Búast má við talsverðri úrkomu um landið suðaustanvert, en á Norðausturlandi verður þurrt að kalla.
Á morgun er svo spáð suðaustan 13 til 18 metrum á sekúndu og fremur hlýju veðri. „Skýjað með köflum og þurrt norðanlands, annars rigning en skúrir á Suðvestur- og Vesturlandi. Það er útlit fyrir heldur kólnandi veður um helgina og él sunnan- og vestanlands.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag: Suðaustanátt, víða 13-18 m/s og rigning, en skúrir V-lands. Skýjað og þurrt að kalla á N-landi. Hægari um kvöldið. Hiti 4 til 11 stig.
Á laugardag: Suðlæg átt, 8-13 m/s og él. Rigning eða slydda NA- og A-til, en léttir til þar síðdegis. Hiti 0 til 6 stig yfir daginn.
Á sunnudag: Austlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og dálitlar skúrir eða él, en bjartviðri fyrir norðan. Hiti breytist lítið.
Á mánudag: Vaxandi suðaustanátt með slyddu og síðar rigningu, en þurrt að kalla NA- og A-lands. Heldur hlýnandi.
Á þriðjudag: Suðvestanátt og él, en bjartviðri um landið NA-vert. Kólnar smám saman.
Á miðvikudag: Útlit fyrir suðlæga átt með éljum.