Segir Liverpool hafa gert það sem það geti fyrir Salah Sindri Sverrisson skrifar 11. mars 2022 13:32 Liverpool FC v FC Internazionale: Round Of Sixteen Leg Two - UEFA Champions League LIVERPOOL, ENGLAND - MARCH 08: Mohamed Salah of Liverpool in action during the UEFA Champions League Round Of Sixteen Leg Two match between Liverpool FC and FC Internazionale at Anfield on March 08, 2022 in Liverpool, England. (Photo by Chris Brunskill/Fantasista/Getty Images) Ákvörðunin um það hvort að Mohamed Salah framlengi samning sinn við enska knattspyrnufélagið Liverpool liggur í höndum Egyptans sem nú ætti að vita hvað Liverpool hefur að bjóða. Af orðum Jürgens Klopp að dæma hefur Liverpool svo gott sem gert Salah lokatilboð um nýjan samning. Núgildandi samningur Salah rennur út sumarið 2023 og forráðamenn Liverpool hafa sjálfsagt engan áhuga á því að einn albesti leikmaður heims fari frítt frá félaginu þá. Skárra væri sennilega að selja hann í sumar ef samningar næðust ekki. Klopp tjáði sig um samningsstöðu Salah á blaðamannafundi í dag fyrir hádegisleikinn gegn Brighton á morgun, í ensku úrvalsdeildinni: „Mo býst við því að félagið sýni metnað. Við höfum gert það og gerum það. Við getum ekki gert mikið meira. Þetta er ákvörðun Mos. Félagið gerði það sem það gat gert. Þetta er allt í góðu að mínu mati. Það hefur ekkert frekar gerst, engin undirskrift eða höfnun. Við verðum bara að bíða. Það liggur ekkert á.“ "It's Mo's decision."Jurgen Klopp says the decision on a new contract for Mo Salah lies with the player but adds there is no rush with the situation. pic.twitter.com/Ajhw1PNKsy— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 11, 2022 Salah hefur skorað 27 mörk á þessari leiktíð fyrir Liverpool auk þess að vinna silfurverðlaun með Egyptalandi á Afríkumótinu fyrir rúmum mánuði síðan. Með Salah í fararbroddi er Liverpool í harðri baráttu við Manchester City um Englandsmeistaratitilinn, búið að vinna enska deildabikarmeistaratitilinn, komið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu sem og í 8-liða úrslit ensku bikarkeppninnar. Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Fleiri fréttir Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Sjá meira
Af orðum Jürgens Klopp að dæma hefur Liverpool svo gott sem gert Salah lokatilboð um nýjan samning. Núgildandi samningur Salah rennur út sumarið 2023 og forráðamenn Liverpool hafa sjálfsagt engan áhuga á því að einn albesti leikmaður heims fari frítt frá félaginu þá. Skárra væri sennilega að selja hann í sumar ef samningar næðust ekki. Klopp tjáði sig um samningsstöðu Salah á blaðamannafundi í dag fyrir hádegisleikinn gegn Brighton á morgun, í ensku úrvalsdeildinni: „Mo býst við því að félagið sýni metnað. Við höfum gert það og gerum það. Við getum ekki gert mikið meira. Þetta er ákvörðun Mos. Félagið gerði það sem það gat gert. Þetta er allt í góðu að mínu mati. Það hefur ekkert frekar gerst, engin undirskrift eða höfnun. Við verðum bara að bíða. Það liggur ekkert á.“ "It's Mo's decision."Jurgen Klopp says the decision on a new contract for Mo Salah lies with the player but adds there is no rush with the situation. pic.twitter.com/Ajhw1PNKsy— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 11, 2022 Salah hefur skorað 27 mörk á þessari leiktíð fyrir Liverpool auk þess að vinna silfurverðlaun með Egyptalandi á Afríkumótinu fyrir rúmum mánuði síðan. Með Salah í fararbroddi er Liverpool í harðri baráttu við Manchester City um Englandsmeistaratitilinn, búið að vinna enska deildabikarmeistaratitilinn, komið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu sem og í 8-liða úrslit ensku bikarkeppninnar.
Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Fleiri fréttir Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Sjá meira