Vilja nú fjörutíu milljónum meira fyrir hús sem var keypt í júlí Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. mars 2022 12:58 Eignin er í slæmu ásigkomulagi en hefur þó hækkað um rúmar tuttugu milljónir króna í verði frá því hún var sett á sölu í október. Vísir/Vilhelm Hús á Lindarbraut á Seltjarnarnesi, sem hefur verið á sölu í fimm mánuði, hefur hækkað um rúmar tuttugu milljónir króna í verði frá því það var sett á sölu. Húsið er 183,4 fermetrar og er til sölu fyrir 192 milljónir króna. Húsið var fyrst sett á sölu í október og var uppsett verð 170 milljónir. Húsið var byggt árið 1973 og eru þar fimm svefnherbergi, þvottahús og bílskúr, þar sem gert er ráð fyrir tveimur stúdíóíbúðum. Um er að ræða einbýlishús á einni hæð. Fermetraverð hússins var um 927 þúsund krónur á hvern fermetra í október en er nú komið upp í tæpar 1,05 milljónir króna. Skráningu hússins á fasteignavef Vísis fylgja ekki myndir innan úr húsinu, en nokkrar utan af því. Eins og sjá má á myndinni þarfnast eignin töluverðs viðhalds.Vísir/Vilhelm Vísir fjallaði um söluna í október og sagði þá í auglýsingunni að öll eignin þarfnaðist endurbóta, garðurinn væri í órækt og áhugasamir hvattir til ítarlegrar skoðunar á eigininni. Í nýrri auglýsingu segir að kominn sé tími á ýmist viðhald á eigninni. Netverjar hafa einhverjir furðað sig á hækkuninni, enda einsdæmi að hús sem ekki selst og er í slæmu ásigkomulagi hækki svo mikið í verði á svo stuttum tíma. Þetta er svo furðulegt. Það þarf greinilega að taka þetta hús allt í gegn. Ég væri svo til í að vita hvað gengur á þarna. Húsið selst ekki. Best að hækka verðið. Repeat.— Theodór Ingi (@TeddiLeBig) March 15, 2022 Athygli er vakin á því í umræðu á Twitter að eigandi hússins keypti það í júlí í fyrra. Þá var kaupverðið 156 milljónir króna. Verðið hefur því hækkað um 36 milljónir frá því í júlí 2021. „Ég tek eftir því að þetta hús kemur aftur og aftur inn og er alltaf að hækka í verði,“ segir Theódór Ingi Ólafsson áhugamaður um fasteignir í samtali við Vísi. Hann segist ekki hafa tekið eftir því að aðrar eignir hafi hækkað svo í verði þrátt fyrir að hafa ekki selst. „Yfirleitt þegar íbúðir og hús hafa verið lengi á sölu finnst mér þær yfirleitt lækka í verði eftir því sem tíminn líður,“ segir Theódór. „Sérstaklega hús í slæmu ásigkomulagi.“ Hér má sjá auglýsinguna sem var tekin út eftir að fréttastofa hafði samband við fasteignasalann.Vísir/skjáskot Fréttastofa leitaði svara um hækkandi verð eignarinnar hjá fasteignasalanum, sem tók eignina út af fasteignavefnum samstundis. Fasteignamarkaður Seltjarnarnes Tengdar fréttir Vísitala íbúðaverðs hækkað um 22,5 prósent síðastliðið ár Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 844,0 stig í febrúar og hækkar um 2,5% á milli mánaða. Þetta er meiri hækkun en í janúar og desember þegar vísitalan hækkaði um 1,7% og 1,8% frá fyrri mánuði. 15. mars 2022 18:20 Sigvaldahús í Skerjafirði á markaði í tæpt ár hefur lækkað um sextíu milljónir Einbýlishús við Skildinganes í Skerjafirði, sem var teiknað af Sigvalda Thordarson arkítekt, hefur verið á sölu síðan í maí í fyrra og hefur ásett verð lækkað um 57 milljónir króna. 9. mars 2022 22:31 Kalla eftir róttækum breytingum til að hraða uppbyggingu íbúða Ef ætlunin er að byggja meira en 3.500 íbúðir á ári til þess að svala árlegri íbúðaþörf þarf grundvallarbreytingu í meðferð skipulagsmála og mikla einföldun á regluverki. Skipulagsferlar, eins og þeir eru í dag, koma í veg fyrir að byggðar verði nægilega margar íbúðir á næstu árum. 9. mars 2022 17:27 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Sjá meira
Húsið var fyrst sett á sölu í október og var uppsett verð 170 milljónir. Húsið var byggt árið 1973 og eru þar fimm svefnherbergi, þvottahús og bílskúr, þar sem gert er ráð fyrir tveimur stúdíóíbúðum. Um er að ræða einbýlishús á einni hæð. Fermetraverð hússins var um 927 þúsund krónur á hvern fermetra í október en er nú komið upp í tæpar 1,05 milljónir króna. Skráningu hússins á fasteignavef Vísis fylgja ekki myndir innan úr húsinu, en nokkrar utan af því. Eins og sjá má á myndinni þarfnast eignin töluverðs viðhalds.Vísir/Vilhelm Vísir fjallaði um söluna í október og sagði þá í auglýsingunni að öll eignin þarfnaðist endurbóta, garðurinn væri í órækt og áhugasamir hvattir til ítarlegrar skoðunar á eigininni. Í nýrri auglýsingu segir að kominn sé tími á ýmist viðhald á eigninni. Netverjar hafa einhverjir furðað sig á hækkuninni, enda einsdæmi að hús sem ekki selst og er í slæmu ásigkomulagi hækki svo mikið í verði á svo stuttum tíma. Þetta er svo furðulegt. Það þarf greinilega að taka þetta hús allt í gegn. Ég væri svo til í að vita hvað gengur á þarna. Húsið selst ekki. Best að hækka verðið. Repeat.— Theodór Ingi (@TeddiLeBig) March 15, 2022 Athygli er vakin á því í umræðu á Twitter að eigandi hússins keypti það í júlí í fyrra. Þá var kaupverðið 156 milljónir króna. Verðið hefur því hækkað um 36 milljónir frá því í júlí 2021. „Ég tek eftir því að þetta hús kemur aftur og aftur inn og er alltaf að hækka í verði,“ segir Theódór Ingi Ólafsson áhugamaður um fasteignir í samtali við Vísi. Hann segist ekki hafa tekið eftir því að aðrar eignir hafi hækkað svo í verði þrátt fyrir að hafa ekki selst. „Yfirleitt þegar íbúðir og hús hafa verið lengi á sölu finnst mér þær yfirleitt lækka í verði eftir því sem tíminn líður,“ segir Theódór. „Sérstaklega hús í slæmu ásigkomulagi.“ Hér má sjá auglýsinguna sem var tekin út eftir að fréttastofa hafði samband við fasteignasalann.Vísir/skjáskot Fréttastofa leitaði svara um hækkandi verð eignarinnar hjá fasteignasalanum, sem tók eignina út af fasteignavefnum samstundis.
Fasteignamarkaður Seltjarnarnes Tengdar fréttir Vísitala íbúðaverðs hækkað um 22,5 prósent síðastliðið ár Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 844,0 stig í febrúar og hækkar um 2,5% á milli mánaða. Þetta er meiri hækkun en í janúar og desember þegar vísitalan hækkaði um 1,7% og 1,8% frá fyrri mánuði. 15. mars 2022 18:20 Sigvaldahús í Skerjafirði á markaði í tæpt ár hefur lækkað um sextíu milljónir Einbýlishús við Skildinganes í Skerjafirði, sem var teiknað af Sigvalda Thordarson arkítekt, hefur verið á sölu síðan í maí í fyrra og hefur ásett verð lækkað um 57 milljónir króna. 9. mars 2022 22:31 Kalla eftir róttækum breytingum til að hraða uppbyggingu íbúða Ef ætlunin er að byggja meira en 3.500 íbúðir á ári til þess að svala árlegri íbúðaþörf þarf grundvallarbreytingu í meðferð skipulagsmála og mikla einföldun á regluverki. Skipulagsferlar, eins og þeir eru í dag, koma í veg fyrir að byggðar verði nægilega margar íbúðir á næstu árum. 9. mars 2022 17:27 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Sjá meira
Vísitala íbúðaverðs hækkað um 22,5 prósent síðastliðið ár Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 844,0 stig í febrúar og hækkar um 2,5% á milli mánaða. Þetta er meiri hækkun en í janúar og desember þegar vísitalan hækkaði um 1,7% og 1,8% frá fyrri mánuði. 15. mars 2022 18:20
Sigvaldahús í Skerjafirði á markaði í tæpt ár hefur lækkað um sextíu milljónir Einbýlishús við Skildinganes í Skerjafirði, sem var teiknað af Sigvalda Thordarson arkítekt, hefur verið á sölu síðan í maí í fyrra og hefur ásett verð lækkað um 57 milljónir króna. 9. mars 2022 22:31
Kalla eftir róttækum breytingum til að hraða uppbyggingu íbúða Ef ætlunin er að byggja meira en 3.500 íbúðir á ári til þess að svala árlegri íbúðaþörf þarf grundvallarbreytingu í meðferð skipulagsmála og mikla einföldun á regluverki. Skipulagsferlar, eins og þeir eru í dag, koma í veg fyrir að byggðar verði nægilega margar íbúðir á næstu árum. 9. mars 2022 17:27