„Koma konur stundum betri út úr barneign?“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2022 12:00 Fanndís Friðriksdóttir með uppskeru ársins 2021. Hún eignaðist dótturina Elísu í febrúar og varð síðan Íslandsmeistari um haustið eftir að hafa skorað og búið til mörg mikilvæg mörk á lokakafla mótsins. Instagram/@fanndis90 Lengjubikarmörk kvenna voru á dagskránni um helgina á Stöð 2 Sport og þar var farið yfir síðustu leiki í Lengjubikar kvenna í fótbolta. Helena Ólafsdóttir var umsjónarkona þáttarins og sérfræðingar hennar voru þær Mist Rúnarsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir. Þær stöllur ræddu líka barneignir knattspyrnukvenna en Sara Björk Gunnarsdóttir snéri aftur í leikmannahóp Lyon um helgina eftir barneignarfrí. „Sara Björk, vinkona okkar, var í hóp hjá Lyon í gær. Kemur það á óvart? Nú hafið þið fylgst vel með henni,“ sagði Helena Ólafsdóttir. Sara Björk kom reyndar ekki við sögu í leiknum en það styttist í fyrsta leikinn hennar sem móðir. „Þetta er eitthvað sem hún er búin að vera mjög opin með að hún sé að stefna á. Tímaramminn passar ef allt hefur gengið vel og þá held ég að hún sé í góðum málum,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, sem sjálf snéri aftur á völlinn eftir að hafa eignast barn. Klippa: Lengjubikarmörkin: Knattspyrnukonur og barneignir „Ég átti strák í lok febrúar og var byrjuð að spila um vorið,“ sagði Harpa og Helena skaut þá inn í: „Og það var ekkert mál.“ „Ég myndi ekki segja það. Þetta er heilmikið mál og mér finnst þetta vera meira mál en lítur út á samfélagsmiðlum hjá henni ef ég á að vera hreinskilin. Það er heilmikil vinna sem liggur þarna að baki og það má ekki vanmeta það,“ sagði Harpa. Seinna í þættinum þá ræddu sérfræðingarnir einnig endurkomu Katrínar Ásbjörnsdóttur sem er komin á fulla ferð eftir að hafa eignast barn. „Katrín Ásbjörnsdóttir hefur verið að spila virkilega vel og kannski betur á undirbúningstímabilinu heldur en kannski í nokkur ár,“ sagði Helena Ólafsdóttir. „Hún eignaðist barn og var að koma sér til baka eftir það. Hún spilaði með Stjörnunni í fyrra og var vaxandi í sínum leik allt síðasta sumar. Mér finnst hún vera á góðum stað og hefur litið virkilega vel út,“ sagði Harpa. „Hún hefur verið í brasi með meiðsli og annað en hún virðist vera heil sem skiptir miklu máli,“ sagði Harpa. „Koma konur stundum betri út úr barneign? Mér finnst það stundum vera þannig,“ spurði Helena. „Það er margt til í því. Það hafa meira segja verið gerðar rannsóknir á því og þetta er eitthvað hormónatengt og annað. Margir spretthlauparar ná sínum besta árangri eftir barnsburð,“ sagði Harpa. „Það er virkilega áhugavert og ég hvet konur til að kýla á þetta,“ sagði Helena. Það má sjá umfjöllunina hér fyrir ofan. View this post on Instagram A post shared by OL Féminin (@olfeminin) Besta deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Þær stöllur ræddu líka barneignir knattspyrnukvenna en Sara Björk Gunnarsdóttir snéri aftur í leikmannahóp Lyon um helgina eftir barneignarfrí. „Sara Björk, vinkona okkar, var í hóp hjá Lyon í gær. Kemur það á óvart? Nú hafið þið fylgst vel með henni,“ sagði Helena Ólafsdóttir. Sara Björk kom reyndar ekki við sögu í leiknum en það styttist í fyrsta leikinn hennar sem móðir. „Þetta er eitthvað sem hún er búin að vera mjög opin með að hún sé að stefna á. Tímaramminn passar ef allt hefur gengið vel og þá held ég að hún sé í góðum málum,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, sem sjálf snéri aftur á völlinn eftir að hafa eignast barn. Klippa: Lengjubikarmörkin: Knattspyrnukonur og barneignir „Ég átti strák í lok febrúar og var byrjuð að spila um vorið,“ sagði Harpa og Helena skaut þá inn í: „Og það var ekkert mál.“ „Ég myndi ekki segja það. Þetta er heilmikið mál og mér finnst þetta vera meira mál en lítur út á samfélagsmiðlum hjá henni ef ég á að vera hreinskilin. Það er heilmikil vinna sem liggur þarna að baki og það má ekki vanmeta það,“ sagði Harpa. Seinna í þættinum þá ræddu sérfræðingarnir einnig endurkomu Katrínar Ásbjörnsdóttur sem er komin á fulla ferð eftir að hafa eignast barn. „Katrín Ásbjörnsdóttir hefur verið að spila virkilega vel og kannski betur á undirbúningstímabilinu heldur en kannski í nokkur ár,“ sagði Helena Ólafsdóttir. „Hún eignaðist barn og var að koma sér til baka eftir það. Hún spilaði með Stjörnunni í fyrra og var vaxandi í sínum leik allt síðasta sumar. Mér finnst hún vera á góðum stað og hefur litið virkilega vel út,“ sagði Harpa. „Hún hefur verið í brasi með meiðsli og annað en hún virðist vera heil sem skiptir miklu máli,“ sagði Harpa. „Koma konur stundum betri út úr barneign? Mér finnst það stundum vera þannig,“ spurði Helena. „Það er margt til í því. Það hafa meira segja verið gerðar rannsóknir á því og þetta er eitthvað hormónatengt og annað. Margir spretthlauparar ná sínum besta árangri eftir barnsburð,“ sagði Harpa. „Það er virkilega áhugavert og ég hvet konur til að kýla á þetta,“ sagði Helena. Það má sjá umfjöllunina hér fyrir ofan. View this post on Instagram A post shared by OL Féminin (@olfeminin)
Besta deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira