Stokkseyringar og Eyrbekkingar fá ljósleiðara í sumar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. mars 2022 16:45 Hér halda Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg (t.v), Elísabet E. Guðbjörnsdóttir, verkefnastjóri fjárfestingaverkefna hjá Ljósleiðaranum og Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ljósleiðarans, á ídráttarröri Ljósleiðarans sem rúmar þúsund slíka þræði. Aðsend Í sumar mun Ljósleiðarinn leggja ljósleiðara til allra heimila og fyrirtækja á Stokkseyri og Eyrarbakka. Framkvæmdirnar hefjast með hækkandi sól og lokið verður við að tengja öll heimili á Stokkseyri og Eyrarbakka fyrir árslok 2022. Nú þegar er hafin svokölluð húsaskoðun á Stokkseyri og Eyrarbakka, en hún er liður í vali á lagnaleiðum Ljósleiðarans í þorpunum. Það verkefni er unnið í samstarfi við Mílu eins og önnur uppbyggingarverkefni Ljósleiðarans undanfarin ár. Með framkvæmdunum mun heimilum í þessum byggðakjörnum standa til boða Eitt gíg gæðasamband Ljósleiðarans, sem gefur kost á 1.000 megabita gagnaflutningi til hvers heimilis og frá því. Flest fjarskipta- og afþreyingarfyrirtæki landsins bjóða þjónustu sína um Ljósleiðarann og viðskiptavinum stendur til boða val á milli fjölmargra þjónustuleiða Nova, Vodafone, Símans, Hringdu, Kapalvæðingar og Hringiðunnar. „Við fundum vel fyrir því á tímum COVID hvað góðar nettengingar skipta vinnustaði og heimili í sveitarfélaginu miklu máli, tækifærin sem fylgja eru stórkostleg svo sem möguleikar til fjarfunda, heimavinnu og móttöku háskerpu sjónvarpsefnis. Á Selfossi hafa íbúar tekið framkvæmdum Ljósleiðarans fagnandi og íbúar nær ströndinni hafa beðið með eftirvæntingu eftir að slíkt átak líti dagsins ljós þar. Það er því sérstakt fagnaðarefni að sjá Ljósleiðarann taka af skarið og leggja þennan kraft í ljósleiðaravæðingu á Stokkseyri og Eyrarbakka,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg. Loftmynd af EyrarbakkaAðsend Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ljósleiðarans segir fyrir tækið hafa fundið upp á síðkastið alveg nýja eftirspurn eftir gæðasambandi Ljósleiðarans, en það er frá fólki sem vinnur núorðið að verulegu leyti heima hjá sér. „Já, fólk er óhræddara við að flytja lengra frá vinnustaðnum, vitandi að það getur sinnt starfinu sínu heiman frá sér. Það er þess vegna frábært að geta svarað kalli íbúa eftir ljósleiðara og fjölgað enn frekar þeim heimilum í landinu sem geta tengst Ljósleiðaranum. Með þessu fækkum við þeim byggðakjörnum sem ekki hafa kost á ljósleiðara og höldum áfram að stuðla að ljósleiðaravæðingu landsins,“ segir Erling Freyr. Um er að ræða 460 heimili, sem geta tengst. Loftmynd af Stokkseyri Árborg Fjarskipti Fjarvinna Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Sjá meira
Nú þegar er hafin svokölluð húsaskoðun á Stokkseyri og Eyrarbakka, en hún er liður í vali á lagnaleiðum Ljósleiðarans í þorpunum. Það verkefni er unnið í samstarfi við Mílu eins og önnur uppbyggingarverkefni Ljósleiðarans undanfarin ár. Með framkvæmdunum mun heimilum í þessum byggðakjörnum standa til boða Eitt gíg gæðasamband Ljósleiðarans, sem gefur kost á 1.000 megabita gagnaflutningi til hvers heimilis og frá því. Flest fjarskipta- og afþreyingarfyrirtæki landsins bjóða þjónustu sína um Ljósleiðarann og viðskiptavinum stendur til boða val á milli fjölmargra þjónustuleiða Nova, Vodafone, Símans, Hringdu, Kapalvæðingar og Hringiðunnar. „Við fundum vel fyrir því á tímum COVID hvað góðar nettengingar skipta vinnustaði og heimili í sveitarfélaginu miklu máli, tækifærin sem fylgja eru stórkostleg svo sem möguleikar til fjarfunda, heimavinnu og móttöku háskerpu sjónvarpsefnis. Á Selfossi hafa íbúar tekið framkvæmdum Ljósleiðarans fagnandi og íbúar nær ströndinni hafa beðið með eftirvæntingu eftir að slíkt átak líti dagsins ljós þar. Það er því sérstakt fagnaðarefni að sjá Ljósleiðarann taka af skarið og leggja þennan kraft í ljósleiðaravæðingu á Stokkseyri og Eyrarbakka,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg. Loftmynd af EyrarbakkaAðsend Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ljósleiðarans segir fyrir tækið hafa fundið upp á síðkastið alveg nýja eftirspurn eftir gæðasambandi Ljósleiðarans, en það er frá fólki sem vinnur núorðið að verulegu leyti heima hjá sér. „Já, fólk er óhræddara við að flytja lengra frá vinnustaðnum, vitandi að það getur sinnt starfinu sínu heiman frá sér. Það er þess vegna frábært að geta svarað kalli íbúa eftir ljósleiðara og fjölgað enn frekar þeim heimilum í landinu sem geta tengst Ljósleiðaranum. Með þessu fækkum við þeim byggðakjörnum sem ekki hafa kost á ljósleiðara og höldum áfram að stuðla að ljósleiðaravæðingu landsins,“ segir Erling Freyr. Um er að ræða 460 heimili, sem geta tengst. Loftmynd af Stokkseyri
Árborg Fjarskipti Fjarvinna Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir