Safna fyrir fatlað fólk í Úkraínu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. mars 2022 17:58 Fatlað fólk í Úkraínu er margt fast, getur ekki flúið og hefur jafnvel verið skilið eftir eitt. Systursamtök Þroskahjálpar í Úkraínu Þroskahjálp, Átak - félag fólks með þroskahömlun, TABÚ og Öryrkjabandalag Íslands hafa sett af stað söfnun fyrir fatlað fólk í Úkraínu. Þau segja fatlað fólk sérstaklega berskjaldað í stríðsátökum og stöðu þess í Úkraínu grafalvarlega. Fram kemur í tilkynningu frá Þroskahjálp um söfnunina að fatlað fólk geti margt ekki flúið stríðið vegna aðstæðna sinna, geti illa orðið sér úti um mat, lyf og aðrar nauðsynjar. Þá aukist líkur á ofbeldi þar að auki, að fatlað fólk verði skilið eftir og að það sé án aðstoðar og stuðnings. Ástandið versni þar dag frá degi og árásir rússneskra stjórnvalda á óbreytta borgara í Úkraínu haldi áfram. Fatlað fólk í sprengjuskýli í Úkraínu.Systursamtök Þroskahjálpar í Úkraínu „Hreyfingarnar, sem allar vinna að réttindum fatlaðs fólks, hafa því sett af stað sameiginlega söfnun til þess að koma fjármagni til fatlaðs fólks og tryggja þeim aðstoð á staðnum. Öll framlög munu renna beint til neyðaraðstoðar fyrir fatlað fólk í Úkraínu, milliliðalaust,“ segir í tilkynningunni. Fatlað fólk skilið eftir Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, starfsmaður Þroskahjálpar, segir í samtali við fréttastofu að fatlað fólk sé mjög berskjaldað í neyðarástandi, sama hvort um sé að ræða náttúruhamfarir eða stríðsátök. „Þau geta ekki flúið, reiða sig á hjálpartæki og aðstoð og aðstæður á flótta eru mjög erfiðar eins og við vitum. Ferðalögin geta verið löng, vont veður á meðan og flókið að komast á salerni og í skjól,“ segir Inga Björk. Hún segir að Þroskahjálp hafi verið í samskiptum með systursamtökum í Úkraínu í gegn um Inclusion Europe, sem samtökin eigi aðild að. Í gegn um systursamtökin í Úkraínu hafi borist þær upplýsingar að aðstæður þar fyrir fatlað fólk séu mjög slæmar. Fólk geti ekki farið, það eigi erfitt með að komast í skjól, erfitt reynist því að verða sér úti um mat, lyf og aðrar nauðsynjar. Faltað fólk í Úkraínu getur margt hvergi farið vegna aðstöðuleysis.Systursamtök Þroskahjálpar í Úkraínu „Við vitum að fatlað fólk sem býr á stofnunum er í mikilli hættu á að vera skilið eftir og það virðist vera að gerast. Fatlað fólk situr eftir með fjölskyldum sínum eða aleitt. Að sögn samtakanna úti er mest þörf á fjármagni til að tryggja fólki mat, lyf og aðrar nauðsynjar. “ Systursamtök Þroskahjálpar í Evrópu komi þar að auki að verkefninu til að koma aðföngum og aðstoð á staðinn. Þá muni samstarf félaganna halda áfram, meðal annars með samtali við stjórnvöld um að taka á móti fötluðu fólki frá Úkraínu. Þeir sem vilja leggja söfnuninni lið geta lagt inn á reikning Þroskahjálpar: Reikningur: 526-26-5281, kennitala: 521176-0409. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir Heiðraði óttaleysi og mótstöðu Úkraínu á sýningu Balenciaga „Stríðið í Úkraínu hefur vakið upp gamlan sársauka frá fyrri áföllum sem ég hef gengið um með mér síðan 1993 þegar hið sama gerðist í heimalandi mínu og ég gerðist hinn eilífi hælisleitandi. Hinn eilífi, vegna þess að þetta býr inni í þér,“ skrifaði yfirhönnuður Balenciaga á hvert einasta sæti gesta á haust og vetrar sýningu tískurisans í París á dögunum. 7. mars 2022 15:13 Afleiðingar stríðs á foreldralaus börn Stríðið í Úkraínu hefur orðið til þess að mannréttindi milljóna úkraínskra barna eru virt að vettugi. SOS Barnaþorpin hafa verið til staðar fyrir munaðarlaus og yfirgefin börn í Úkraínu síðan 2003 og það sem við sjáum á vettvangi nú er skelfilegt. 7. mars 2022 14:01 Skattaskjól í boði rússneskra stjórnvalda: Refsiaðgerðir sniðgengnar Í eftirfarandi umfjöllun verður ekki fjallað um að með samkomulaginu kennt við Búdapest árið 1994 viðurkenna Rússar að Úkraína sé sjálfstætt fullvalda ríki með sín eigin landamæri. 7. mars 2022 13:39 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá Þroskahjálp um söfnunina að fatlað fólk geti margt ekki flúið stríðið vegna aðstæðna sinna, geti illa orðið sér úti um mat, lyf og aðrar nauðsynjar. Þá aukist líkur á ofbeldi þar að auki, að fatlað fólk verði skilið eftir og að það sé án aðstoðar og stuðnings. Ástandið versni þar dag frá degi og árásir rússneskra stjórnvalda á óbreytta borgara í Úkraínu haldi áfram. Fatlað fólk í sprengjuskýli í Úkraínu.Systursamtök Þroskahjálpar í Úkraínu „Hreyfingarnar, sem allar vinna að réttindum fatlaðs fólks, hafa því sett af stað sameiginlega söfnun til þess að koma fjármagni til fatlaðs fólks og tryggja þeim aðstoð á staðnum. Öll framlög munu renna beint til neyðaraðstoðar fyrir fatlað fólk í Úkraínu, milliliðalaust,“ segir í tilkynningunni. Fatlað fólk skilið eftir Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, starfsmaður Þroskahjálpar, segir í samtali við fréttastofu að fatlað fólk sé mjög berskjaldað í neyðarástandi, sama hvort um sé að ræða náttúruhamfarir eða stríðsátök. „Þau geta ekki flúið, reiða sig á hjálpartæki og aðstoð og aðstæður á flótta eru mjög erfiðar eins og við vitum. Ferðalögin geta verið löng, vont veður á meðan og flókið að komast á salerni og í skjól,“ segir Inga Björk. Hún segir að Þroskahjálp hafi verið í samskiptum með systursamtökum í Úkraínu í gegn um Inclusion Europe, sem samtökin eigi aðild að. Í gegn um systursamtökin í Úkraínu hafi borist þær upplýsingar að aðstæður þar fyrir fatlað fólk séu mjög slæmar. Fólk geti ekki farið, það eigi erfitt með að komast í skjól, erfitt reynist því að verða sér úti um mat, lyf og aðrar nauðsynjar. Faltað fólk í Úkraínu getur margt hvergi farið vegna aðstöðuleysis.Systursamtök Þroskahjálpar í Úkraínu „Við vitum að fatlað fólk sem býr á stofnunum er í mikilli hættu á að vera skilið eftir og það virðist vera að gerast. Fatlað fólk situr eftir með fjölskyldum sínum eða aleitt. Að sögn samtakanna úti er mest þörf á fjármagni til að tryggja fólki mat, lyf og aðrar nauðsynjar. “ Systursamtök Þroskahjálpar í Evrópu komi þar að auki að verkefninu til að koma aðföngum og aðstoð á staðinn. Þá muni samstarf félaganna halda áfram, meðal annars með samtali við stjórnvöld um að taka á móti fötluðu fólki frá Úkraínu. Þeir sem vilja leggja söfnuninni lið geta lagt inn á reikning Þroskahjálpar: Reikningur: 526-26-5281, kennitala: 521176-0409.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir Heiðraði óttaleysi og mótstöðu Úkraínu á sýningu Balenciaga „Stríðið í Úkraínu hefur vakið upp gamlan sársauka frá fyrri áföllum sem ég hef gengið um með mér síðan 1993 þegar hið sama gerðist í heimalandi mínu og ég gerðist hinn eilífi hælisleitandi. Hinn eilífi, vegna þess að þetta býr inni í þér,“ skrifaði yfirhönnuður Balenciaga á hvert einasta sæti gesta á haust og vetrar sýningu tískurisans í París á dögunum. 7. mars 2022 15:13 Afleiðingar stríðs á foreldralaus börn Stríðið í Úkraínu hefur orðið til þess að mannréttindi milljóna úkraínskra barna eru virt að vettugi. SOS Barnaþorpin hafa verið til staðar fyrir munaðarlaus og yfirgefin börn í Úkraínu síðan 2003 og það sem við sjáum á vettvangi nú er skelfilegt. 7. mars 2022 14:01 Skattaskjól í boði rússneskra stjórnvalda: Refsiaðgerðir sniðgengnar Í eftirfarandi umfjöllun verður ekki fjallað um að með samkomulaginu kennt við Búdapest árið 1994 viðurkenna Rússar að Úkraína sé sjálfstætt fullvalda ríki með sín eigin landamæri. 7. mars 2022 13:39 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Heiðraði óttaleysi og mótstöðu Úkraínu á sýningu Balenciaga „Stríðið í Úkraínu hefur vakið upp gamlan sársauka frá fyrri áföllum sem ég hef gengið um með mér síðan 1993 þegar hið sama gerðist í heimalandi mínu og ég gerðist hinn eilífi hælisleitandi. Hinn eilífi, vegna þess að þetta býr inni í þér,“ skrifaði yfirhönnuður Balenciaga á hvert einasta sæti gesta á haust og vetrar sýningu tískurisans í París á dögunum. 7. mars 2022 15:13
Afleiðingar stríðs á foreldralaus börn Stríðið í Úkraínu hefur orðið til þess að mannréttindi milljóna úkraínskra barna eru virt að vettugi. SOS Barnaþorpin hafa verið til staðar fyrir munaðarlaus og yfirgefin börn í Úkraínu síðan 2003 og það sem við sjáum á vettvangi nú er skelfilegt. 7. mars 2022 14:01
Skattaskjól í boði rússneskra stjórnvalda: Refsiaðgerðir sniðgengnar Í eftirfarandi umfjöllun verður ekki fjallað um að með samkomulaginu kennt við Búdapest árið 1994 viðurkenna Rússar að Úkraína sé sjálfstætt fullvalda ríki með sín eigin landamæri. 7. mars 2022 13:39