Allra síðasti séns í dag að fá EM-miða í stuðningsmannahólf íslenska liðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2022 09:30 Berglind Björg Þorvaldóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir fagna marki gegn Tékklandi í október Vísir/Hulda Margrét Miðar á EM-leiki íslensku stelpnanna á móti gegn Belgíu og Ítalíu í Manchester hafa selst fljótt upp en í dag er síðasti möguleikinn á að ná sér í svokallaða DOTTIR miða á EM 2022. Íslenska kvennalandsliðið er á leiðinni á sitt fjórða Evrópumót í röð og það er mikill áhugi á ungu og spennandi íslensku liði í sumar. Knattspyrnusamband Íslands segir frá því að síðustu miðarnir í stuðningsmannahólf íslenska kvennalandsliðsins á EM í Englandi fari í sölu klukkan tíu í dag. Miðasala í stuðningsmannahólf þátttökuliðanna hófst síðastliðið haust í glugga sem stóð frá lokum október og inn í miðjan nóvember. Þar fengu stuðningsmenn Íslands tækifæri til að kaupa svokallaða DOTTIR-miða - í stuðningsmannahólf íslenska liðsins. DOTTIR miðar á fyrstu tvo leikina - gegn Belgíu og Ítalíu í Manchester - seldust fljótt upp. Í nóvember var síðan hundrað DOTTIR-miðum á leikina bætt í sölu, og aftur seldust þeir hratt upp. UEFA hefur nú útvegað fleiri DOTTIR-miða í sölu til stuðningsmanna Íslands en þetta eru miðar sem losna af ýmsum ástæðum í lokaundirbúningi og skipulagi mótsins. Um er að ræða 200-300 DOTTIR-miða á hvern og einn af leikjunum þremur í riðlakeppninni, og getur hver kaupandi keypt allt að tíu miða á hvern leik. Sala á þessum DOTTIR-miðum opnar á miðasöluvef UEFA í dag klukkan 10.00 og lokar föstudaginn 18. mars klukkan 10.00. Lokagluggi almennrar miðasölu opnar síðan á miðasöluvef UEFA 28. mars og rétt er að geta þess að enn eru almennir miðar lausir á síðasta leik íslenska liðsins í riðlinum, gegn Frakklandi í Rotherham. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) Hér að neðan má sjá leiðbeiningar um hvernig DOTTIR miðar eru keyptir. Fyrsta skrefið er að búa til notandaaðgang að miðasöluvef UEFA - fylgið síðan leiðbeiningunum hér að neðan. Kaupa DOTTIR miða á leiki Íslands á EM 2022 (opnar 16. mars kl. 10:00) Leið 1: Smellið á þennan hlekk til að hefja ferlið og innskrá. Næsta síða: Sláið inn kóðann DOTTIR í svæðið "Access code" niðri hægra megin á síðunni (birtist ekki fyrr en kl. 10:00 þann 16. mars). Næsta síða: Á þessari síðu kaupið þið DOTTIR miða á leikinn. - Leið 2 (ef þú lendir í vandræðum með leið 1): Smellið á þennan hlekk til að hefja ferlið og innskrá. Næsta síða: Smellið á notandanafnið ykkar efst hægra megin á síðunni (ekki slá inn kóða á þessari síðu, heldur á þeirri næstu). Næsta síða: Sláið inn kóðann DOTTIR í svæðið "Access code" niðri hægra megin á síðunni (birtist ekki fyrr en kl. 10:00 þann 16. mars). Næsta síða: Á þessari síðu kaupið þið DOTTIR miða á leikinn. - Öll miðasala á keppnina fer í gegnum UEFA og á vef UEFA er að finna svör við algengum spurningum. Vinsamlegast athugið að KSÍ hefur enga leið til að aðstoða við miðakaupin. - Miðasöluvefur UEFA: www.uefa.com/womenseuro/ticketing/#/) Algengar spurningar og svör: https://support.tickets-weuro.uefa.com/hc/en-us) Fyrirspurnir til UEFA um miðasöluna: https://support.tickets-weuro.uefa.com/hc/en-us/requests/new) EM 2022 í Englandi Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið er á leiðinni á sitt fjórða Evrópumót í röð og það er mikill áhugi á ungu og spennandi íslensku liði í sumar. Knattspyrnusamband Íslands segir frá því að síðustu miðarnir í stuðningsmannahólf íslenska kvennalandsliðsins á EM í Englandi fari í sölu klukkan tíu í dag. Miðasala í stuðningsmannahólf þátttökuliðanna hófst síðastliðið haust í glugga sem stóð frá lokum október og inn í miðjan nóvember. Þar fengu stuðningsmenn Íslands tækifæri til að kaupa svokallaða DOTTIR-miða - í stuðningsmannahólf íslenska liðsins. DOTTIR miðar á fyrstu tvo leikina - gegn Belgíu og Ítalíu í Manchester - seldust fljótt upp. Í nóvember var síðan hundrað DOTTIR-miðum á leikina bætt í sölu, og aftur seldust þeir hratt upp. UEFA hefur nú útvegað fleiri DOTTIR-miða í sölu til stuðningsmanna Íslands en þetta eru miðar sem losna af ýmsum ástæðum í lokaundirbúningi og skipulagi mótsins. Um er að ræða 200-300 DOTTIR-miða á hvern og einn af leikjunum þremur í riðlakeppninni, og getur hver kaupandi keypt allt að tíu miða á hvern leik. Sala á þessum DOTTIR-miðum opnar á miðasöluvef UEFA í dag klukkan 10.00 og lokar föstudaginn 18. mars klukkan 10.00. Lokagluggi almennrar miðasölu opnar síðan á miðasöluvef UEFA 28. mars og rétt er að geta þess að enn eru almennir miðar lausir á síðasta leik íslenska liðsins í riðlinum, gegn Frakklandi í Rotherham. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) Hér að neðan má sjá leiðbeiningar um hvernig DOTTIR miðar eru keyptir. Fyrsta skrefið er að búa til notandaaðgang að miðasöluvef UEFA - fylgið síðan leiðbeiningunum hér að neðan. Kaupa DOTTIR miða á leiki Íslands á EM 2022 (opnar 16. mars kl. 10:00) Leið 1: Smellið á þennan hlekk til að hefja ferlið og innskrá. Næsta síða: Sláið inn kóðann DOTTIR í svæðið "Access code" niðri hægra megin á síðunni (birtist ekki fyrr en kl. 10:00 þann 16. mars). Næsta síða: Á þessari síðu kaupið þið DOTTIR miða á leikinn. - Leið 2 (ef þú lendir í vandræðum með leið 1): Smellið á þennan hlekk til að hefja ferlið og innskrá. Næsta síða: Smellið á notandanafnið ykkar efst hægra megin á síðunni (ekki slá inn kóða á þessari síðu, heldur á þeirri næstu). Næsta síða: Sláið inn kóðann DOTTIR í svæðið "Access code" niðri hægra megin á síðunni (birtist ekki fyrr en kl. 10:00 þann 16. mars). Næsta síða: Á þessari síðu kaupið þið DOTTIR miða á leikinn. - Öll miðasala á keppnina fer í gegnum UEFA og á vef UEFA er að finna svör við algengum spurningum. Vinsamlegast athugið að KSÍ hefur enga leið til að aðstoða við miðakaupin. - Miðasöluvefur UEFA: www.uefa.com/womenseuro/ticketing/#/) Algengar spurningar og svör: https://support.tickets-weuro.uefa.com/hc/en-us) Fyrirspurnir til UEFA um miðasöluna: https://support.tickets-weuro.uefa.com/hc/en-us/requests/new)
Kaupa DOTTIR miða á leiki Íslands á EM 2022 (opnar 16. mars kl. 10:00) Leið 1: Smellið á þennan hlekk til að hefja ferlið og innskrá. Næsta síða: Sláið inn kóðann DOTTIR í svæðið "Access code" niðri hægra megin á síðunni (birtist ekki fyrr en kl. 10:00 þann 16. mars). Næsta síða: Á þessari síðu kaupið þið DOTTIR miða á leikinn. - Leið 2 (ef þú lendir í vandræðum með leið 1): Smellið á þennan hlekk til að hefja ferlið og innskrá. Næsta síða: Smellið á notandanafnið ykkar efst hægra megin á síðunni (ekki slá inn kóða á þessari síðu, heldur á þeirri næstu). Næsta síða: Sláið inn kóðann DOTTIR í svæðið "Access code" niðri hægra megin á síðunni (birtist ekki fyrr en kl. 10:00 þann 16. mars). Næsta síða: Á þessari síðu kaupið þið DOTTIR miða á leikinn. - Öll miðasala á keppnina fer í gegnum UEFA og á vef UEFA er að finna svör við algengum spurningum. Vinsamlegast athugið að KSÍ hefur enga leið til að aðstoða við miðakaupin. - Miðasöluvefur UEFA: www.uefa.com/womenseuro/ticketing/#/) Algengar spurningar og svör: https://support.tickets-weuro.uefa.com/hc/en-us) Fyrirspurnir til UEFA um miðasöluna: https://support.tickets-weuro.uefa.com/hc/en-us/requests/new)
EM 2022 í Englandi Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Sjá meira