Hafnar kröfum Viðars og segir hann þurfa þurfi að sætta sig við að ráðstöfun á fjármunum félagsins komi til umræðu Eiður Þór Árnason skrifar 16. mars 2022 23:49 Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, og Agnieszka Ewa Ziólkowska, starfandi formaður félagsins. Agnieszka Ewa Ziólkowska, starfandi formaður Eflingar, hafnaði í byrjun mars kröfu Viðars Þorsteinssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra stéttarfélagsins, um afsökunarbeiðni vegna ásakana um fjármálamisferli og lögbrot í störfum hans sem framkvæmdastjóri. Jafnframt fór Viðar fram á að Agnieszka myndi upplýsa sig um eðli meintra ásakana á hendur honum og leiðrétta ummæli sem hún lét falla á fundi trúnaðarráðs Eflingar í febrúar. Í bréfi sem var sent Viðari fyrir hönd Agnieszku segir að hún beri ríka skyldu til þess að fylgjast með fjármálum Eflingar sem formaður stéttarfélagsins og halda stjórn og trúnaðarráði upplýstu um þau. Þá var vísað til þess að hún njóti tjáningarfrelsis í samræmi við stjórnarskrá. Einnig segir að Viðar þurfi að sætta sig við það að störf hans, fjárhagslegar ákvarðanir og ráðstöfun á fjármunum félagsins komi til umræðu hjá formanni og stofnunum Eflingar. Hótaði að fara með málið fyrir dómstóla Í bréfi sem lögfræðingur Viðars sendi Agnieszku þann 22. febrúar, og fréttastofa hefur jafnframt undir höndum, segir að til greina komi að fara með málið fyrir dómstóla ef formaðurinn verði ekki við áðurnefndum kröfum. Málið varðar ummæli sem Agnieszka á að hafa látið falla á fundi trúnaðarráðs Eflingar þann 16. febrúar síðastliðinn. Í bréfi til Agnieszku er fullyrt að hún hafi á fundinum sakað Viðar um að „hafa á einhvern hátt misfarið með fé félagsins og/eða brotið lög í tengslum við vefsíðugerð fyrir Eflingu meðan hann gegndi starfi framkvæmdastjóra Eflingar.“ Þá hafi verið fullyrt að reikningarnir hafi ekki verið samþykktir með eðlilegum hætti. Viðar segir þetta rangar og alvarlegar ásakanir sem Agnieszka hafi látið falla við önnur tækifæri. Snýst málið um samning Eflingar við Andra Sigurðssonar og fyrirtæki hans Sigur vefstofu. Samkvæmt heimildum fréttastofu var ýjað að því á áðurnefndum fundi trúnaðarráðs að ekki hafi verið staðið að samningum við Andra með lögmætum hætti og að Agnieszka væri að „rannsaka“ málið. Kostnaður við samninginn var sagður hafa hlaupið á mörgum, ef ekki tugum, milljóna króna. Óskað eftir úttekt endurskoðenda Í kjölfar fundar trúnaðarráðs óskaði Efling eftir því að endurskoðunarfyrirtækið Deloitte myndi yfirfara viðskipti stéttarfélagsins við Sigur vefstofu. Að sögn Viðars gerði fyrirtækið engar athugasemdir við viðskiptin. Í kjölfarið hafi stjórn Eflingar samþykkt að láta lögfræðing framkvæma sérstaka lögfræðiúttekt. Sjálfur hefur Viðar sagt að ekkert athugavert sé við viðskipti Eflingar við vefhönnunarfyrirtækið sem hafi útbúið nýja vefsíðu fyrir félagið og sinnt öðrum verkefnum tengdum vefsíðugerð og hönnunarvinnu. Reikningum hafi fylgt tímaskýrslur og þeir samþykktir af starfsmönnum og stjórnendum sem til þess höfðu umboð. Samþykkt reikninga hafi verið í samræmi við verkferla sem unnið hafi verið eftir á skrifstofunni og vinnan í fæstum tilvikum verið framkvæmd að ósk Viðars. Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Segir Agnieszku enn reyna að grafa upp hluti til að nýta í árásir Í dag samþykkti stjórn Eflingar að láta lögfræðing framkvæma sérstaka lögfræðiúttekt á samningum stéttarfélagsins. Frá þessu greinir Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, og segir úttektina hluta af áframhaldandi tilraun Agnieszku Ewa Ziólkowska, fráfarandi formanns, til að reyna að „grafa upp eitthvað sem gagnast gæti í árásum hennar“ á sig. 15. mars 2022 22:53 Sakar Agnieszku um rógburð og segir engar athugasemdir gerðar við viðskipti Eflingar Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, segir að endurskoðunarfyrirtækið Deloitte hafi ekki gert neinar athugasemdir við viðskipti stéttarfélagsins við vefhönnunarfyrirtækið Sigur vefstofu. 10. mars 2022 16:10 Telur varaforsetann stunda atvinnuróg og krefst skýringa Andri Sigurðsson, hönnuður og félagi í Sósíalistaflokknum, krefst skýringa frá Alþýðusambandi Íslands vegna ummæla sem þriðji varaforseti sambandsins lét hafa eftir sér í viðtali. Hann segir að með ummælunum sé vegið að starfsheiðri hans. 8. mars 2022 16:26 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Jafnframt fór Viðar fram á að Agnieszka myndi upplýsa sig um eðli meintra ásakana á hendur honum og leiðrétta ummæli sem hún lét falla á fundi trúnaðarráðs Eflingar í febrúar. Í bréfi sem var sent Viðari fyrir hönd Agnieszku segir að hún beri ríka skyldu til þess að fylgjast með fjármálum Eflingar sem formaður stéttarfélagsins og halda stjórn og trúnaðarráði upplýstu um þau. Þá var vísað til þess að hún njóti tjáningarfrelsis í samræmi við stjórnarskrá. Einnig segir að Viðar þurfi að sætta sig við það að störf hans, fjárhagslegar ákvarðanir og ráðstöfun á fjármunum félagsins komi til umræðu hjá formanni og stofnunum Eflingar. Hótaði að fara með málið fyrir dómstóla Í bréfi sem lögfræðingur Viðars sendi Agnieszku þann 22. febrúar, og fréttastofa hefur jafnframt undir höndum, segir að til greina komi að fara með málið fyrir dómstóla ef formaðurinn verði ekki við áðurnefndum kröfum. Málið varðar ummæli sem Agnieszka á að hafa látið falla á fundi trúnaðarráðs Eflingar þann 16. febrúar síðastliðinn. Í bréfi til Agnieszku er fullyrt að hún hafi á fundinum sakað Viðar um að „hafa á einhvern hátt misfarið með fé félagsins og/eða brotið lög í tengslum við vefsíðugerð fyrir Eflingu meðan hann gegndi starfi framkvæmdastjóra Eflingar.“ Þá hafi verið fullyrt að reikningarnir hafi ekki verið samþykktir með eðlilegum hætti. Viðar segir þetta rangar og alvarlegar ásakanir sem Agnieszka hafi látið falla við önnur tækifæri. Snýst málið um samning Eflingar við Andra Sigurðssonar og fyrirtæki hans Sigur vefstofu. Samkvæmt heimildum fréttastofu var ýjað að því á áðurnefndum fundi trúnaðarráðs að ekki hafi verið staðið að samningum við Andra með lögmætum hætti og að Agnieszka væri að „rannsaka“ málið. Kostnaður við samninginn var sagður hafa hlaupið á mörgum, ef ekki tugum, milljóna króna. Óskað eftir úttekt endurskoðenda Í kjölfar fundar trúnaðarráðs óskaði Efling eftir því að endurskoðunarfyrirtækið Deloitte myndi yfirfara viðskipti stéttarfélagsins við Sigur vefstofu. Að sögn Viðars gerði fyrirtækið engar athugasemdir við viðskiptin. Í kjölfarið hafi stjórn Eflingar samþykkt að láta lögfræðing framkvæma sérstaka lögfræðiúttekt. Sjálfur hefur Viðar sagt að ekkert athugavert sé við viðskipti Eflingar við vefhönnunarfyrirtækið sem hafi útbúið nýja vefsíðu fyrir félagið og sinnt öðrum verkefnum tengdum vefsíðugerð og hönnunarvinnu. Reikningum hafi fylgt tímaskýrslur og þeir samþykktir af starfsmönnum og stjórnendum sem til þess höfðu umboð. Samþykkt reikninga hafi verið í samræmi við verkferla sem unnið hafi verið eftir á skrifstofunni og vinnan í fæstum tilvikum verið framkvæmd að ósk Viðars.
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Segir Agnieszku enn reyna að grafa upp hluti til að nýta í árásir Í dag samþykkti stjórn Eflingar að láta lögfræðing framkvæma sérstaka lögfræðiúttekt á samningum stéttarfélagsins. Frá þessu greinir Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, og segir úttektina hluta af áframhaldandi tilraun Agnieszku Ewa Ziólkowska, fráfarandi formanns, til að reyna að „grafa upp eitthvað sem gagnast gæti í árásum hennar“ á sig. 15. mars 2022 22:53 Sakar Agnieszku um rógburð og segir engar athugasemdir gerðar við viðskipti Eflingar Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, segir að endurskoðunarfyrirtækið Deloitte hafi ekki gert neinar athugasemdir við viðskipti stéttarfélagsins við vefhönnunarfyrirtækið Sigur vefstofu. 10. mars 2022 16:10 Telur varaforsetann stunda atvinnuróg og krefst skýringa Andri Sigurðsson, hönnuður og félagi í Sósíalistaflokknum, krefst skýringa frá Alþýðusambandi Íslands vegna ummæla sem þriðji varaforseti sambandsins lét hafa eftir sér í viðtali. Hann segir að með ummælunum sé vegið að starfsheiðri hans. 8. mars 2022 16:26 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Segir Agnieszku enn reyna að grafa upp hluti til að nýta í árásir Í dag samþykkti stjórn Eflingar að láta lögfræðing framkvæma sérstaka lögfræðiúttekt á samningum stéttarfélagsins. Frá þessu greinir Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, og segir úttektina hluta af áframhaldandi tilraun Agnieszku Ewa Ziólkowska, fráfarandi formanns, til að reyna að „grafa upp eitthvað sem gagnast gæti í árásum hennar“ á sig. 15. mars 2022 22:53
Sakar Agnieszku um rógburð og segir engar athugasemdir gerðar við viðskipti Eflingar Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, segir að endurskoðunarfyrirtækið Deloitte hafi ekki gert neinar athugasemdir við viðskipti stéttarfélagsins við vefhönnunarfyrirtækið Sigur vefstofu. 10. mars 2022 16:10
Telur varaforsetann stunda atvinnuróg og krefst skýringa Andri Sigurðsson, hönnuður og félagi í Sósíalistaflokknum, krefst skýringa frá Alþýðusambandi Íslands vegna ummæla sem þriðji varaforseti sambandsins lét hafa eftir sér í viðtali. Hann segir að með ummælunum sé vegið að starfsheiðri hans. 8. mars 2022 16:26