Tókust á um hvort uppfæra þyrfti varnarsamninginn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. mars 2022 12:45 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Katrín Jakobsdóttur, forsætisráðherra, tókust á á þingi í dag. Vísir/Arnar Katrín Jakobsdóttur, forsætisráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, tókust á um hvort þörf væri á því að uppfæra varnarsamning Íslands við Bandaríkin, í ljósi nýrra ógna. Umræðan hófst þegar Þorgerður Katrín tók til máls í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Þar sagði hún varnarsamning Íslands við Bandaríkin, sem skrifað var undir árið 1951, vera hornstein í þjóðaröryggismálum Íslands. Sagði aðstæður breyttar Þorgerður Katrín sagði aðstæður hins vera orðnar verulega breyttar. „Varnarsamningurinn þarf með ótvíræðum hætti að taka til netárása sem beinast gegn öryggi landsins. Hann þarf líka að taka til mikilvægis órofinna samgangna, innviða og samskipta Íslands við umheiminn á ófriðartímum, eins og birgðaflutninga, sæstrengja eða orkuöryggis. Þetta gerir samningurinn ekki í dag,“ sagði Þorgerður Katrín. B-2 Spirit á Keflavíkurflugvelli þann 2. september síðastliðinn.U.S. Air Force/Victoria Hommel Beindi hún þeirri spurningu að Katrínu hvort að hún sem forsætisráðherra og formaður þjóðaröryggisráðs teldi ekki ástæðu vera til að taka upp varnarsamninginn við Bandaríkin. Katrín svaraði spurningu Þorgerðar Katrínar ekki beint, í fyrstu, en sagði að það lægi fyrir að uppfæra þyrfti áhættumat í þjóðaröryggismálum svo að hægt væri að leggja sjálfstætt mat hvar þörfun væri brýnust. Spurði Katrínu aftur Þorgerður Katrín virtist ekki vera sérstaklega ánægð með svar Katrínar og sagði hana ekki hafa svarað spurningunni. „Þetta er athyglisvert. Forsætisráðherra, sem situr í ríkisstjórn sem meðal annars Sjálfstæðisflokkurinn er aðili að, getur ekki sagt skýrt og klárt að það eigi að taka upp varnarsamninginn við Bandaríkin, sem er frá árinu 1951, í ljósi þjóðarhagsmuna, þjóðaröryggis, sagði Þorgerður Katrín,“ en þingflokkur hennar lagði í gær fram þingsályktunartillögu um aukið alþjóðlegt samstarf í öryggis- og varnarmálum. Þvær þotur á flugi.Vísir/Tryggvi Spurði hún því Katrínu aftur. „Mun ráðherra beita sér fyrir því að taka upp varnarsamninginn við Bandaríkin í ljósi þess að hann geymi skýrari ákvæði til að verja okkur Íslendinga, ekki bara varðandi netöryggi heldur líka til þess að vita hversu langan tíma Bandaríkjamenn ætla sér til að bregðast við ef við óskum eftir aðstoð þeirra í óöruggum aðstæðum?“ Sakaði Þorgerði Katrínu um mælskubrögð Katrín kom þá í pontu og sagði spurningar Þorgerðar Katrínar koma á óvart og sagðist hún telja varasamt af hálfu Þorgerðar Katrínar að sá þeim fræjum að varnarnasamningurinn stæðist ekki tímans tönn. „Hann er fyrir hendi. Hann hefur verið uppfærður tvisvar sinnum, 2006 og svo 2016, og það er ekki bara mitt mat sem formanns þjóðaröryggisráðs, sem hæstvirtur þingmaður vill helst reyna að láta líta tortryggilega út, heldur mat ríkisstjórnarinnar að á þessu sé ekki þörf, þetta sé algerlega skýrt sem og aðildin að Atlantshafsbandalaginu sem einnig er kveðið á um í þjóðaröryggisstefnunni,“ sagði Katrín. Sakaði hún Þorgerði Katrínu einnig um að bæta mælskubrögðum. „Ég held að ekki sé ástæða til að grípa til slíkra mælskubragða þegar ástandið í heiminum er jafn alvarlegt og raun ber vitni. Ég held að engin ástæða sé til að koma hér upp og reyna að láta líta svo út að íslensk stjórnvöld séu ekki að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja öryggi íslenskra borgara um leið og við leggjum það af mörkum sem við getum til að koma í veg fyrir þær hörmungar sem fólkið í Úkraínu stendur frammi fyrir. Við erum að beita okkur með mannúðaraðstoð og öðrum þáttum.“ Alþingi Öryggis- og varnarmál Viðreisn Utanríkismál NATO Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Umræðan hófst þegar Þorgerður Katrín tók til máls í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Þar sagði hún varnarsamning Íslands við Bandaríkin, sem skrifað var undir árið 1951, vera hornstein í þjóðaröryggismálum Íslands. Sagði aðstæður breyttar Þorgerður Katrín sagði aðstæður hins vera orðnar verulega breyttar. „Varnarsamningurinn þarf með ótvíræðum hætti að taka til netárása sem beinast gegn öryggi landsins. Hann þarf líka að taka til mikilvægis órofinna samgangna, innviða og samskipta Íslands við umheiminn á ófriðartímum, eins og birgðaflutninga, sæstrengja eða orkuöryggis. Þetta gerir samningurinn ekki í dag,“ sagði Þorgerður Katrín. B-2 Spirit á Keflavíkurflugvelli þann 2. september síðastliðinn.U.S. Air Force/Victoria Hommel Beindi hún þeirri spurningu að Katrínu hvort að hún sem forsætisráðherra og formaður þjóðaröryggisráðs teldi ekki ástæðu vera til að taka upp varnarsamninginn við Bandaríkin. Katrín svaraði spurningu Þorgerðar Katrínar ekki beint, í fyrstu, en sagði að það lægi fyrir að uppfæra þyrfti áhættumat í þjóðaröryggismálum svo að hægt væri að leggja sjálfstætt mat hvar þörfun væri brýnust. Spurði Katrínu aftur Þorgerður Katrín virtist ekki vera sérstaklega ánægð með svar Katrínar og sagði hana ekki hafa svarað spurningunni. „Þetta er athyglisvert. Forsætisráðherra, sem situr í ríkisstjórn sem meðal annars Sjálfstæðisflokkurinn er aðili að, getur ekki sagt skýrt og klárt að það eigi að taka upp varnarsamninginn við Bandaríkin, sem er frá árinu 1951, í ljósi þjóðarhagsmuna, þjóðaröryggis, sagði Þorgerður Katrín,“ en þingflokkur hennar lagði í gær fram þingsályktunartillögu um aukið alþjóðlegt samstarf í öryggis- og varnarmálum. Þvær þotur á flugi.Vísir/Tryggvi Spurði hún því Katrínu aftur. „Mun ráðherra beita sér fyrir því að taka upp varnarsamninginn við Bandaríkin í ljósi þess að hann geymi skýrari ákvæði til að verja okkur Íslendinga, ekki bara varðandi netöryggi heldur líka til þess að vita hversu langan tíma Bandaríkjamenn ætla sér til að bregðast við ef við óskum eftir aðstoð þeirra í óöruggum aðstæðum?“ Sakaði Þorgerði Katrínu um mælskubrögð Katrín kom þá í pontu og sagði spurningar Þorgerðar Katrínar koma á óvart og sagðist hún telja varasamt af hálfu Þorgerðar Katrínar að sá þeim fræjum að varnarnasamningurinn stæðist ekki tímans tönn. „Hann er fyrir hendi. Hann hefur verið uppfærður tvisvar sinnum, 2006 og svo 2016, og það er ekki bara mitt mat sem formanns þjóðaröryggisráðs, sem hæstvirtur þingmaður vill helst reyna að láta líta tortryggilega út, heldur mat ríkisstjórnarinnar að á þessu sé ekki þörf, þetta sé algerlega skýrt sem og aðildin að Atlantshafsbandalaginu sem einnig er kveðið á um í þjóðaröryggisstefnunni,“ sagði Katrín. Sakaði hún Þorgerði Katrínu einnig um að bæta mælskubrögðum. „Ég held að ekki sé ástæða til að grípa til slíkra mælskubragða þegar ástandið í heiminum er jafn alvarlegt og raun ber vitni. Ég held að engin ástæða sé til að koma hér upp og reyna að láta líta svo út að íslensk stjórnvöld séu ekki að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja öryggi íslenskra borgara um leið og við leggjum það af mörkum sem við getum til að koma í veg fyrir þær hörmungar sem fólkið í Úkraínu stendur frammi fyrir. Við erum að beita okkur með mannúðaraðstoð og öðrum þáttum.“
Alþingi Öryggis- og varnarmál Viðreisn Utanríkismál NATO Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira