Marcus Rashford sagður dottinn úr enska landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2022 16:00 Marcus Rashford er í miklum mótvindi þessi misserin. Getty/Matthew Ashton Manchester United-framherjinn Marcus Rashford verður ekki í næsta enska landsliðshóp ef marka má upplýsingar sem hafa lekið í fjölmiðla. Landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate mun ekki velja Rashford í hópinn sinn fyrir leiki á móti Sviss og Fílabeinsströndinni seinna í þessum mánuði. Rashford var síðast með enska landsliðinu á Evrópumótinu síðasta sumar en missti af síðustu verkefnum vegna aðgerðar á öxl. Marcus Rashford is set to be dropped from the England squad, sources have told ESPN.Full story: https://t.co/t2PpFDU4m3 pic.twitter.com/y8RJXAUGZ0— ESPN UK (@ESPNUK) March 8, 2022 Núna er hann hins vegar leikfær og því í boði fyrir Southgate. Samkvæmt heimildum ESPN þá er Rashford hreinlega dottinn úr enska landsliðinu og um leið er sæti hans í HM-hópnum í hættu. Hinn 24 ára gamli Rashford hefur verið allt annað en sannfærandi með liði Manchester United síðan að hann kom til baka í október eftir meiðslin. Hann skoraði í sínum fyrsta leik 16. október en er nú kominn með 5 mörk í 24 leikjum með United á leiktíðinni. Hann hefur aftur á móti aðeins verið í byrjunarliðinu í tveimur af síðustu ellefu leikjum liðsins. Rashford hefur heldur ekki skorað í sjö leikjum í röð. Southgate hefur verið harður á því að velja ekki menn sem eru að spila illa eða eru að spila lítið. Það breytir engu þótt um stórstjörnu eins og Marcus Rashford er að ræða. Marcus Rashford is considering his future. He's concerned about his lack of game time, source close to Man Utd forward tell me - he's always been professional but he wants clarity. #MUFC His current Manchester United deal runs out in June 2023. pic.twitter.com/nYOvGld4W0— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 7, 2022 Rashford er náttúrulega þjóðhetja innan sem utan vallar og fékk orðu fyrir baráttu sína fyrir fríum mat í breskum skólum. Harry Kane, Raheem Sterling, Jack Grealish, Phil Foden og Bukayo Saka eru allir í hópnum og á undan Rashford í goggunarröðinni. Jarrod Bowen hjá West Ham og Dominic Calvert-Lewin hjá Everton gætu líka verið í hópnum og þá er vitað að Southgate er mikill aðdáandi Eberechi Eze hjá Crystal Palace. Enski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Fleiri fréttir Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate mun ekki velja Rashford í hópinn sinn fyrir leiki á móti Sviss og Fílabeinsströndinni seinna í þessum mánuði. Rashford var síðast með enska landsliðinu á Evrópumótinu síðasta sumar en missti af síðustu verkefnum vegna aðgerðar á öxl. Marcus Rashford is set to be dropped from the England squad, sources have told ESPN.Full story: https://t.co/t2PpFDU4m3 pic.twitter.com/y8RJXAUGZ0— ESPN UK (@ESPNUK) March 8, 2022 Núna er hann hins vegar leikfær og því í boði fyrir Southgate. Samkvæmt heimildum ESPN þá er Rashford hreinlega dottinn úr enska landsliðinu og um leið er sæti hans í HM-hópnum í hættu. Hinn 24 ára gamli Rashford hefur verið allt annað en sannfærandi með liði Manchester United síðan að hann kom til baka í október eftir meiðslin. Hann skoraði í sínum fyrsta leik 16. október en er nú kominn með 5 mörk í 24 leikjum með United á leiktíðinni. Hann hefur aftur á móti aðeins verið í byrjunarliðinu í tveimur af síðustu ellefu leikjum liðsins. Rashford hefur heldur ekki skorað í sjö leikjum í röð. Southgate hefur verið harður á því að velja ekki menn sem eru að spila illa eða eru að spila lítið. Það breytir engu þótt um stórstjörnu eins og Marcus Rashford er að ræða. Marcus Rashford is considering his future. He's concerned about his lack of game time, source close to Man Utd forward tell me - he's always been professional but he wants clarity. #MUFC His current Manchester United deal runs out in June 2023. pic.twitter.com/nYOvGld4W0— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 7, 2022 Rashford er náttúrulega þjóðhetja innan sem utan vallar og fékk orðu fyrir baráttu sína fyrir fríum mat í breskum skólum. Harry Kane, Raheem Sterling, Jack Grealish, Phil Foden og Bukayo Saka eru allir í hópnum og á undan Rashford í goggunarröðinni. Jarrod Bowen hjá West Ham og Dominic Calvert-Lewin hjá Everton gætu líka verið í hópnum og þá er vitað að Southgate er mikill aðdáandi Eberechi Eze hjá Crystal Palace.
Enski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Fleiri fréttir Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Sjá meira