Troðfullt vöruhús af varningi á leið til Úkraínu Árni Sæberg og Heimir Már Pétursson skrifa 11. mars 2022 20:30 Hulda Bjarnadóttir er forseti Golfsambands Íslands, sem hefur tekið þátt í söfnun fyrir Úkraínu. Stöð 2 Félag Úkraínumanna á Íslandi stendur nú fyrir söfnun fatnaðar og annarra nauðsynja sem senda á út til þeirra svæða í Úkraínu sem verst hafa orðið úti vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Með hjálp ýmissa aðila hefur tekist að troðfylla heilt vöruhús af varningi. Félagasamtök, fyrirtæki og einstaklingar hér á landi hafa safnað tugum milljóna króna síðustu daga til styrktar stríðshrjáðum Úkraínumönnum. Þá er nú heilt vöruhús í Holtagörðum að fyllast af fatnaði og sjúkratækjum. Meðal samtaka sem taka þátt í söfnuninni er Golfsamband Íslands en því barst nýverið neyðarkall frá Golfsambandi Úkraínu. Hulda Bjarnadóttir, forseti GSÍ, segir því sem safnast hefur munu verða sent til stríðshrjáðra svæða í Úkraínu. „Það er búið að redda dreifingu frá landamærum, þannig að nú leggjum við kapp á að koma þessu að landamærum þar sem okkar fólk tekur við og dreifir inn á átakasvæðin,“ segir hún. Áhersla hefur verið á að safna fatnaði en þó hefur ýmsu öðru einnig verið safnað. „Við fókuserum mjög mikið á útivistarföt, hleðslubanka, stóra skó, bara í þennan fótgönguhernað í raun og veru. En svo ekki síður hjálpartæki, allt sem við kemur að hjálpa fólki í neyð,“ segir Hulda. Meirihluti þess sem safnað verður mun fara beint til Úkraínu en hluti verður þó nýtast þeim flóttamönnum sem þegar eru komnir yfir landamærin til Póllands, að sögn Huldu. Sem áður segir hefur gríðarlegu magni varnings verið safnað, en til að setja magnið í samhengi má benda á að heil þota, sem tekur tvö hundruð manns í sæti, verður fyllt af varningi og flogið til Úkraínu. „Þetta er svo mikið magn að við ætlum að klára þetta á mánudag, við þurftum að seinka aðeins og erum að pakka alveg niður í smáatriði. Hér hafa Skátarnir mætt, það tóku allir svo vel í þetta strax. Reitir bara sögðu við eigum laust húsnæði, Jónar (Transport) eru að hjálpa okkur og Skátarnir ætla að starfa hérna í dag og á morgun,“ segir Hulda. Innrás Rússa í Úkraínu Hjálparstarf Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira
Félagasamtök, fyrirtæki og einstaklingar hér á landi hafa safnað tugum milljóna króna síðustu daga til styrktar stríðshrjáðum Úkraínumönnum. Þá er nú heilt vöruhús í Holtagörðum að fyllast af fatnaði og sjúkratækjum. Meðal samtaka sem taka þátt í söfnuninni er Golfsamband Íslands en því barst nýverið neyðarkall frá Golfsambandi Úkraínu. Hulda Bjarnadóttir, forseti GSÍ, segir því sem safnast hefur munu verða sent til stríðshrjáðra svæða í Úkraínu. „Það er búið að redda dreifingu frá landamærum, þannig að nú leggjum við kapp á að koma þessu að landamærum þar sem okkar fólk tekur við og dreifir inn á átakasvæðin,“ segir hún. Áhersla hefur verið á að safna fatnaði en þó hefur ýmsu öðru einnig verið safnað. „Við fókuserum mjög mikið á útivistarföt, hleðslubanka, stóra skó, bara í þennan fótgönguhernað í raun og veru. En svo ekki síður hjálpartæki, allt sem við kemur að hjálpa fólki í neyð,“ segir Hulda. Meirihluti þess sem safnað verður mun fara beint til Úkraínu en hluti verður þó nýtast þeim flóttamönnum sem þegar eru komnir yfir landamærin til Póllands, að sögn Huldu. Sem áður segir hefur gríðarlegu magni varnings verið safnað, en til að setja magnið í samhengi má benda á að heil þota, sem tekur tvö hundruð manns í sæti, verður fyllt af varningi og flogið til Úkraínu. „Þetta er svo mikið magn að við ætlum að klára þetta á mánudag, við þurftum að seinka aðeins og erum að pakka alveg niður í smáatriði. Hér hafa Skátarnir mætt, það tóku allir svo vel í þetta strax. Reitir bara sögðu við eigum laust húsnæði, Jónar (Transport) eru að hjálpa okkur og Skátarnir ætla að starfa hérna í dag og á morgun,“ segir Hulda.
Innrás Rússa í Úkraínu Hjálparstarf Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira