Ný kærasta Kanye West sögð skuggalega lík Kim Kardashian Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 8. mars 2022 16:30 Chaney Jones, konan sem tónlistarmaðurinn Kanye West er orðaður við þessa dagana, er sögð skuggalega lík fyrrverandi eiginkonu West, Kim Kardashian. getty/MEGA Tónlistarmaðurinn Kanye West er nú orðaður við hina tuttugu og fjögurra ára gömlu Chaney Jones. Það sem hefur þó helst vakið athygli er að Jones er talin vera skuggalega lík Kim Kardashian, fyrrverandi eiginkonu West. West og Jones hafa sést nokkrum sinnum saman opinberlega á síðustu vikum en alvara færðist í leikinn þegar Jones setti inn mynd af þeim saman á Instagram. Jones sem er tuttugu og fjögurra ára gömul fyrirsæta hefur verið kölluð tvífari Kim Kardashian. Ekki nóg með það að vera báðar dökkhærðar, brúneygðar og dökkar yfirlitum, þá virðast þær einnig vera með afar svipaðan fatasmekk. „Hún vill að fólk hætti að líkja sér við Kim. En ég verð bara að segja sorry Chaney en það er ekki hægt. Þú ert líkari henni heldur en Khloé systir hennar,“ segir Birta Líf Ólafsdóttir sem fór yfir allt það helsta úr heimi fræga fólksins í Brennslutei vikunnar. View this post on Instagram A post shared by Chaney Jones (@chaneyjonesssss) Aldrei farið í fegrunaraðgerð á andliti en fór í stækkun á rassi Jones birti nýlega nokkrar staðreyndir um sjálfa sig á Instagram. Hún er talin hafa gert það til þess að sýna fram á það að hún er sín eigin persóna, en ekki bara eftirlíking af Kardashian. Þar sagði hún frá því að hún væri ættuð frá Frakklandi, Þýskalandi og Afríku. Hún væri framkvæmdastjóri fyrirtækisins First State Behavioral Health, samhliða því að vera í meistaranámi. Þá tekur hún fram að hún hafi aldrei farið í neina fegrunaraðgerð á andliti sínu. Hún hafi hins vegar farið í svokallað Brazilian Butt Lift sem er aðgerð til þess að stækka og lyfta rassinum. „Hún eyddi þessu síðan út, örugglega bara út af öllum viðbrögðum og fjölmiðlaathyglinni sem hún fékk út frá þessu,“ segir Birta Líf. Óvinir Kardashian fjölskyldunnar snæddu kvöldverð saman Jones er þó ekki sú eina sem West hefur snætt kvöldverð með undanfarið, því í síðustu viku sást hann borða með körfuboltamanninum Tristan Thompson í Miami. „Þegar við héldum að þetta gæti ekki orðið verra þá gerist þetta. Þarna eru bara óvinirnir komnir saman,“ en Thompson er barnsfaðir Khloé Kardashian og hélt framhjá henni oftar en einu sinni. Þarna voru því saman komnir þeir menn sem hljóta að vera hvað óvinsælastir meðal Kardashian fjölskyldunnar. Hér að neðan má hlusta á Brennslute vikunnar í heild sinni. Klippa: Brennslute vikunnar: Kanye West kominn með nýja kærustu Brennslan FM957 Hollywood Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Sjá meira
West og Jones hafa sést nokkrum sinnum saman opinberlega á síðustu vikum en alvara færðist í leikinn þegar Jones setti inn mynd af þeim saman á Instagram. Jones sem er tuttugu og fjögurra ára gömul fyrirsæta hefur verið kölluð tvífari Kim Kardashian. Ekki nóg með það að vera báðar dökkhærðar, brúneygðar og dökkar yfirlitum, þá virðast þær einnig vera með afar svipaðan fatasmekk. „Hún vill að fólk hætti að líkja sér við Kim. En ég verð bara að segja sorry Chaney en það er ekki hægt. Þú ert líkari henni heldur en Khloé systir hennar,“ segir Birta Líf Ólafsdóttir sem fór yfir allt það helsta úr heimi fræga fólksins í Brennslutei vikunnar. View this post on Instagram A post shared by Chaney Jones (@chaneyjonesssss) Aldrei farið í fegrunaraðgerð á andliti en fór í stækkun á rassi Jones birti nýlega nokkrar staðreyndir um sjálfa sig á Instagram. Hún er talin hafa gert það til þess að sýna fram á það að hún er sín eigin persóna, en ekki bara eftirlíking af Kardashian. Þar sagði hún frá því að hún væri ættuð frá Frakklandi, Þýskalandi og Afríku. Hún væri framkvæmdastjóri fyrirtækisins First State Behavioral Health, samhliða því að vera í meistaranámi. Þá tekur hún fram að hún hafi aldrei farið í neina fegrunaraðgerð á andliti sínu. Hún hafi hins vegar farið í svokallað Brazilian Butt Lift sem er aðgerð til þess að stækka og lyfta rassinum. „Hún eyddi þessu síðan út, örugglega bara út af öllum viðbrögðum og fjölmiðlaathyglinni sem hún fékk út frá þessu,“ segir Birta Líf. Óvinir Kardashian fjölskyldunnar snæddu kvöldverð saman Jones er þó ekki sú eina sem West hefur snætt kvöldverð með undanfarið, því í síðustu viku sást hann borða með körfuboltamanninum Tristan Thompson í Miami. „Þegar við héldum að þetta gæti ekki orðið verra þá gerist þetta. Þarna eru bara óvinirnir komnir saman,“ en Thompson er barnsfaðir Khloé Kardashian og hélt framhjá henni oftar en einu sinni. Þarna voru því saman komnir þeir menn sem hljóta að vera hvað óvinsælastir meðal Kardashian fjölskyldunnar. Hér að neðan má hlusta á Brennslute vikunnar í heild sinni. Klippa: Brennslute vikunnar: Kanye West kominn með nýja kærustu
Brennslan FM957 Hollywood Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Sjá meira