Vann Players-mótið fyrir móður sína og systur sem hann hafði ekki séð í tvö ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2022 09:30 Cameron Smith fagnar með bikarinn sem hann fékk fyrir sigur á Players meistaramótinu. AP/Gerald Herbert Ástralinn Cameron Smith fagnaði sigri á Players-meistaramótinu í golfi í gær en þetta var frábær vika fyrir þennan viðkunnanlega Ástrala. Smith, sem er aðeins 28 ára gamall, tryggði sér 3,6 milljónir dala í verðlaunafé með þessum sigri eða um 477 milljónir króna. Family means everything to Cameron Smith. pic.twitter.com/RE37XXWVzI— Golf Channel (@GolfChannel) March 14, 2022 Þetta var hans stærsti sigur á ferlinum en Ástralinn með sítt að aftan hefur verið á mikilli uppleið síðustu misseri og er til alls líklegur í framhaldinu. Þetta var líka sérstök vika af öðrum ástæðum. Cameron var að hitta móður sína og systur í fyrsta sinn í tvö ár. Sharon, mamma hans og systir hans Melanie, flugu til Bandaríkjanna viku fyrir Players-mótið en þau höfðu ekki yfirgefið Ástralíu allan þennan tíma vegna sóttvarnarreglna í landinu. Win for Cameron Smith.Win for his family pic.twitter.com/uaqYIDFsLR— PGA TOUR (@PGATOUR) March 14, 2022 Cameron sjálfur hafði komið sér upp heimili á Flórída. „Ég hafði ekki séð þær í tvö ár. Það var virkilega svalt að hafa þær hér,“ sagði Cameron Smith og röddin hans var við það að brotna. „Það var í forgangi hjá mér að eyða tíma með þeim og golfið var í öðru sæti. Það er mjög gaman að sjá þær og hvað þá að ná að vinna mótið fyrir þær,“ sagði Smith. Golf Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Smith, sem er aðeins 28 ára gamall, tryggði sér 3,6 milljónir dala í verðlaunafé með þessum sigri eða um 477 milljónir króna. Family means everything to Cameron Smith. pic.twitter.com/RE37XXWVzI— Golf Channel (@GolfChannel) March 14, 2022 Þetta var hans stærsti sigur á ferlinum en Ástralinn með sítt að aftan hefur verið á mikilli uppleið síðustu misseri og er til alls líklegur í framhaldinu. Þetta var líka sérstök vika af öðrum ástæðum. Cameron var að hitta móður sína og systur í fyrsta sinn í tvö ár. Sharon, mamma hans og systir hans Melanie, flugu til Bandaríkjanna viku fyrir Players-mótið en þau höfðu ekki yfirgefið Ástralíu allan þennan tíma vegna sóttvarnarreglna í landinu. Win for Cameron Smith.Win for his family pic.twitter.com/uaqYIDFsLR— PGA TOUR (@PGATOUR) March 14, 2022 Cameron sjálfur hafði komið sér upp heimili á Flórída. „Ég hafði ekki séð þær í tvö ár. Það var virkilega svalt að hafa þær hér,“ sagði Cameron Smith og röddin hans var við það að brotna. „Það var í forgangi hjá mér að eyða tíma með þeim og golfið var í öðru sæti. Það er mjög gaman að sjá þær og hvað þá að ná að vinna mótið fyrir þær,“ sagði Smith.
Golf Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira