Fara betur saman en jarðarber og epli Elísabet Hanna skrifar 8. mars 2022 21:01 Þórdís Björk og Katla leika Mæju jarðarber og Eplið. Samsett/Instagram Í dag fór miðasalan fyrir Ávaxtakörfuna af stað sem fer á svið í Silfurbergi Hörpu þann 16. apríl. Söngkonurnar Katla Njálsdóttir og Þórdís Björk Þorfinnsdóttir eru á fullu að æfa sig, bæði fyrir leikritið og Söngvakeppnina sem þær keppa báðar í á laugardaginn. Vinkonur tvær Katla og Þórdís Björk sem eru í uppsetningu Ávaxtakörfunnar keppa báðar í Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardaginn og ríkir ekkert nema kærleikur á milli þeirra enda tvær glæsilegar ungar konur að gera flotta hluti. Það truflar þær ekki að þær séu báðar að sækjast eftir því að keppa á Ítalíu fyrir Íslands hönd í Eurovision og fara fögrum orðum um hvor aðra. Aðspurð hvernig það sé að æfa saman og vera svo að keppa í sömu keppninni er Þórdís ekki lengi að svara því. „Það er best af því Katla er best! Hún er svo ógeðslega fyndin og klár og eins og alþjóð veit núna er hún líka alveg geggjuð söngkona!“ View this post on Instagram A post shared by Katla Þórudóttir Nja lsdo ttir (@katlanjals) Rauða eplið og Mæja jarðarber ekki miklar vinkonur Aðra sögu er að segja um Eplið og Mæju jarðarber sem þær leika á sviði í Ávaxtakörfunni en þær eru ekki miklar vinkonur annað en leikkonurnar sjálfar. Mæju jarðarberi kemur ekki vel saman við marga í byrjun söngleiksins svo það er ekki aðeins Eplið sem er grimmt við hana en Katla nýtur þess að leika hlutverkið. „Þær eru svo ótrúlega leiðinlegar sko og það er svo gaman að fá að vera leiðinleg, sérstaklega í söngleik sem er svona cartoonish þá er maður svo ýkt leiðilegur.“ Segir Katla hlæjandi um Evu appelsínu og Eplið sem hún leikur. Ávaxtakarfan verður frumsýnd í Hörpu þann 16. apríl.Aðsend Stór verkefni á sama tíma „Við æfðum stanslaust í janúar og svo kom smá pása og þetta var svona fullkominn staður til að fá þessa pásu því þá kom hitt inn í staðin,“ segir Katla um hvernig það gangi að samtvinna bæði verkefnin. Hún segir skemmtilega stemningu vera í hópnum og að góður mórall einkenni æfingarnar. Söngkonurnar eru ekki þær einu sem eru í báðum verkefnunum. Kristinn Óli, betur þekktur sem Króli er einnig í Ávaxtakörfunni ásamt því að vera einn lagahöfunda lagsins Þaðan af sem Katla syngur í Söngvakeppninni. View this post on Instagram A post shared by Katla Þórudóttir Nja lsdo ttir (@katlanjals) Þórdís tekur í sama streng enda alvön því að halda mörgum boltum á lofti og segist fúnkera best við slíkar aðstæður. Ásamt því að setja upp söngleikinn og keppa í Söngvakeppninni með lagið Tökum af stað ásamt Reykjavíkurdætrum er hún einnig að sýna Skugga Svein með leikfélagi Akureyrar. „Það hefur bara gengið vonum framar og ekki skemmir fyrir hvað það er gaman á báðum stöðum,“ segir hún um skipulagið. View this post on Instagram A post shared by DI SA (@thordisbjork) Barnalán hjá leikurunum Þórdís tók við hlutverkinu sem Mæja jarðarber af Maríu Ólafsdóttur sem á von á sínu fyrsta barni. Það eru ekki einu breytingarnar sem hafa verið gerðar frá upphafi en Jóhanna Guðrún átti upphaflega að leika Evu appelsínu en á nú von á sínu þriðja barni og tók Birna Pétursdóttir því við hlutverkinu. Upphaflega voru þetta leikararnir í uppsetningunni.Aðsent Benedikt búálfur með í anda Þórdís og Birna voru báðar í uppsetningunni á Benedikt Búálfi á Akureyri þar sem Þorvaldur Bjarni var einnig á bakvið grípandi tónlistina. Króli var líka í Benedikt búálfi og fór þar með hlutverk Tóta Tannálfs í þeim söngleik svo það er eflaust góð tenging á milli leikaranna. „Það er næstum of gott til að vera satt! Leikhópurinn í Benedikt Búálfi var alveg einstakur svo það er mjög gott í hjartað að hafa Kidda minn og Birnu mína mér við hlið í áframhaldandi ævintýri.“ Segir Þórdís um áframhaldandi samstarfið hjá leikurunum. „Það var algjör draumur að fá þetta hlutverk. Ég er mjög heppin að hafa fengið tvö hlutverk í sýningum þar sem Þorvaldur Bjarni semur tónlistina enda er hann einn mesti meistari sem ég hef unnið með. Ég er í fyrsta skipti að vinna með Góa og Chantelle en það hefur verið draumur hjá mér lengi. Það er alltaf mikil gjöf að fá að vinna með fagfólki og það er nóg af þeim í Ávaxtakörfunni.“ Segir Þórdís Björk um hópinn og upplifunina. View this post on Instagram A post shared by DI SA (@thordisbjork) Ólust upp við Ávaxtakörfuna Báðar þekktu leikkonurnar Ávaxtakörfuna vel úr æsku og höfðu mjög gaman af söngleiknum. „Ég horfði á öll leikrit sem ég komst í tæri við sem barn! Fór mikið í leikhús og vildi sjá allt hvort sem það var barnasýning eða þungar sýningar fyrir fullorðna! Ávaxtakarfan var því engin undantekning.“ Segir Þórdís og er augljóst að leikhúsáhuginn hefur vaknað snemma. View this post on Instagram A post shared by DI SA (@thordisbjork) „Ég var næstum því farin að grenja þegar við vorum á æfingu og Eyþór Ingi var að syngja Immi best,“ bætir Katla við sem finnst súrrealískt að fá að taka þátt í söngleiknum sem hún ólst upp við. Hún lýsir ferlinu eins og að upplifa gamlan draum úr æsku og nýtur hverrar mínútu af upplifuninni. Henni finnst líka fyndin og falleg tilhugsun að þessi uppsetning af Ávaxtakörfunni sé að fara að fylgja nýrri kynslóð. Leikhús Eurovision Tengdar fréttir Barnaleikritið Ávaxtakarfan snýr aftur á svið Ávaxtakarfan verður sett aftur á svið snemma á næsta ári í nýrri uppfærslu í Silfurbergi Hörpu. Leikritið þekkja flestir en árið 1998 var það sýnt fyrst Íslensku Óperunni með þjóðþekktum einstaklingum. 21. október 2021 08:00 Ánægðir gestir á Ávaxtakörfunni Kvikmyndin Ávaxtakarfan var frumsýnd í gær. Gestir voru bæði stórir og smáir líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum og virtust þeir skemmta sér stórvel yfir ævintýrinu. 1. september 2012 15:00 Ávaxtakarfan eins og þriðja barnið mitt "Það er mjög gaman að það sé loksins að líða að frumsýningu enda hefur Ávaxtakarfan verið eins og þriðja barnið mitt undanfarin ár," segir Kristlaug María Sigurðardóttir, framleiðandi og höfundur bíómyndarinnar Ávaxtakarfan sem verður frumsýnd næstkomandi föstudag. 27. ágúst 2012 00:01 Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Vinkonur tvær Katla og Þórdís Björk sem eru í uppsetningu Ávaxtakörfunnar keppa báðar í Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardaginn og ríkir ekkert nema kærleikur á milli þeirra enda tvær glæsilegar ungar konur að gera flotta hluti. Það truflar þær ekki að þær séu báðar að sækjast eftir því að keppa á Ítalíu fyrir Íslands hönd í Eurovision og fara fögrum orðum um hvor aðra. Aðspurð hvernig það sé að æfa saman og vera svo að keppa í sömu keppninni er Þórdís ekki lengi að svara því. „Það er best af því Katla er best! Hún er svo ógeðslega fyndin og klár og eins og alþjóð veit núna er hún líka alveg geggjuð söngkona!“ View this post on Instagram A post shared by Katla Þórudóttir Nja lsdo ttir (@katlanjals) Rauða eplið og Mæja jarðarber ekki miklar vinkonur Aðra sögu er að segja um Eplið og Mæju jarðarber sem þær leika á sviði í Ávaxtakörfunni en þær eru ekki miklar vinkonur annað en leikkonurnar sjálfar. Mæju jarðarberi kemur ekki vel saman við marga í byrjun söngleiksins svo það er ekki aðeins Eplið sem er grimmt við hana en Katla nýtur þess að leika hlutverkið. „Þær eru svo ótrúlega leiðinlegar sko og það er svo gaman að fá að vera leiðinleg, sérstaklega í söngleik sem er svona cartoonish þá er maður svo ýkt leiðilegur.“ Segir Katla hlæjandi um Evu appelsínu og Eplið sem hún leikur. Ávaxtakarfan verður frumsýnd í Hörpu þann 16. apríl.Aðsend Stór verkefni á sama tíma „Við æfðum stanslaust í janúar og svo kom smá pása og þetta var svona fullkominn staður til að fá þessa pásu því þá kom hitt inn í staðin,“ segir Katla um hvernig það gangi að samtvinna bæði verkefnin. Hún segir skemmtilega stemningu vera í hópnum og að góður mórall einkenni æfingarnar. Söngkonurnar eru ekki þær einu sem eru í báðum verkefnunum. Kristinn Óli, betur þekktur sem Króli er einnig í Ávaxtakörfunni ásamt því að vera einn lagahöfunda lagsins Þaðan af sem Katla syngur í Söngvakeppninni. View this post on Instagram A post shared by Katla Þórudóttir Nja lsdo ttir (@katlanjals) Þórdís tekur í sama streng enda alvön því að halda mörgum boltum á lofti og segist fúnkera best við slíkar aðstæður. Ásamt því að setja upp söngleikinn og keppa í Söngvakeppninni með lagið Tökum af stað ásamt Reykjavíkurdætrum er hún einnig að sýna Skugga Svein með leikfélagi Akureyrar. „Það hefur bara gengið vonum framar og ekki skemmir fyrir hvað það er gaman á báðum stöðum,“ segir hún um skipulagið. View this post on Instagram A post shared by DI SA (@thordisbjork) Barnalán hjá leikurunum Þórdís tók við hlutverkinu sem Mæja jarðarber af Maríu Ólafsdóttur sem á von á sínu fyrsta barni. Það eru ekki einu breytingarnar sem hafa verið gerðar frá upphafi en Jóhanna Guðrún átti upphaflega að leika Evu appelsínu en á nú von á sínu þriðja barni og tók Birna Pétursdóttir því við hlutverkinu. Upphaflega voru þetta leikararnir í uppsetningunni.Aðsent Benedikt búálfur með í anda Þórdís og Birna voru báðar í uppsetningunni á Benedikt Búálfi á Akureyri þar sem Þorvaldur Bjarni var einnig á bakvið grípandi tónlistina. Króli var líka í Benedikt búálfi og fór þar með hlutverk Tóta Tannálfs í þeim söngleik svo það er eflaust góð tenging á milli leikaranna. „Það er næstum of gott til að vera satt! Leikhópurinn í Benedikt Búálfi var alveg einstakur svo það er mjög gott í hjartað að hafa Kidda minn og Birnu mína mér við hlið í áframhaldandi ævintýri.“ Segir Þórdís um áframhaldandi samstarfið hjá leikurunum. „Það var algjör draumur að fá þetta hlutverk. Ég er mjög heppin að hafa fengið tvö hlutverk í sýningum þar sem Þorvaldur Bjarni semur tónlistina enda er hann einn mesti meistari sem ég hef unnið með. Ég er í fyrsta skipti að vinna með Góa og Chantelle en það hefur verið draumur hjá mér lengi. Það er alltaf mikil gjöf að fá að vinna með fagfólki og það er nóg af þeim í Ávaxtakörfunni.“ Segir Þórdís Björk um hópinn og upplifunina. View this post on Instagram A post shared by DI SA (@thordisbjork) Ólust upp við Ávaxtakörfuna Báðar þekktu leikkonurnar Ávaxtakörfuna vel úr æsku og höfðu mjög gaman af söngleiknum. „Ég horfði á öll leikrit sem ég komst í tæri við sem barn! Fór mikið í leikhús og vildi sjá allt hvort sem það var barnasýning eða þungar sýningar fyrir fullorðna! Ávaxtakarfan var því engin undantekning.“ Segir Þórdís og er augljóst að leikhúsáhuginn hefur vaknað snemma. View this post on Instagram A post shared by DI SA (@thordisbjork) „Ég var næstum því farin að grenja þegar við vorum á æfingu og Eyþór Ingi var að syngja Immi best,“ bætir Katla við sem finnst súrrealískt að fá að taka þátt í söngleiknum sem hún ólst upp við. Hún lýsir ferlinu eins og að upplifa gamlan draum úr æsku og nýtur hverrar mínútu af upplifuninni. Henni finnst líka fyndin og falleg tilhugsun að þessi uppsetning af Ávaxtakörfunni sé að fara að fylgja nýrri kynslóð.
Leikhús Eurovision Tengdar fréttir Barnaleikritið Ávaxtakarfan snýr aftur á svið Ávaxtakarfan verður sett aftur á svið snemma á næsta ári í nýrri uppfærslu í Silfurbergi Hörpu. Leikritið þekkja flestir en árið 1998 var það sýnt fyrst Íslensku Óperunni með þjóðþekktum einstaklingum. 21. október 2021 08:00 Ánægðir gestir á Ávaxtakörfunni Kvikmyndin Ávaxtakarfan var frumsýnd í gær. Gestir voru bæði stórir og smáir líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum og virtust þeir skemmta sér stórvel yfir ævintýrinu. 1. september 2012 15:00 Ávaxtakarfan eins og þriðja barnið mitt "Það er mjög gaman að það sé loksins að líða að frumsýningu enda hefur Ávaxtakarfan verið eins og þriðja barnið mitt undanfarin ár," segir Kristlaug María Sigurðardóttir, framleiðandi og höfundur bíómyndarinnar Ávaxtakarfan sem verður frumsýnd næstkomandi föstudag. 27. ágúst 2012 00:01 Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Barnaleikritið Ávaxtakarfan snýr aftur á svið Ávaxtakarfan verður sett aftur á svið snemma á næsta ári í nýrri uppfærslu í Silfurbergi Hörpu. Leikritið þekkja flestir en árið 1998 var það sýnt fyrst Íslensku Óperunni með þjóðþekktum einstaklingum. 21. október 2021 08:00
Ánægðir gestir á Ávaxtakörfunni Kvikmyndin Ávaxtakarfan var frumsýnd í gær. Gestir voru bæði stórir og smáir líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum og virtust þeir skemmta sér stórvel yfir ævintýrinu. 1. september 2012 15:00
Ávaxtakarfan eins og þriðja barnið mitt "Það er mjög gaman að það sé loksins að líða að frumsýningu enda hefur Ávaxtakarfan verið eins og þriðja barnið mitt undanfarin ár," segir Kristlaug María Sigurðardóttir, framleiðandi og höfundur bíómyndarinnar Ávaxtakarfan sem verður frumsýnd næstkomandi föstudag. 27. ágúst 2012 00:01