Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að frost verði á bilinu núll til fimm stig í dag.
Í nótt og fyrramálið gengur svo kröpp lægð til norðurs fyrir vestan land og veldur hún suðaustan hvassviðri eða stormi um tíma í flestum landshlutum með snjókomu eða slyddu.
„Á morgun snýst svo í allhvassa eða hvassa suðvestanátt með talsverðum éljagangi, en það styttir smám saman upp norðaustantil á landinu.
Í nótt og á morgun geta því víða skapast varasamar aðstæður til ferðalaga,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag: Suðaustan hvassviðri eða stormur um morguninn og snjókoma um tíma í flestum landshlutum. Snýst síðan í suðvestan 13-20 m/s með éljum, en styttir upp NA-til. Frost 0 til 4 stig.
Á föstudag: Minnkandi suðvestanátt og él, en þurrt NA-til á landinu. Hiti um og undir frostmarki. Snjókoma eða slydda á S- og A-landi undir kvöld.
Á laugardag: Suðvestan og vestan 5-13 og dálítil él. Snjókoma eða rigning á A-verðu landinu um morguninn, en birtir síðan til þar. Hiti áfram svipaður, en hlýnar við SA-ströndina.
Á sunnudag: Hægur vindur um morguninn, bjart að mestu og vægt frost. Suðaustan 5-13 seinnipartinn og hlýnar með dálítilli rigningu eða slyddu, en þurrt að kalla NA-lands.
Á mánudag og þriðjudag: Suðaustanátt og súld eða dálítil rigning, en þurrt á N- og A-landi. Hiti 3 til 9 stig.