Hvetur United til að nýta sér upplausnina hjá Chelsea og krækja í Tuchel Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. mars 2022 16:01 Hugsar Thomas Tuchel sér til hreyfings eftir vendingar síðustu daga? getty/Lewis Storey Jamie Carragher segir að forráðamenn Manchester United eigi að nýta sér ástandið í herbúðum Chelsea og fá knattspyrnustjóra liðsins, Thomas Tuchel. Breska ríkisstjórnin frysti eignir Romans Abramovich, eiganda Chelsea, í dag vegna tengsla hans við Vladímír Pútin, forseta Rússlands. Abramovich má ekki lengur hagnast neitt á því að eiga félagið. Chelsea má til að mynda ekki selja fleiri miða á leiki í vetur né selja varning merktan félaginu. Þá má Chelsea ekki kaupa leikmenn né gera nýja samninga við þá sem fyrir eru hjá félaginu og það gæti misst stærstu styrktaraðila sína. Þá setja refsiaðgerðir bresku ríkisstjórnarinnar fyriráætlanir Abramovichs um að selja Chelsea í uppnám. Svo gæti reyndar farið að félagið yrði selt en Abramovich má ekki græða neitt á því. Staðan hjá Chelsea er því nokkuð óljós og Carragher segir í pistli á The Telegraph að United eigi að nýta sér það og fá Tuchel yfir til Manchester. United er í leit að manni til að taka við félaginu af Ralf Rangnick í sumar. „Manchester United hefur fengið upplagt tækifæri til að fá stjórann sem ætti að vera efstur á óskalista þeirra: Thomas Tuchel. Vegna stöðunnar hjá Chelsea hefur ákvörðun United að bíða með stjóraráðninguna þar til eftir tímabilið fært þeim möguleika sem enginn sá fyrir. Einn besti stjóri heims ætti að vera þeirra fyrsti kostur,“ skrifaði Carragher. „Tuchel, eins og allir aðrir á Stamford Bridge, veit ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér. Enginn getur fullvissað hann um hvernig leikmannahópurinn lítur út í byrjun næsta tímabils í ljósi þess að salan á félaginu tefst. Enginn stjóri vill starfa við svoleiðis aðstæður. Ef hann fær tækifæri til að taka við félagi eins og United ætti hann að nýta það.“ Carragher segir að United sé spennandi kostur fyrir Tuchel. „United getur boðið honum upp á öryggi og stuðning sem allir stjórar þrá. Þetta á kannski eftir að líta út fyrir að vera hálfgert rán, að nýta sér vandræði Chelsea, en út frá sjónarhóli United og Tuchels er þetta ekki spurning.“ Erik ten Hag, stjóri Ajax, og Mauricio Pochettino, stjóri Paris Saint-Germain, hafa aðallega verið orðaðir við United. Sá síðarnefndi tók einmitt við PSG þegar Tuchel var rekinn þaðan um jólin 2020. Tuchel tók í kjölfarið við Chelsea og hefur unnið þrjá titla hjá Lundúnaliðinu, þar á meðal Meistaradeild Evrópu síðasta vor. Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Fleiri fréttir Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Sjá meira
Breska ríkisstjórnin frysti eignir Romans Abramovich, eiganda Chelsea, í dag vegna tengsla hans við Vladímír Pútin, forseta Rússlands. Abramovich má ekki lengur hagnast neitt á því að eiga félagið. Chelsea má til að mynda ekki selja fleiri miða á leiki í vetur né selja varning merktan félaginu. Þá má Chelsea ekki kaupa leikmenn né gera nýja samninga við þá sem fyrir eru hjá félaginu og það gæti misst stærstu styrktaraðila sína. Þá setja refsiaðgerðir bresku ríkisstjórnarinnar fyriráætlanir Abramovichs um að selja Chelsea í uppnám. Svo gæti reyndar farið að félagið yrði selt en Abramovich má ekki græða neitt á því. Staðan hjá Chelsea er því nokkuð óljós og Carragher segir í pistli á The Telegraph að United eigi að nýta sér það og fá Tuchel yfir til Manchester. United er í leit að manni til að taka við félaginu af Ralf Rangnick í sumar. „Manchester United hefur fengið upplagt tækifæri til að fá stjórann sem ætti að vera efstur á óskalista þeirra: Thomas Tuchel. Vegna stöðunnar hjá Chelsea hefur ákvörðun United að bíða með stjóraráðninguna þar til eftir tímabilið fært þeim möguleika sem enginn sá fyrir. Einn besti stjóri heims ætti að vera þeirra fyrsti kostur,“ skrifaði Carragher. „Tuchel, eins og allir aðrir á Stamford Bridge, veit ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér. Enginn getur fullvissað hann um hvernig leikmannahópurinn lítur út í byrjun næsta tímabils í ljósi þess að salan á félaginu tefst. Enginn stjóri vill starfa við svoleiðis aðstæður. Ef hann fær tækifæri til að taka við félagi eins og United ætti hann að nýta það.“ Carragher segir að United sé spennandi kostur fyrir Tuchel. „United getur boðið honum upp á öryggi og stuðning sem allir stjórar þrá. Þetta á kannski eftir að líta út fyrir að vera hálfgert rán, að nýta sér vandræði Chelsea, en út frá sjónarhóli United og Tuchels er þetta ekki spurning.“ Erik ten Hag, stjóri Ajax, og Mauricio Pochettino, stjóri Paris Saint-Germain, hafa aðallega verið orðaðir við United. Sá síðarnefndi tók einmitt við PSG þegar Tuchel var rekinn þaðan um jólin 2020. Tuchel tók í kjölfarið við Chelsea og hefur unnið þrjá titla hjá Lundúnaliðinu, þar á meðal Meistaradeild Evrópu síðasta vor.
Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Fleiri fréttir Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Sjá meira