Þyngja dóm yfir karlmanni sem ítrekað nauðgaði konu sinni Atli Ísleifsson skrifar 7. mars 2022 15:00 Brotin, sem áttu sér stað á heimili mannsins á Akureyri, voru framin í september 2021. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur þyngt fangelsisdóm yfir manni, sem á síðasta ári var sakfelldur var fyrir nauðgun og stórfellt brot í nánu sambandi, úr fimm ára fangelsi í sjö. Maðurinn er jafnframt dæmdur til að greiða brotaþola, sem er fyrrverandi sambýliskona og barnsmóðir mannsins, fjórar milljónir í miskabætur. Dómurinn féll í Landsrétti á föstudaginn, en var birtur í dag. Brot mannsins áttu sér stað á heimili mannsins á Akureyri í september 2020. Í ákæru segir að maðurinn, sem sé á fertugsaldri, hafi á alvarlegan og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt ógnað heilsu og velferð fyrrverandi sambýliskonu og barnsmóður sinnar, þegar hann þvingaði hana ítrekað yfir daginn til samræðis með því að beita hana ofbeldi og ólögmætri nauðung. Sló hann konuna, tók hana hálstaki í tvígang og þrengdi að öndunarvegi hennar svo hún missti meðvitund, reif í hár hennar og kleip hana, auk þess sem ákærði hætti ekki þótt hún grátbæði hann um það. Árásin stóð yfir í um átta klukkutíma. Í dómi Landsréttar segir að litið hafi verið til þess að háttsemi mannsins hafi verið sérlega gróf og ófyrirleitin, atlaga hans langvinn og að hann ætti sér engar málsbætur. Krafðist ómerkingar Maðurinn áfrýjaði dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra og krafðist ómerkingar á þeim grundvelli að dómari í málinu hafi verið vanhæfur þar sem hann sem hann hafi áður, sem sjálfstæður lögmaður, gætt hagsmuna mannsins í umgengnismáli sem var til meðferðar fyrir um áratug. Landsréttur taldi þær aðstæður sem maðurinn reisti ómerkingarkröfuna á ekki vera þess eðlis að þær væru til þess fallnar að draga mætti í efa óhlutdrægni héraðsdómara. Því var ómerkingarkröfunni hafnað. Auk miskabóta staðfesti Landsréttur að maðurinn skyldi greiða sakarkostnað, um 3,3 milljónir króna, auk áfrýjunarkosnað málsins, um 1,9 milljónir króna. Dómsmál Akureyri Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Fimm ára fangelsi fyrir ítrekaðar nauðganir gegn fyrrverandi sambýliskonu og barnsmóður á Akureyri Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í fimm ára fangelsi fyrir nauðgun og stórfellt brot í nánu sambandi. Brotin, sem eru í áttu sér stað á heimili mannsins á Akureyri, voru framin föstudaginn 18. september á síðasta ári. 8. júní 2021 08:08 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Fleiri fréttir Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Sjá meira
Dómurinn féll í Landsrétti á föstudaginn, en var birtur í dag. Brot mannsins áttu sér stað á heimili mannsins á Akureyri í september 2020. Í ákæru segir að maðurinn, sem sé á fertugsaldri, hafi á alvarlegan og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt ógnað heilsu og velferð fyrrverandi sambýliskonu og barnsmóður sinnar, þegar hann þvingaði hana ítrekað yfir daginn til samræðis með því að beita hana ofbeldi og ólögmætri nauðung. Sló hann konuna, tók hana hálstaki í tvígang og þrengdi að öndunarvegi hennar svo hún missti meðvitund, reif í hár hennar og kleip hana, auk þess sem ákærði hætti ekki þótt hún grátbæði hann um það. Árásin stóð yfir í um átta klukkutíma. Í dómi Landsréttar segir að litið hafi verið til þess að háttsemi mannsins hafi verið sérlega gróf og ófyrirleitin, atlaga hans langvinn og að hann ætti sér engar málsbætur. Krafðist ómerkingar Maðurinn áfrýjaði dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra og krafðist ómerkingar á þeim grundvelli að dómari í málinu hafi verið vanhæfur þar sem hann sem hann hafi áður, sem sjálfstæður lögmaður, gætt hagsmuna mannsins í umgengnismáli sem var til meðferðar fyrir um áratug. Landsréttur taldi þær aðstæður sem maðurinn reisti ómerkingarkröfuna á ekki vera þess eðlis að þær væru til þess fallnar að draga mætti í efa óhlutdrægni héraðsdómara. Því var ómerkingarkröfunni hafnað. Auk miskabóta staðfesti Landsréttur að maðurinn skyldi greiða sakarkostnað, um 3,3 milljónir króna, auk áfrýjunarkosnað málsins, um 1,9 milljónir króna.
Dómsmál Akureyri Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Fimm ára fangelsi fyrir ítrekaðar nauðganir gegn fyrrverandi sambýliskonu og barnsmóður á Akureyri Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í fimm ára fangelsi fyrir nauðgun og stórfellt brot í nánu sambandi. Brotin, sem eru í áttu sér stað á heimili mannsins á Akureyri, voru framin föstudaginn 18. september á síðasta ári. 8. júní 2021 08:08 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Fleiri fréttir Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Sjá meira
Fimm ára fangelsi fyrir ítrekaðar nauðganir gegn fyrrverandi sambýliskonu og barnsmóður á Akureyri Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í fimm ára fangelsi fyrir nauðgun og stórfellt brot í nánu sambandi. Brotin, sem eru í áttu sér stað á heimili mannsins á Akureyri, voru framin föstudaginn 18. september á síðasta ári. 8. júní 2021 08:08