Áminntur fyrir að kalla þingmenn Samfylkingarinnar krónprinsessu og jóker Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. mars 2022 15:49 Friðjón Friðjónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Foto: Frosti Kr. Logason/Frosti Kr. Logason Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, áminnti Friðjón R. Friðjónsson, varaþingmann Sjálfstæðisflokksins fyrir að kalla tvo þingmenn Samfylkingarinnar krónprinsessu og jóker í spilastokk Samfylkingarinnar. Friðjón, sem einnig er í framboði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar í haust, kvaddi sér hljóðs í umræðu um störf þingsins á Alþingi í dag. Þar ræddi hann um húsnæðismál á höfuðborgarsvæðinu og umræðu þingmanna Samfylkingarinnar um þau mál. Gagnrýndi Friðjón húsnæðisstefnu meirihlutans í Reykjavíkurborg, þar sem Samfylkingin hefur haft forystu undanfarin ár. Þakkaði hann Kristrúnu Frostadóttur og Jóhanni Páli Jóhannssyni fyrir að hafa hafið umræðu um þessi mál. „Við kunnum hæstvirtum þingmönnum Kristrúnu Frostadóttur og Jóhanni Páli Jóhannssyni, krónprinsessunni og jókernum í spilastokki Samfylkingarinnar, þakkir fyrir að draga athygli þingsins að hnignandi stöðu höfuðborgarinnar. Það mun nýtast í samtalinu um framtíð Reykjavíkur sem fram fer á næstu vikum, sagði Friðjón. Andrés bað Birgi um að kenna Friðjóni Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, greip orðið að lokinni ræðu Friðjóns og áminnti hann um að gæta orða sinna. „Forseti áminnir þingmenn að gæta orða sinna þegar vikið er að öðrum hæstvirtum þingmönnum,“ sagði Birgir. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, kvað sér síðar hljóðs og gagnrýndi Friðjón fyrir að uppnefna aðra þingmenn og benti forseta Alþingis á að Kristrún og Jóhann gætu ekki svarað fyrir sig. „Það sem forseti hefði hins vegar líka þurft að gera er að kenna hinum nýja varaþingmanni þá sjálfsögðu kurteisisvenju að eiga ekki orðastað við fjarstadda þingmenn sem ekki geta bætt sér á mælendaskrá eins og raunin er í störfum þingsins. Þar eigum við siði og venjur og það er eitthvað sem ég vona að hæstvirtur forseti geri þingmanninum ljóst.“ Sagði Birgir þá að mælst væri til þess að þingmenn kalli ekki eftir svörum eða víki ekki að einstökum þingmönnum í störfum þingsins þegar þingmenn eigi ekki kost á því að bæta sér á mælendaskrá. Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Kristrún og Jóhann svöruðu fyrir sig Nokkru síðar kvað Kristrún sér til máls undir liðnum um fundarstjórn forseta og setti hún ræðu Friðjóns í samhengi við það að hann væri í framboði í borgarstjórnarkosningunum. „Ég veit ekki hvort viðkomandi þingmaður ætli sér að halda áfram ákveðnum samskiptamáta sem hefur kannski átt sér stað í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins en þannig eigum við ekki samskipti hér á þingi. Við reynum að vera málefnaleg. Við getum auðvitað tekist á um einstaka hluti,“ sagði Kristrún. Það sama gerði Jóhann Páll. Jóhann Páll Jóhannsson.Vísir/Vilhelm „Ég vil bjóða hæstvirtan þingmann. Friðjón R. Friðjónsson, velkominn hér til starfa. Svolítið krúttlegt, að fylgjast með þessum kosningaskjálfta sem er hlaupinn í Sjálfstæðisflokkinn. Það er bara gott og blessað og ég vil bara bjóða honum líka að eiga hér orðastað við okkur undir lið þar sem við getum svarað fyrir okkur og átt samskipti, gangi honum bara vel í sínu.“ Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Friðjón, sem einnig er í framboði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar í haust, kvaddi sér hljóðs í umræðu um störf þingsins á Alþingi í dag. Þar ræddi hann um húsnæðismál á höfuðborgarsvæðinu og umræðu þingmanna Samfylkingarinnar um þau mál. Gagnrýndi Friðjón húsnæðisstefnu meirihlutans í Reykjavíkurborg, þar sem Samfylkingin hefur haft forystu undanfarin ár. Þakkaði hann Kristrúnu Frostadóttur og Jóhanni Páli Jóhannssyni fyrir að hafa hafið umræðu um þessi mál. „Við kunnum hæstvirtum þingmönnum Kristrúnu Frostadóttur og Jóhanni Páli Jóhannssyni, krónprinsessunni og jókernum í spilastokki Samfylkingarinnar, þakkir fyrir að draga athygli þingsins að hnignandi stöðu höfuðborgarinnar. Það mun nýtast í samtalinu um framtíð Reykjavíkur sem fram fer á næstu vikum, sagði Friðjón. Andrés bað Birgi um að kenna Friðjóni Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, greip orðið að lokinni ræðu Friðjóns og áminnti hann um að gæta orða sinna. „Forseti áminnir þingmenn að gæta orða sinna þegar vikið er að öðrum hæstvirtum þingmönnum,“ sagði Birgir. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, kvað sér síðar hljóðs og gagnrýndi Friðjón fyrir að uppnefna aðra þingmenn og benti forseta Alþingis á að Kristrún og Jóhann gætu ekki svarað fyrir sig. „Það sem forseti hefði hins vegar líka þurft að gera er að kenna hinum nýja varaþingmanni þá sjálfsögðu kurteisisvenju að eiga ekki orðastað við fjarstadda þingmenn sem ekki geta bætt sér á mælendaskrá eins og raunin er í störfum þingsins. Þar eigum við siði og venjur og það er eitthvað sem ég vona að hæstvirtur forseti geri þingmanninum ljóst.“ Sagði Birgir þá að mælst væri til þess að þingmenn kalli ekki eftir svörum eða víki ekki að einstökum þingmönnum í störfum þingsins þegar þingmenn eigi ekki kost á því að bæta sér á mælendaskrá. Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Kristrún og Jóhann svöruðu fyrir sig Nokkru síðar kvað Kristrún sér til máls undir liðnum um fundarstjórn forseta og setti hún ræðu Friðjóns í samhengi við það að hann væri í framboði í borgarstjórnarkosningunum. „Ég veit ekki hvort viðkomandi þingmaður ætli sér að halda áfram ákveðnum samskiptamáta sem hefur kannski átt sér stað í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins en þannig eigum við ekki samskipti hér á þingi. Við reynum að vera málefnaleg. Við getum auðvitað tekist á um einstaka hluti,“ sagði Kristrún. Það sama gerði Jóhann Páll. Jóhann Páll Jóhannsson.Vísir/Vilhelm „Ég vil bjóða hæstvirtan þingmann. Friðjón R. Friðjónsson, velkominn hér til starfa. Svolítið krúttlegt, að fylgjast með þessum kosningaskjálfta sem er hlaupinn í Sjálfstæðisflokkinn. Það er bara gott og blessað og ég vil bara bjóða honum líka að eiga hér orðastað við okkur undir lið þar sem við getum svarað fyrir okkur og átt samskipti, gangi honum bara vel í sínu.“
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira