Á vef Veðurstofunnar segir að í dag snúist í suðaustan, tíu til átján metrar á sekúndu og hlýni með rigningu. Það verður svo norðaustanátt og snjókoma norðvestantil á landinu fram yfir hádegi, og það styttir upp norðaustanlands.
„Víða skúrir seinnipartinn og dregur smám saman úr vindi, en þá verður þurrt og bjart á Norðurlandi. Hiti 1 til 8 stig.
Lægðin kemur upp að suðurströndinni í nótt og áttin verður þá austlæg eða breytileg, víða allhvass vindur eða strekkingur og rigning eða slydda með köflum, en það verður hvassara um tíma og samfelldari úrkoma suðaustantil.
Á morgun snýst í vestan- og suðvestanátt, og eftir hádegi kólnar með éljum en þá léttir smám saman til austanlands. Annað kvöld lægir svo og styttir upp á Suður- og Suðvesturlandi.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag: Austlæg eða breytileg átt 8-15 m/s og rigning eða slydda með köflum, en samfelldari úrkoma SA- og A-lands. Hiti 1 til 5 stig. Vestan og suðvestan 10-18 á S-verðu landinu eftir hádegi og kólnar með slyddu eða snjókomu, en hægari og úrkomuminna á N-landi fram á kvöld. Styttir upp og lægir S- og SV-lands um kvöldið.
Á fimmtudag: Gengur austan 13-20 með rigningu eða snjókomu, en heldur hægari og þurrt N-lands. Hlýnar í veðri. Suðaustan 8-15 og rigning eða slydda með köflum seinnipartinn, og talsverð úrkoma SA-lands, en allhvöss norðaustanátt með snjókomu NV-til fram á kvöld.
Á föstudag: Suðaustan og sunnan 10-18 og rigning eða skúrir, en úrkomulítið fyrir norðan. Hiti 3 til 10 stig.
Á laugardag: Minnkandi suðlæg átt og él eða slydduél, en bjartviðri á N- og A-landi. Hiti 0 til 5 stig.
Á sunnudag: Austlæg eða breytileg átt og rigning eða slydda með köflum. Hlýnar heldur.
Á mánudag: Útlit fyrir ákveðna suðlæga átt og úrkomusömu og mildu veðri.