Fjölskylduefling SOS: Nýtt verkefni í Rúanda Heimsljós 16. mars 2022 10:38 SOS SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa hrundið af stað nýrri fjölskyldueflingu í Rúanda. Þetta er fimmta fjölskyldueflingarverkefnið frá upphafi sem er á ábyrgð SOS á Íslandi. Undirbúningur hófst um síðustu áramót og verkefnið hefst formlega í byrjun næsta mánaðar. Það er til fjögurra ára eða út árið 2025. Fjölskylduefling SOS er forvarnarverkefni. Markmiðið er að forða börnum frá aðskilnaði við illa stadda foreldra sína í sárafátækt með því að styðja fjölskyldurnar til fjárhagslegs sjálfstæðis. SOS á Íslandi rekur tvö önnur slík verkefni, eitt í Eþíópíu og annað í Malaví. Verkefnið í Rúanda er í Nyamiyaga hlutanum í Gicumbi héraði og skjólstæðingarnir eru um 1.400 börn og ungmenni og foreldrar þeirra í 300 fjölskyldum sem búa við sárafátækt. Af 21 þúsund íbúum þessa svæðis búa yfir 6.200 við örbirgð. Þjóðarmorðin árið 1994 lögðu áður veikbyggða innviði landsins í rúst og þjóðin glímir enn við afleiðingar þeirra. Fjögur SOS barnaþorp eru í Rúanda og í þeim eru 47 börn sem eiga SOS-foreldra á Íslandi. Verkefnasvæðið er nálægt barnaþorpinu í Byumba, höfuðborg Gicumbi hérðs. Þar búa tólf börn sem eiga SOS-foreldra á Íslandi. Mikið ofbeldi gegn börnum Yfirskrift verkefnisins er Uburumbuke Iwacu eða Velsæld í fjölskyldum og samfélagi. Markmið þess er að ráðast á rót helstu vandamála sem ógna velferð barna á svæðinu og má þar helst nefna háa tíðni ofbeldis gegn börnum, vanrækslu, yfirgefin börn og sundrungu í fjölskyldum. Vandamálin sem verkefnið mun ráðast gegn eru meðal annars örbirgð og vannæring, takmörkuð þekking á réttindum barna, færni í jákvæðu uppeldi, barnavernd, heilbrigðisþjónustu, hreinlæti, kynjajafnrétti, vernd gegn HIV og kynbundið ofbeldi. Fjölskylduefling SOS hefur verið í Rúanda í fimmtán ár og nýja verkefnið byggir á þeirri reynslu og þekkingu sem þar hefur skapast. Verkefnið er fjármagnað af íbúðaleigufyrirtækinu Heimstaden að mestu leyti. Heimstaden fjármagnar fyrsta verkefnisárið að fullu en 90% síðustu þrjú árin. Mótframlag SOS er sem fyrr fjármagnað af styrktaraðilum, SOS-fjölskylduvinum. Heildarkostnaður þess er um 715.000 evrur. Verkefni SOS í Eþíópíu og Malaví eru að stærstum hluta fjármögnuð með stuðningi utanríkisráðuneytisins en mótframlag SOS á Íslandi sem fyrr með framlögum SOS-fjölskylduvina. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Rúanda Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent
Fjölskylduefling SOS er forvarnarverkefni. Markmiðið er að forða börnum frá aðskilnaði við illa stadda foreldra sína í sárafátækt með því að styðja fjölskyldurnar til fjárhagslegs sjálfstæðis. SOS á Íslandi rekur tvö önnur slík verkefni, eitt í Eþíópíu og annað í Malaví. Verkefnið í Rúanda er í Nyamiyaga hlutanum í Gicumbi héraði og skjólstæðingarnir eru um 1.400 börn og ungmenni og foreldrar þeirra í 300 fjölskyldum sem búa við sárafátækt. Af 21 þúsund íbúum þessa svæðis búa yfir 6.200 við örbirgð. Þjóðarmorðin árið 1994 lögðu áður veikbyggða innviði landsins í rúst og þjóðin glímir enn við afleiðingar þeirra. Fjögur SOS barnaþorp eru í Rúanda og í þeim eru 47 börn sem eiga SOS-foreldra á Íslandi. Verkefnasvæðið er nálægt barnaþorpinu í Byumba, höfuðborg Gicumbi hérðs. Þar búa tólf börn sem eiga SOS-foreldra á Íslandi. Mikið ofbeldi gegn börnum Yfirskrift verkefnisins er Uburumbuke Iwacu eða Velsæld í fjölskyldum og samfélagi. Markmið þess er að ráðast á rót helstu vandamála sem ógna velferð barna á svæðinu og má þar helst nefna háa tíðni ofbeldis gegn börnum, vanrækslu, yfirgefin börn og sundrungu í fjölskyldum. Vandamálin sem verkefnið mun ráðast gegn eru meðal annars örbirgð og vannæring, takmörkuð þekking á réttindum barna, færni í jákvæðu uppeldi, barnavernd, heilbrigðisþjónustu, hreinlæti, kynjajafnrétti, vernd gegn HIV og kynbundið ofbeldi. Fjölskylduefling SOS hefur verið í Rúanda í fimmtán ár og nýja verkefnið byggir á þeirri reynslu og þekkingu sem þar hefur skapast. Verkefnið er fjármagnað af íbúðaleigufyrirtækinu Heimstaden að mestu leyti. Heimstaden fjármagnar fyrsta verkefnisárið að fullu en 90% síðustu þrjú árin. Mótframlag SOS er sem fyrr fjármagnað af styrktaraðilum, SOS-fjölskylduvinum. Heildarkostnaður þess er um 715.000 evrur. Verkefni SOS í Eþíópíu og Malaví eru að stærstum hluta fjármögnuð með stuðningi utanríkisráðuneytisins en mótframlag SOS á Íslandi sem fyrr með framlögum SOS-fjölskylduvina. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Rúanda Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent