Fótbolti

Tvö Íslendingalið í undanúrslitum

Atli Arason skrifar
Elísabet Gunnarsdóttir og hennar lærlingar í Kristianstad eru úr leik.
Elísabet Gunnarsdóttir og hennar lærlingar í Kristianstad eru úr leik. Mynd/@_OBOSDamallsv

Eftir úrslit dagsins í sænska bikarnum eru bara tvö Íslendingalið eftir í keppninni. Guðrún Arnardóttir og liðsfélagar í Rosengård fóru áfram í undanúrslit í gær.

Agla María Albertsdóttir og Diljá Ýr Zomers voru allan tímann á varamannabekk Häcken þegar liðið sló Kristianstad úr leik í sænska bikarnum í fótbolta eftir 3-1 sigur. Amanda Andradóttir spilaði allan leikinn fyrir Kristianstad. Elísabet Gunnarsdóttir er knattspyrnustjóri Kristianstad.

Johanna Kaneryd skoraði 2 mörk fyrir Häcken eftir að Mille Gejl hafði skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Häcken. Delaney Baie Pridham, sem spilaði fyrir ÍBV á síðasta tímabili, gerði mark Kristianstad.

Hlín Eiríksdóttir spilaði allan leikinn fyrir Piteå í 5-0 sigri á Malbackens. Stórsigur Piteå dugar þeim þó ekki til þess að fara áfram í undanúrslitin þar sem Eskiltuna var þegar búið að vinna þeirra riðill. Það verða því Häcken, Rosengard, Eskiltuna og annaðhvort Hammarby eða Umea sem leika í undanúrslitum sænska bikarsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×