Réðst á hana þar sem hún lá í sófanum
Dómari setti nálgunarbann á Ronald Carlson eftir að hann réðst á hana á heimili sínu í lok febrúar. Atvikið átti sér stað þegar hann kom að skila lyklinum að heimilinu og Selma minntist á það að henni liði illa eftir að hún kláraði meðferð við MS sjúkdómnum sem hún glímir við. Viðbrögðin hans voru að hreyta í hana að hún væri tilgangslaus og sagði:
„Ég á þetta *blótsyrði* ekki skilið, ég get gert miklu betur en þig.“
Ronald varð síðan reiður og réðst á hana þar sem hún lá í sófanum og kyrkti hana, hélt henni og hristi hana til. Hún reyndi að verja sig með því að pota í andlitið á honum og öskra á hjálp frá heimilishjálpinni sem var á annarri hæð hússins.

Hún gat ekki andað
Ronald greip þá fyrir munninn og andlitið á henni og ýtti því ofan í sófann sem varð til þess að hún gat ekki andað og missti tímabundið meðvitund. Þegar hún komst aftur til meðvitundar héldu átökin áfram og hann ýtti hausnum á henni sem varð til þess að hún datt á gólfið og byrjaði að blæða nefinu á henni segir í dómskjalinu.
Eftir átökin fór Ronald af svæðinu og Selma hringdi á lögregluna sem kom að taka skýrslu af henni. Í skýrslutökunni byrjaði að blæða út nefinu á henni og hún missti meðvitund og var í kjölfarið flutt á sjúkrahús í sjúkrabíl. Áverkar af völdum hans voru myndaðir og kæra lögð fram.
Hrædd við skotvopn í hans vörslu
Síðar um kvöldið var hann handtekinn og Selma sótti um nálgunarbann á Ronald. Hún segist vera sérstaklega hrædd við hann þar sem hann er með undir höndum óskráð skotvopn á heimilinu sínu og hótaði að drepa hana í átökunum sem áttu sér stað.
Fyrrverandi kærastinn reyndi að sækja um nálgunarbann á hana eftir handtökuna en fékk það ekki samþykkt.