Úkraínumenn þjakaðir af samviskubiti gagnvart heimalandinu Snorri Másson skrifar 10. mars 2022 20:30 Mægðurnar Anna Dymaretska og Olena Zablocka verja lunganum úr hverjum degi við símann, í sambandi við vini og vandamenn heima í Úkraínu. Stöð 2/Arnar Úkraínskar mæðgur sem hafa búið hér á landi um árabil hafa hafið söfnun fyrir fólk í vanda í heimalandinu. Fyrir nokkrum vikum var lífið á Íslandi eðlilegt. Anna fór stundum með dóttur sína í heimsókn til ömmu í næsta húsi og þær fylgdust með heimalandinu Úkraínu úr fjarlægð. Þær höfðu ekki endilega á stefnuskránni að snúa aftur til Úkraínu, en nú er ekkert eins og það var. „Ég þekki marga brottflutta sem hafa hugsað sig tvisvar um eftir að þetta hófst allt. Sem nú vilja helst fara aftur heim og taka þátt í að byggja landið okkar aftur upp. Þetta var ekki besti staðurinn til að lifa og það voru ýmis vandamál en þegar þetta gerðist breyttist allt. Við urðum svo sterk saman, við sameinuðumst, og nú erum við sterkari en nokkru sinni fyrr,“ segir Anna Dymaretska. Mæðgurnar hafa hrundið af stað söfnun á meðal Íslendinga fyrir Úkraínumenn. Þær segja að ákveðin tortryggni hafi ríkt gagnvart aðgerðum af sama toga og lofa því gagnsæi - endurskoðandi fer yfir reikningana. Þetta snýst um að koma nauðsynjum til venjulegs fólks. „Við erum að búa til þennan reikning til þess að hjálpa fólki að komast af í þessari ömurlegu stöðu. En það er samt þannig að vinir mínir úti hafa eina einfalda ósk; friðsælan himin fyrir ofan sig,“ segir Olena Zablocka. Svetlana, til vinstri, kom til Íslands í byrjun mars. Hún er amma Elenóru, í fanginu á móður sinni Önnu í miðjunni. Til hægri er hin amman, Olena.Stöð 2/Arnar Tengdamóðirin kom heim í sjokki Olena og Anna hafa verið hér frá 2012 og 2014. Olena vinnur í Costco, eins og eiginmaður Önnu. Móðir hans, Svetlana, komst út úr Úkraínu í byrjun mánaðar þegar stríðið var nýskollið á. Upphaflega vildi hún ekki fara en sonur hennar og fjölskylda drifu hana úr landi. Svetlana er enn í sjokki, en Anna segir þunga sektarkennd hrjá þá Úkraínumenn sem horfa á stríðið úr öruggri fjarlægð. „Sérstaklega þeir sem hafa upplifað þennan hrylling stríðsins en komist burt til útlanda strax í byrjun. Þau þjást svo mikið,“ segir Anna. Maðurinn þinn er hér, hann er frá Úkraínu. Finnst honum að hann ætti að fara til Úkraínu og berjast? „Já, hann hefur átt í mikilli innri baráttu um það hvort hann ætti að fara eða vera áfram hér.“ Þú vilt ekki að hann fari. „Nei, auðvitað ekki.“ Hægt er að leggja söfnun mæðgnanna lið með því að leggja inn á reikninginn: Reikningsnúmer: 0123-15-048671 Kennitala: 161165-2719 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Innflytjendamál Tengdar fréttir Rauði krossinn sendir 70 milljónir til mannúðaraðgerða í Úkraínu og nágrannaríkjum Rauði krossinn á Íslandi tilkynnti Alþjóða Rauða krossinum í gær um 70 milljónir króna til mannúðaraðstoðar í Úkraínu vegna átakanna þar í landi og til aðstoðar flóttafólki í nágrannaríkjum. Framlagið er afrakstur neyðarsöfnunar Rauða krossins þar sem nú hafa tæplega 40 milljónir króna safnast auk 30 milljóna króna framlags frá utanríkisráðuneytinu. 10. mars 2022 14:48 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Fleiri fréttir Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Sjá meira
Fyrir nokkrum vikum var lífið á Íslandi eðlilegt. Anna fór stundum með dóttur sína í heimsókn til ömmu í næsta húsi og þær fylgdust með heimalandinu Úkraínu úr fjarlægð. Þær höfðu ekki endilega á stefnuskránni að snúa aftur til Úkraínu, en nú er ekkert eins og það var. „Ég þekki marga brottflutta sem hafa hugsað sig tvisvar um eftir að þetta hófst allt. Sem nú vilja helst fara aftur heim og taka þátt í að byggja landið okkar aftur upp. Þetta var ekki besti staðurinn til að lifa og það voru ýmis vandamál en þegar þetta gerðist breyttist allt. Við urðum svo sterk saman, við sameinuðumst, og nú erum við sterkari en nokkru sinni fyrr,“ segir Anna Dymaretska. Mæðgurnar hafa hrundið af stað söfnun á meðal Íslendinga fyrir Úkraínumenn. Þær segja að ákveðin tortryggni hafi ríkt gagnvart aðgerðum af sama toga og lofa því gagnsæi - endurskoðandi fer yfir reikningana. Þetta snýst um að koma nauðsynjum til venjulegs fólks. „Við erum að búa til þennan reikning til þess að hjálpa fólki að komast af í þessari ömurlegu stöðu. En það er samt þannig að vinir mínir úti hafa eina einfalda ósk; friðsælan himin fyrir ofan sig,“ segir Olena Zablocka. Svetlana, til vinstri, kom til Íslands í byrjun mars. Hún er amma Elenóru, í fanginu á móður sinni Önnu í miðjunni. Til hægri er hin amman, Olena.Stöð 2/Arnar Tengdamóðirin kom heim í sjokki Olena og Anna hafa verið hér frá 2012 og 2014. Olena vinnur í Costco, eins og eiginmaður Önnu. Móðir hans, Svetlana, komst út úr Úkraínu í byrjun mánaðar þegar stríðið var nýskollið á. Upphaflega vildi hún ekki fara en sonur hennar og fjölskylda drifu hana úr landi. Svetlana er enn í sjokki, en Anna segir þunga sektarkennd hrjá þá Úkraínumenn sem horfa á stríðið úr öruggri fjarlægð. „Sérstaklega þeir sem hafa upplifað þennan hrylling stríðsins en komist burt til útlanda strax í byrjun. Þau þjást svo mikið,“ segir Anna. Maðurinn þinn er hér, hann er frá Úkraínu. Finnst honum að hann ætti að fara til Úkraínu og berjast? „Já, hann hefur átt í mikilli innri baráttu um það hvort hann ætti að fara eða vera áfram hér.“ Þú vilt ekki að hann fari. „Nei, auðvitað ekki.“ Hægt er að leggja söfnun mæðgnanna lið með því að leggja inn á reikninginn: Reikningsnúmer: 0123-15-048671 Kennitala: 161165-2719
Hægt er að leggja söfnun mæðgnanna lið með því að leggja inn á reikninginn: Reikningsnúmer: 0123-15-048671 Kennitala: 161165-2719
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Innflytjendamál Tengdar fréttir Rauði krossinn sendir 70 milljónir til mannúðaraðgerða í Úkraínu og nágrannaríkjum Rauði krossinn á Íslandi tilkynnti Alþjóða Rauða krossinum í gær um 70 milljónir króna til mannúðaraðstoðar í Úkraínu vegna átakanna þar í landi og til aðstoðar flóttafólki í nágrannaríkjum. Framlagið er afrakstur neyðarsöfnunar Rauða krossins þar sem nú hafa tæplega 40 milljónir króna safnast auk 30 milljóna króna framlags frá utanríkisráðuneytinu. 10. mars 2022 14:48 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Fleiri fréttir Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Sjá meira
Rauði krossinn sendir 70 milljónir til mannúðaraðgerða í Úkraínu og nágrannaríkjum Rauði krossinn á Íslandi tilkynnti Alþjóða Rauða krossinum í gær um 70 milljónir króna til mannúðaraðstoðar í Úkraínu vegna átakanna þar í landi og til aðstoðar flóttafólki í nágrannaríkjum. Framlagið er afrakstur neyðarsöfnunar Rauða krossins þar sem nú hafa tæplega 40 milljónir króna safnast auk 30 milljóna króna framlags frá utanríkisráðuneytinu. 10. mars 2022 14:48