Úkraínumenn þjakaðir af samviskubiti gagnvart heimalandinu Snorri Másson skrifar 10. mars 2022 20:30 Mægðurnar Anna Dymaretska og Olena Zablocka verja lunganum úr hverjum degi við símann, í sambandi við vini og vandamenn heima í Úkraínu. Stöð 2/Arnar Úkraínskar mæðgur sem hafa búið hér á landi um árabil hafa hafið söfnun fyrir fólk í vanda í heimalandinu. Fyrir nokkrum vikum var lífið á Íslandi eðlilegt. Anna fór stundum með dóttur sína í heimsókn til ömmu í næsta húsi og þær fylgdust með heimalandinu Úkraínu úr fjarlægð. Þær höfðu ekki endilega á stefnuskránni að snúa aftur til Úkraínu, en nú er ekkert eins og það var. „Ég þekki marga brottflutta sem hafa hugsað sig tvisvar um eftir að þetta hófst allt. Sem nú vilja helst fara aftur heim og taka þátt í að byggja landið okkar aftur upp. Þetta var ekki besti staðurinn til að lifa og það voru ýmis vandamál en þegar þetta gerðist breyttist allt. Við urðum svo sterk saman, við sameinuðumst, og nú erum við sterkari en nokkru sinni fyrr,“ segir Anna Dymaretska. Mæðgurnar hafa hrundið af stað söfnun á meðal Íslendinga fyrir Úkraínumenn. Þær segja að ákveðin tortryggni hafi ríkt gagnvart aðgerðum af sama toga og lofa því gagnsæi - endurskoðandi fer yfir reikningana. Þetta snýst um að koma nauðsynjum til venjulegs fólks. „Við erum að búa til þennan reikning til þess að hjálpa fólki að komast af í þessari ömurlegu stöðu. En það er samt þannig að vinir mínir úti hafa eina einfalda ósk; friðsælan himin fyrir ofan sig,“ segir Olena Zablocka. Svetlana, til vinstri, kom til Íslands í byrjun mars. Hún er amma Elenóru, í fanginu á móður sinni Önnu í miðjunni. Til hægri er hin amman, Olena.Stöð 2/Arnar Tengdamóðirin kom heim í sjokki Olena og Anna hafa verið hér frá 2012 og 2014. Olena vinnur í Costco, eins og eiginmaður Önnu. Móðir hans, Svetlana, komst út úr Úkraínu í byrjun mánaðar þegar stríðið var nýskollið á. Upphaflega vildi hún ekki fara en sonur hennar og fjölskylda drifu hana úr landi. Svetlana er enn í sjokki, en Anna segir þunga sektarkennd hrjá þá Úkraínumenn sem horfa á stríðið úr öruggri fjarlægð. „Sérstaklega þeir sem hafa upplifað þennan hrylling stríðsins en komist burt til útlanda strax í byrjun. Þau þjást svo mikið,“ segir Anna. Maðurinn þinn er hér, hann er frá Úkraínu. Finnst honum að hann ætti að fara til Úkraínu og berjast? „Já, hann hefur átt í mikilli innri baráttu um það hvort hann ætti að fara eða vera áfram hér.“ Þú vilt ekki að hann fari. „Nei, auðvitað ekki.“ Hægt er að leggja söfnun mæðgnanna lið með því að leggja inn á reikninginn: Reikningsnúmer: 0123-15-048671 Kennitala: 161165-2719 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Innflytjendamál Tengdar fréttir Rauði krossinn sendir 70 milljónir til mannúðaraðgerða í Úkraínu og nágrannaríkjum Rauði krossinn á Íslandi tilkynnti Alþjóða Rauða krossinum í gær um 70 milljónir króna til mannúðaraðstoðar í Úkraínu vegna átakanna þar í landi og til aðstoðar flóttafólki í nágrannaríkjum. Framlagið er afrakstur neyðarsöfnunar Rauða krossins þar sem nú hafa tæplega 40 milljónir króna safnast auk 30 milljóna króna framlags frá utanríkisráðuneytinu. 10. mars 2022 14:48 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Fyrir nokkrum vikum var lífið á Íslandi eðlilegt. Anna fór stundum með dóttur sína í heimsókn til ömmu í næsta húsi og þær fylgdust með heimalandinu Úkraínu úr fjarlægð. Þær höfðu ekki endilega á stefnuskránni að snúa aftur til Úkraínu, en nú er ekkert eins og það var. „Ég þekki marga brottflutta sem hafa hugsað sig tvisvar um eftir að þetta hófst allt. Sem nú vilja helst fara aftur heim og taka þátt í að byggja landið okkar aftur upp. Þetta var ekki besti staðurinn til að lifa og það voru ýmis vandamál en þegar þetta gerðist breyttist allt. Við urðum svo sterk saman, við sameinuðumst, og nú erum við sterkari en nokkru sinni fyrr,“ segir Anna Dymaretska. Mæðgurnar hafa hrundið af stað söfnun á meðal Íslendinga fyrir Úkraínumenn. Þær segja að ákveðin tortryggni hafi ríkt gagnvart aðgerðum af sama toga og lofa því gagnsæi - endurskoðandi fer yfir reikningana. Þetta snýst um að koma nauðsynjum til venjulegs fólks. „Við erum að búa til þennan reikning til þess að hjálpa fólki að komast af í þessari ömurlegu stöðu. En það er samt þannig að vinir mínir úti hafa eina einfalda ósk; friðsælan himin fyrir ofan sig,“ segir Olena Zablocka. Svetlana, til vinstri, kom til Íslands í byrjun mars. Hún er amma Elenóru, í fanginu á móður sinni Önnu í miðjunni. Til hægri er hin amman, Olena.Stöð 2/Arnar Tengdamóðirin kom heim í sjokki Olena og Anna hafa verið hér frá 2012 og 2014. Olena vinnur í Costco, eins og eiginmaður Önnu. Móðir hans, Svetlana, komst út úr Úkraínu í byrjun mánaðar þegar stríðið var nýskollið á. Upphaflega vildi hún ekki fara en sonur hennar og fjölskylda drifu hana úr landi. Svetlana er enn í sjokki, en Anna segir þunga sektarkennd hrjá þá Úkraínumenn sem horfa á stríðið úr öruggri fjarlægð. „Sérstaklega þeir sem hafa upplifað þennan hrylling stríðsins en komist burt til útlanda strax í byrjun. Þau þjást svo mikið,“ segir Anna. Maðurinn þinn er hér, hann er frá Úkraínu. Finnst honum að hann ætti að fara til Úkraínu og berjast? „Já, hann hefur átt í mikilli innri baráttu um það hvort hann ætti að fara eða vera áfram hér.“ Þú vilt ekki að hann fari. „Nei, auðvitað ekki.“ Hægt er að leggja söfnun mæðgnanna lið með því að leggja inn á reikninginn: Reikningsnúmer: 0123-15-048671 Kennitala: 161165-2719
Hægt er að leggja söfnun mæðgnanna lið með því að leggja inn á reikninginn: Reikningsnúmer: 0123-15-048671 Kennitala: 161165-2719
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Innflytjendamál Tengdar fréttir Rauði krossinn sendir 70 milljónir til mannúðaraðgerða í Úkraínu og nágrannaríkjum Rauði krossinn á Íslandi tilkynnti Alþjóða Rauða krossinum í gær um 70 milljónir króna til mannúðaraðstoðar í Úkraínu vegna átakanna þar í landi og til aðstoðar flóttafólki í nágrannaríkjum. Framlagið er afrakstur neyðarsöfnunar Rauða krossins þar sem nú hafa tæplega 40 milljónir króna safnast auk 30 milljóna króna framlags frá utanríkisráðuneytinu. 10. mars 2022 14:48 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Rauði krossinn sendir 70 milljónir til mannúðaraðgerða í Úkraínu og nágrannaríkjum Rauði krossinn á Íslandi tilkynnti Alþjóða Rauða krossinum í gær um 70 milljónir króna til mannúðaraðstoðar í Úkraínu vegna átakanna þar í landi og til aðstoðar flóttafólki í nágrannaríkjum. Framlagið er afrakstur neyðarsöfnunar Rauða krossins þar sem nú hafa tæplega 40 milljónir króna safnast auk 30 milljóna króna framlags frá utanríkisráðuneytinu. 10. mars 2022 14:48