Petr Čech: „Við vitum ekki svörin við sjálf“ Atli Arason skrifar 13. mars 2022 15:00 Petr Čech ásamt John Terry á úrslitaleik heimsmeistaramóts félagsliða í Abu Dhabi í febrúar. Čech hefur verið tæknilegur raðgjafi félagsins síðan 2019. Getty Images Petr Čech, tæknilegur ráðgjafi Chelsea og fyrrum leikmaður liðsins, var í viðtali við Sky Sport fyrir leik liðsins gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni. Čech var mikið spurður út í óvissu skýið sem gnæfir yfir Chelsea þessa dagana en hann sagðist sjálfur vera að leita af svörum. „Fyrst og fremst vil ég segja að hugur okkar eru hjá fórnarlömbum í stríðinu í Úkraínu. Við vonumst til þess að þjáningum þar ljúki sem fyrst,“ sagði Petr Čech. „Hvað varðar fótboltafélagið Chelsea þá hefur þetta verið mjög erfiður tími. Við erum að fá mikið af spurningum sem við vitum ekki svörin við sjálf. Við erum þó staðráðin í að vinna að þeim hlutum sem við getum haft áhrif á eins æfingar og undirbúningur fyrir fótboltaleiki. Við verðum að halda áfram að reyna að gera okkar besta á vellinum.“ Breska ríkisstjórnin hefur bannað eiganda félagsins, Roman Abramovich, að koma til Englands og fryst allar eignir hans, þ.m.t. Chelsea. Enska úrvalsdeildin gekk svo skrefinu lengra í gær með því að banna aðkomu Abramovich að deildinni. „Þetta er ekki í okkar höndum heldur annara. Við þurfum að bíða eftir samtölum annars staðar til að sjá hvernig við getum starfað út tímabilið. Þetta er augljóslega erfið staða,“ bætti Čech við. Barclays bankinn hefur meðal annars lokað á reikninga í eigu félagsins. Það er óvíst hvort starfsfólk félagsins fái yfirhöfuð greidd laun á næstunni en Čech gat ekki svarað því hvort svo yrði. „Ég vona það. Við vonum að starfsfólkið sem vinnur fyrir félagið fái borgað og geti haldið áfram að lifa sínu eðlilega lífi. Það er samt erfitt fyrir mig að svara þessari spurningu þar sem ég veit ekki svörin sjálfur. Staðan breytist á hverjum degi.“ Samningar hjá Antonio Rüdiger, Andreas Christensen og César Azpilicueta renna út eftir yfirstandandi leiktímabil. Óvíst er hvort félagið getur endurnýjað þá samninga í tæka tíð. „Það er annað sem við vitum ekki svörin við en það eru samræður í gangi á öllum stöðum. við þurfum fyrst að fá svör við því hvað við sem félag getum gert til að halda starfseminni gangandi. Við þurfum að fá að vita hvaða möguleikar eru í stöðinni fyrir okkur. Við þurfum að taka einn dag í einu,“ svaraði Čech aðspurður út í samningstöðu þessara leikmanna. Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, gerði liðið að Evrópu- og heimsmeisturum. Ljóst er að hart verður barist um starfskrafta hans ef allt fer á versta veg fyrir Chelsea. „Thomas er með samning til 2024. Okkur hefur verið sagt að samningurinn verði virtur en við vonumst til að halda honum eins lengi og hægt er, hann hefur verið frábær fyrir félagið. Þetta gæti samt allt breyst á morgun þar sem staðan er að breytast svo hratt frá degi til dags,“ sagði Petr Čech, tæknilegur ráðgjafi Chelsea. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira
„Fyrst og fremst vil ég segja að hugur okkar eru hjá fórnarlömbum í stríðinu í Úkraínu. Við vonumst til þess að þjáningum þar ljúki sem fyrst,“ sagði Petr Čech. „Hvað varðar fótboltafélagið Chelsea þá hefur þetta verið mjög erfiður tími. Við erum að fá mikið af spurningum sem við vitum ekki svörin við sjálf. Við erum þó staðráðin í að vinna að þeim hlutum sem við getum haft áhrif á eins æfingar og undirbúningur fyrir fótboltaleiki. Við verðum að halda áfram að reyna að gera okkar besta á vellinum.“ Breska ríkisstjórnin hefur bannað eiganda félagsins, Roman Abramovich, að koma til Englands og fryst allar eignir hans, þ.m.t. Chelsea. Enska úrvalsdeildin gekk svo skrefinu lengra í gær með því að banna aðkomu Abramovich að deildinni. „Þetta er ekki í okkar höndum heldur annara. Við þurfum að bíða eftir samtölum annars staðar til að sjá hvernig við getum starfað út tímabilið. Þetta er augljóslega erfið staða,“ bætti Čech við. Barclays bankinn hefur meðal annars lokað á reikninga í eigu félagsins. Það er óvíst hvort starfsfólk félagsins fái yfirhöfuð greidd laun á næstunni en Čech gat ekki svarað því hvort svo yrði. „Ég vona það. Við vonum að starfsfólkið sem vinnur fyrir félagið fái borgað og geti haldið áfram að lifa sínu eðlilega lífi. Það er samt erfitt fyrir mig að svara þessari spurningu þar sem ég veit ekki svörin sjálfur. Staðan breytist á hverjum degi.“ Samningar hjá Antonio Rüdiger, Andreas Christensen og César Azpilicueta renna út eftir yfirstandandi leiktímabil. Óvíst er hvort félagið getur endurnýjað þá samninga í tæka tíð. „Það er annað sem við vitum ekki svörin við en það eru samræður í gangi á öllum stöðum. við þurfum fyrst að fá svör við því hvað við sem félag getum gert til að halda starfseminni gangandi. Við þurfum að fá að vita hvaða möguleikar eru í stöðinni fyrir okkur. Við þurfum að taka einn dag í einu,“ svaraði Čech aðspurður út í samningstöðu þessara leikmanna. Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, gerði liðið að Evrópu- og heimsmeisturum. Ljóst er að hart verður barist um starfskrafta hans ef allt fer á versta veg fyrir Chelsea. „Thomas er með samning til 2024. Okkur hefur verið sagt að samningurinn verði virtur en við vonumst til að halda honum eins lengi og hægt er, hann hefur verið frábær fyrir félagið. Þetta gæti samt allt breyst á morgun þar sem staðan er að breytast svo hratt frá degi til dags,“ sagði Petr Čech, tæknilegur ráðgjafi Chelsea.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira