Sjúklingar þurft að bíða á börum inni í sjúkrabílum Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. mars 2022 13:49 Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítala. Vísir/Baldur hrafnkell Mjög alvarleg staða er á bráðamóttöku Landspítalans, sem að stórum hluta má rekja til hinnar gríðarlegu útbreiðslu Covid á landinu nú, að sögn yfirlæknis. Sjúklingar hafa neyðst til að bíða í sjúkrabílum eftir þjónustu og þá er mörgum sinnt á göngum spítalans, sem yfirlæknir segir algjörlega óásættanlegt. 88 sjúklingar liggja nú á Landspítala með COVID-19 og fjölgar um ellefu síðan í gær. Það fækkar þó um tvo á gjörgæslu en þar eru nú tveir, annar þeirra í öndunarvél. Hjalti Már Björnsson yfirlæknir á bráðamóttöku lýsir gríðarlegu álagi á legudeildum og bráðamóttökunni vegna þess fjölda Covid-smitaðra sem liggur á spítalanum. „Því til viðbótar er gríðarlegt álag vegna veikindafjarvista starfsfólks sem gerir mun erfiðara aðsinna þeim fjölmörgu sem þurfa ða leita til spítalans. Því hefur biðtími eftir þjónustu því miður lengst nokkuð undanfarið.“ Meðvirk eftir langvarandi neyðarástand Hjalti segir innlagnarkreppu hafa ríkt í íslensku heilbrigðiskerfi í hálfan áratug. „Við erum orðin svo meðvirk eftir langvarandi neyðarástand þar sem hefur verið hrópað og bent á að það þurfi að gera betur að við erum hætt að kippa okkur upp við það. En ástandið er mjög slæmt núna.“ Nú fyrir hádegi biðu 23 eftir innlögn á bráðamóttöku en öll 28 rúmstæðin sem til er að dreifa eru full. „Það hefur meira að segja verið þannig að fólk hefur þurft að bíða á sjúkrabörum í sjúkrabílum, það hafa verið margir á biðstofunni og mjög margir þurft að fá þjónustu á göngum deildarinnar. Sem er óásættanlegt að öllu leyti fyrir sjúklinga. En þannig er bara heilbrigðiskerfið rekið í dag. En við höfum fulla trú á því að það verði gripið til róttækra ráðstafana til að bæta loksins þessa stöðu,“ segir Hjalti. „En það er ljóst að það hefur ekki verið hlustað á viðvaranir heilbrigðisfólksins mjög lengi og spítalinn mjög vanbúinn til að takast á við þennan álagstopp til viðbótar við annað sem hann sinnir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Hundrað manns á sjúkrahúsum landsins með Covid-19 Alls eru hundrað manns nú inniliggjandi á sjúkrahúsum landsins með Covid-19 og hafa aldrei verið fleiri. 2.656 greindust með Covid-19 í gær, ýmist í hraðprófum eða þá PCR-prófum. 11. mars 2022 12:00 Telja að rúmlega átján milljón manns hafi í raun látist vegna Covid Teymi rannsakenda við Háskólann í Washington hefur komist að þeirri niðurstöðu að líklega hafi rúmlega átján milljón manns látist, þrefalt fleiri en opinberar tölur segja til um. Ísland er meðal þeirra landa sem teymið telur að sé með lægstu umfram dánartíðnina. 11. mars 2022 10:47 Álagið á heilbrigðisstofnanir nú meira en áður í faraldrinum Staðan heldur áfram að þyngjast á heilbrigðisstofnunum og sjúkrahúsum landsins viku fyrir viku og hefur ekki verið meira álag vegna Covid frá því að faraldurinn hófst fyrir rúmum tveimur árum. Þetta kemur fram í nýjum pistli sóttvarnalæknis en hann leggur til ýmis tilmæli til landsmanna í ljósi útbreiðslunnar. 10. mars 2022 12:33 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fleiri fréttir Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Sjá meira
88 sjúklingar liggja nú á Landspítala með COVID-19 og fjölgar um ellefu síðan í gær. Það fækkar þó um tvo á gjörgæslu en þar eru nú tveir, annar þeirra í öndunarvél. Hjalti Már Björnsson yfirlæknir á bráðamóttöku lýsir gríðarlegu álagi á legudeildum og bráðamóttökunni vegna þess fjölda Covid-smitaðra sem liggur á spítalanum. „Því til viðbótar er gríðarlegt álag vegna veikindafjarvista starfsfólks sem gerir mun erfiðara aðsinna þeim fjölmörgu sem þurfa ða leita til spítalans. Því hefur biðtími eftir þjónustu því miður lengst nokkuð undanfarið.“ Meðvirk eftir langvarandi neyðarástand Hjalti segir innlagnarkreppu hafa ríkt í íslensku heilbrigðiskerfi í hálfan áratug. „Við erum orðin svo meðvirk eftir langvarandi neyðarástand þar sem hefur verið hrópað og bent á að það þurfi að gera betur að við erum hætt að kippa okkur upp við það. En ástandið er mjög slæmt núna.“ Nú fyrir hádegi biðu 23 eftir innlögn á bráðamóttöku en öll 28 rúmstæðin sem til er að dreifa eru full. „Það hefur meira að segja verið þannig að fólk hefur þurft að bíða á sjúkrabörum í sjúkrabílum, það hafa verið margir á biðstofunni og mjög margir þurft að fá þjónustu á göngum deildarinnar. Sem er óásættanlegt að öllu leyti fyrir sjúklinga. En þannig er bara heilbrigðiskerfið rekið í dag. En við höfum fulla trú á því að það verði gripið til róttækra ráðstafana til að bæta loksins þessa stöðu,“ segir Hjalti. „En það er ljóst að það hefur ekki verið hlustað á viðvaranir heilbrigðisfólksins mjög lengi og spítalinn mjög vanbúinn til að takast á við þennan álagstopp til viðbótar við annað sem hann sinnir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Hundrað manns á sjúkrahúsum landsins með Covid-19 Alls eru hundrað manns nú inniliggjandi á sjúkrahúsum landsins með Covid-19 og hafa aldrei verið fleiri. 2.656 greindust með Covid-19 í gær, ýmist í hraðprófum eða þá PCR-prófum. 11. mars 2022 12:00 Telja að rúmlega átján milljón manns hafi í raun látist vegna Covid Teymi rannsakenda við Háskólann í Washington hefur komist að þeirri niðurstöðu að líklega hafi rúmlega átján milljón manns látist, þrefalt fleiri en opinberar tölur segja til um. Ísland er meðal þeirra landa sem teymið telur að sé með lægstu umfram dánartíðnina. 11. mars 2022 10:47 Álagið á heilbrigðisstofnanir nú meira en áður í faraldrinum Staðan heldur áfram að þyngjast á heilbrigðisstofnunum og sjúkrahúsum landsins viku fyrir viku og hefur ekki verið meira álag vegna Covid frá því að faraldurinn hófst fyrir rúmum tveimur árum. Þetta kemur fram í nýjum pistli sóttvarnalæknis en hann leggur til ýmis tilmæli til landsmanna í ljósi útbreiðslunnar. 10. mars 2022 12:33 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fleiri fréttir Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Sjá meira
Hundrað manns á sjúkrahúsum landsins með Covid-19 Alls eru hundrað manns nú inniliggjandi á sjúkrahúsum landsins með Covid-19 og hafa aldrei verið fleiri. 2.656 greindust með Covid-19 í gær, ýmist í hraðprófum eða þá PCR-prófum. 11. mars 2022 12:00
Telja að rúmlega átján milljón manns hafi í raun látist vegna Covid Teymi rannsakenda við Háskólann í Washington hefur komist að þeirri niðurstöðu að líklega hafi rúmlega átján milljón manns látist, þrefalt fleiri en opinberar tölur segja til um. Ísland er meðal þeirra landa sem teymið telur að sé með lægstu umfram dánartíðnina. 11. mars 2022 10:47
Álagið á heilbrigðisstofnanir nú meira en áður í faraldrinum Staðan heldur áfram að þyngjast á heilbrigðisstofnunum og sjúkrahúsum landsins viku fyrir viku og hefur ekki verið meira álag vegna Covid frá því að faraldurinn hófst fyrir rúmum tveimur árum. Þetta kemur fram í nýjum pistli sóttvarnalæknis en hann leggur til ýmis tilmæli til landsmanna í ljósi útbreiðslunnar. 10. mars 2022 12:33