Leggur til að sumarbústaðir verði nýttir sem húsnæði fyrir flóttamenn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. mars 2022 21:36 Ölfusborgir eru eitt af þeim sumarhúsasvæðum, sem Elliði sér fyrir sér, sem húsnæði fyrir flóttafólk frá Úkraínu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss hvetur verkalýðsfélög landsins til að lána sumarbústaði sína undir flóttafólk frá Úkraínu. Hann nefnir Ölfusborgir til dæmis í því sambandi en þar er um fjörutíu hús, sem gætu rúmað tæplega 200 manns frá Úkraínu. Reiknað er með fjölda flóttamanna frá Úkraínu til Íslands sem eru á flótta vegna stríðsins. Þá koma strax vangaveltur um húsnæðismál, hvar fólkið eigi að búa á Íslandi. „Maður hefur heyrt að þetta verði fjögur til sex þúsund manns og þetta held ég að verði eitt af stærri verkefnum, sem sveitarfélögin hafa tekið í hvað þetta varðar. Það þarf að byrja á því að tryggja húsnæði og þar eiga sveitarfélögin erfitt með að gera eitthvað en að hjálpa til við að leita. Við eigum ekki íbúðarhúsnæði fyrir svona mikinn fjölda og flest sveitarfélög hafa ekkert húsnæði yfir að ráða, sem hægt er að grípa strax til,“ segir Elliði. Og þá kemur hugmyndin um alla sumarbústaði stéttarfélaga um land allt og þá nefnir Elliði, sem dæmi Ölfusborgir þar sem eru um 40 sumarhús. Elliði reiknar með fjögur til sex þúsund flóttamönnum frá Úkraínu til Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson „ASÍ hefur stigið fram og skorað á kjarafélögin að leggja fram þau sumarhús, sem mögulegt er. Í Ölfusborgum erum við með klasa af sumarhúsum, sem liggja nærri þéttbýli, bæði hér í Ölfusi, Þorlákshöfn, Hveragerði og Árborg. Og ef til vill er hægt að koma þarna fyrir góðum hópi af flóttamönnum og þessi þrjú sveitarfélög gætu þá ef til vill tekið sig saman um að veita þessa mikilvægu þjónustu, sem fólkið þarf á að halda,“ bætir Elliði við. Elliði er sannfærður um að stéttarfélögin séu tilbúin að lána sína sumarbústaði til flóttafólks. „Já, mér finnst falleg orka í gangi á Íslandi þar sem allir vilja leggjast á eitt. Við tökum þetta nærri okkur, þetta er bæði viðskipta- og vinaþjóð okkar til langs tíma, þetta er fólk, sem við viljum allt hið besta, eins og heimurinn allur, þannig að ég held að allir leggist á eitt í þessu,“ segir bæjarstjóri Ölfuss. Elliði hvetur stéttarfélögin að lána sína sumarbústaði fyrir flóttafólk, bústaði, sem eru út um allt land í eigu félaganna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Innrás Rússa í Úkraínu Stéttarfélög Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnvöld eigi að sjá sóma sinn í að greiða allan kostnað Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Sjá meira
Reiknað er með fjölda flóttamanna frá Úkraínu til Íslands sem eru á flótta vegna stríðsins. Þá koma strax vangaveltur um húsnæðismál, hvar fólkið eigi að búa á Íslandi. „Maður hefur heyrt að þetta verði fjögur til sex þúsund manns og þetta held ég að verði eitt af stærri verkefnum, sem sveitarfélögin hafa tekið í hvað þetta varðar. Það þarf að byrja á því að tryggja húsnæði og þar eiga sveitarfélögin erfitt með að gera eitthvað en að hjálpa til við að leita. Við eigum ekki íbúðarhúsnæði fyrir svona mikinn fjölda og flest sveitarfélög hafa ekkert húsnæði yfir að ráða, sem hægt er að grípa strax til,“ segir Elliði. Og þá kemur hugmyndin um alla sumarbústaði stéttarfélaga um land allt og þá nefnir Elliði, sem dæmi Ölfusborgir þar sem eru um 40 sumarhús. Elliði reiknar með fjögur til sex þúsund flóttamönnum frá Úkraínu til Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson „ASÍ hefur stigið fram og skorað á kjarafélögin að leggja fram þau sumarhús, sem mögulegt er. Í Ölfusborgum erum við með klasa af sumarhúsum, sem liggja nærri þéttbýli, bæði hér í Ölfusi, Þorlákshöfn, Hveragerði og Árborg. Og ef til vill er hægt að koma þarna fyrir góðum hópi af flóttamönnum og þessi þrjú sveitarfélög gætu þá ef til vill tekið sig saman um að veita þessa mikilvægu þjónustu, sem fólkið þarf á að halda,“ bætir Elliði við. Elliði er sannfærður um að stéttarfélögin séu tilbúin að lána sína sumarbústaði til flóttafólks. „Já, mér finnst falleg orka í gangi á Íslandi þar sem allir vilja leggjast á eitt. Við tökum þetta nærri okkur, þetta er bæði viðskipta- og vinaþjóð okkar til langs tíma, þetta er fólk, sem við viljum allt hið besta, eins og heimurinn allur, þannig að ég held að allir leggist á eitt í þessu,“ segir bæjarstjóri Ölfuss. Elliði hvetur stéttarfélögin að lána sína sumarbústaði fyrir flóttafólk, bústaði, sem eru út um allt land í eigu félaganna.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Innrás Rússa í Úkraínu Stéttarfélög Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnvöld eigi að sjá sóma sinn í að greiða allan kostnað Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Sjá meira