segist finna til ábyrgðarinnar og sé ekki á leiðinni í burtu með kvótann. 28. febrúar 2022 23:10 Hjúkrunarfræðingurinn sem elskar að vera sauðfjárbóndi „Ég er sem sagt hjúkrunarfræðingur og vinn hérna á Bergi, hjúkrunarheimilinu. En svo er ég með 130 ær en er í samkrulli með tengdapabba, sem er með 250," segir Svala Björk Einarsdóttir, sem er í hópi fjölmargra sauðfjárbænda í Bolungarvík. 5. mars 2022 15:15 Mjólkurvinnslan Arna sýnir að ekki þarf allt að vera í Reykjavík Mjólkurvinnslan Arna hefur á einum áratug vaxið upp í það að verða næststærsta fyrirtæki Bolungarvíkur, með yfir fjörutíu manns í vinnu. Stofnandinn segir þetta sýna að það þurfi ekki allt að vera í Reykjavík, það sé vel hægt að byggja upp öflugt fyrirtæki úti á landi. 2. mars 2022 22:02 Illviðrin úr Jökulfjörðum brjóta fyrst á húsi Einars „Þegar norðaustanáttin kemur hér úr Jökulfjörðunum þá er fyrsti fasti punkturinn sem hún brýtur á húsið mitt. Maður finnur stundum fyrir þessu en allt er þetta þess virði,“ segir Bolvíkingurinn Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, sem býr í einu ysta húsinu við sjávarbakkann í Bolungarvík. 28. febrúar 2022 12:22 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Jakob Valgeir lýsir þessari skoðun sinni í þættinum Um land allt, sem sýndur er á Stöð 2 í kvöld, en þetta er seinni þáttur af tveimur um Bolungarvík. Bolungarvíkurgöng voru opnuð haustið 2010.Arnar Halldórsson -Ég held að þú sért fyrsti Bolvíkingurinn sem tekur það í mál að sameinast Ísfirðingum. „Já, já. Ég er margbúinn að segja fólki þetta.“ -Og þeir geta fyrirgefið þér þetta? „Já, já, já. Mér er alveg sama hvað öðrum finnst. Þetta er bara mín skoðun. Það er allt of dýrt að vera að reka öll þessi bæjarfélög. Það væri hægt að spara fullt af peningum. Þetta er innandyra nánast hér á milli, tólf kílómetrar, og helmingurinn innandyra,“ segir Jakob Valgeir. Í gegnum tíðina hafa Bolvíkingar ætið hafnað hverskyns tillögum til sameiningar við Ísfirðinga. Í þættinum heyrum við afstöðu fleiri Bolvíkinga til sameiningar en spyrjum einnig um ríginn sem sagður var svo mikill á milli nágrannanna að þeir hefðu reglulega slegist. Ísfirðingurinn Sigurður Hjartarson flutti til Bolungarvíkur þegar hann kynntist eiginkonu sinni.Arnar Halldórsson „Bolvíkingar fóru inn á Ísafjörð til að berja Ísfirðingana og öfugt. En það er liðin tíð,“ segir Ísfirðingurinn Sigurður Hjartarson, sem segist hafa flutt í Bolungarvík til að kynbæta stofninn með því að ná í konu þaðan. „En þeir voru margir hraustir, Bolvíkingarnir, þannig að það var kannski ekkert álitlegt að fara í þá,“ segir smábátasjómaðurinn Sigurður. Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld, mánudagskvöld, klukkan 19:25. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins:
Um land allt Bolungarvík Ísafjarðarbær Byggðamál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Segist finna til ábyrgðar að stýra stærsta fyrirtæki sjávarbyggðar Útgerðarmaðurinn Jakob Valgeir Flosason hefur byggt upp stærsta atvinnufyrirtæki Bolungarvíkur á undanförnum árum með milljarða fjárfestingum í útgerð og fiskvinnslu. Hann segist finna til ábyrgðarinnar og sé ekki á leiðinni í burtu með kvótann. 28. febrúar 2022 23:10 Hjúkrunarfræðingurinn sem elskar að vera sauðfjárbóndi „Ég er sem sagt hjúkrunarfræðingur og vinn hérna á Bergi, hjúkrunarheimilinu. En svo er ég með 130 ær en er í samkrulli með tengdapabba, sem er með 250," segir Svala Björk Einarsdóttir, sem er í hópi fjölmargra sauðfjárbænda í Bolungarvík. 5. mars 2022 15:15 Mjólkurvinnslan Arna sýnir að ekki þarf allt að vera í Reykjavík Mjólkurvinnslan Arna hefur á einum áratug vaxið upp í það að verða næststærsta fyrirtæki Bolungarvíkur, með yfir fjörutíu manns í vinnu. Stofnandinn segir þetta sýna að það þurfi ekki allt að vera í Reykjavík, það sé vel hægt að byggja upp öflugt fyrirtæki úti á landi. 2. mars 2022 22:02 Illviðrin úr Jökulfjörðum brjóta fyrst á húsi Einars „Þegar norðaustanáttin kemur hér úr Jökulfjörðunum þá er fyrsti fasti punkturinn sem hún brýtur á húsið mitt. Maður finnur stundum fyrir þessu en allt er þetta þess virði,“ segir Bolvíkingurinn Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, sem býr í einu ysta húsinu við sjávarbakkann í Bolungarvík. 28. febrúar 2022 12:22 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Segist finna til ábyrgðar að stýra stærsta fyrirtæki sjávarbyggðar Útgerðarmaðurinn Jakob Valgeir Flosason hefur byggt upp stærsta atvinnufyrirtæki Bolungarvíkur á undanförnum árum með milljarða fjárfestingum í útgerð og fiskvinnslu. Hann segist finna til ábyrgðarinnar og sé ekki á leiðinni í burtu með kvótann. 28. febrúar 2022 23:10
Hjúkrunarfræðingurinn sem elskar að vera sauðfjárbóndi „Ég er sem sagt hjúkrunarfræðingur og vinn hérna á Bergi, hjúkrunarheimilinu. En svo er ég með 130 ær en er í samkrulli með tengdapabba, sem er með 250," segir Svala Björk Einarsdóttir, sem er í hópi fjölmargra sauðfjárbænda í Bolungarvík. 5. mars 2022 15:15
Mjólkurvinnslan Arna sýnir að ekki þarf allt að vera í Reykjavík Mjólkurvinnslan Arna hefur á einum áratug vaxið upp í það að verða næststærsta fyrirtæki Bolungarvíkur, með yfir fjörutíu manns í vinnu. Stofnandinn segir þetta sýna að það þurfi ekki allt að vera í Reykjavík, það sé vel hægt að byggja upp öflugt fyrirtæki úti á landi. 2. mars 2022 22:02
Illviðrin úr Jökulfjörðum brjóta fyrst á húsi Einars „Þegar norðaustanáttin kemur hér úr Jökulfjörðunum þá er fyrsti fasti punkturinn sem hún brýtur á húsið mitt. Maður finnur stundum fyrir þessu en allt er þetta þess virði,“ segir Bolvíkingurinn Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, sem býr í einu ysta húsinu við sjávarbakkann í Bolungarvík. 28. febrúar 2022 12:22