Ísland veitir neyðaraðstoð til Malaví í kjölfar hitabeltisstorms Heimsljós 15. mars 2022 11:39 UTN Ísland hefur svarað samræmdu neyðarkalli Sameinuðu þjóðanna um stuðning við Malaví í kjölfar hitabeltisstormsins Ana sem reið yfir suðurhluta landsins í lok janúar og hafði í för með sér mikla eyðileggingu. Neyðarástand ríkir í þessum hluta Malaví og Ísland hefur ákveðið að veita 40 milljónum króna til Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) til að tryggja fæðuöryggi í þremur héruðum sem urðu verst úti. „Eftir greiningu á skammtíma og langtíma þörfum sem hafa skapast vegna náttúruhamfaranna teljum við brýnast að tryggja fæðuöryggi, en 445 þúsund manns eru í þörf fyrir mataraðstoð eins og stendur,“ segir Inga Dóra Pétursdóttir forstöðumaður sendiráðs Íslands í Lilongwe. Með framlagi Íslands fá 45 þúsund einstaklingar fjárstyrk til eins mánaðar til að sjá sér og fjölskyldum sínum fyrir lífsnauðsynjum. Mikil flóð, úrhelli og ofsavindar skullu á átján sveitarfélögum í sunnanverðu Malaví. Um 190 þúsund manns misstu heimili sín og enn fleiri töpuðu matarbirgðum, búpeningi og horfa fram á eyðilögð ræktarsvæði. Mikill meirihluti landsmanna í Malaví lifir á sjálfsþurftarbúskap og því misstu margir aleiguna. Afleiðingar stormsins sjást meðal annars á því að tæplega ein milljón einstaklinga er talin þurfa á brýnni mannúðaraðstoð að halda. Margir hafast við í tímabundnum búðum sem hafa verið settar upp í skólum en að auki eru margt flóttamanna í þessum búðum frá Mósambík sem einnig varð illa úti í storminum. Alls eru 46 dauðsföll staðfest í Malaví, átján er enn leitað og meira en 200 særðust, samkvæmt tölum frá malavískum stjórnvöldum. Sameiginlega ákallið miðar að því að virkja aðgerðir til stuðnings viðbrögðum stjórnvalda til að bregðast við ástandinu og aðstoða þá íbúa í sex héruðum í sunnanverðu landinu sem líða mestan skort. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Malaví Þróunarsamvinna Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent
„Eftir greiningu á skammtíma og langtíma þörfum sem hafa skapast vegna náttúruhamfaranna teljum við brýnast að tryggja fæðuöryggi, en 445 þúsund manns eru í þörf fyrir mataraðstoð eins og stendur,“ segir Inga Dóra Pétursdóttir forstöðumaður sendiráðs Íslands í Lilongwe. Með framlagi Íslands fá 45 þúsund einstaklingar fjárstyrk til eins mánaðar til að sjá sér og fjölskyldum sínum fyrir lífsnauðsynjum. Mikil flóð, úrhelli og ofsavindar skullu á átján sveitarfélögum í sunnanverðu Malaví. Um 190 þúsund manns misstu heimili sín og enn fleiri töpuðu matarbirgðum, búpeningi og horfa fram á eyðilögð ræktarsvæði. Mikill meirihluti landsmanna í Malaví lifir á sjálfsþurftarbúskap og því misstu margir aleiguna. Afleiðingar stormsins sjást meðal annars á því að tæplega ein milljón einstaklinga er talin þurfa á brýnni mannúðaraðstoð að halda. Margir hafast við í tímabundnum búðum sem hafa verið settar upp í skólum en að auki eru margt flóttamanna í þessum búðum frá Mósambík sem einnig varð illa úti í storminum. Alls eru 46 dauðsföll staðfest í Malaví, átján er enn leitað og meira en 200 særðust, samkvæmt tölum frá malavískum stjórnvöldum. Sameiginlega ákallið miðar að því að virkja aðgerðir til stuðnings viðbrögðum stjórnvalda til að bregðast við ástandinu og aðstoða þá íbúa í sex héruðum í sunnanverðu landinu sem líða mestan skort. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Malaví Þróunarsamvinna Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent