Manchester Evening News: Enska úrvalsdeildin að hjálpa Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. mars 2022 10:31 Thiago Alcantara fagnar Diogo Jota ásamt félögum þeirra í Liverpool fagna fyrsta markinu á móti Arsenal í gær. Getty/ Justin Setterfield/ Liverpool minnkaði forskot Manchester City niður í eitt stig í gærkvöldi með því að sækja þrjú stig á Emirates leikvann þeirra Arsenal manna. Það stefnir því í harða baráttu um Englandsmeistaratitilinn eftir að það leit út um tíma að Manchester City ætli að verja titilinn frekar þægilega. Liverpool komst á skrið og City liðið hefur verið að tapa stigum að undanförnu. Liverpool átti líka leiki inni sem liðið kláraði alla en sigurinn á Arsenal í gær var níundi deildarsigur Liverpool í röð. Premier League have handed Liverpool FC a hidden title race advantage over Man City #mcfc https://t.co/DlcFwyzxRV— Manchester City News (@ManCityMEN) March 16, 2022 Í gær gáfu sjónvarpsstöðvarnar út hvaða leikir verða sjónvarpsleikir hjá þeim í næsta mánuði og blaðamenn Manchester Evening News eru á því að með því vali hafi enska úrvalsdeildin fært Liverpool forskot í baráttunni um titilinn. Þegar spennan er svona mikil má búast við miklu sálfræðistríði á næstu vikum. Leikir Manchester City á móti Wolves og Leeds verða báðir valdir til að standa sér sem sjónvarpsleikir og þá hafa menn fundið nýjan leikdag fyrir leik City á móti Brighton sem var frestað vegna enska bikarsins. Manchester City veit nú hvenær sex af níu næstu leikjum liðsins verða og um leið vita Pep Guardiola og lærisveinar hans hvenær Liverpool er að spila. Forskotið sem enska úrvalsdeildin gefur Liverpool að mati Manchester Evening News er að Liverpool spilar á undan Manchester City í þremur af næstu fimm umferðum. City færi aðeins einu sinni að spila á undan og setja þar sem pressu á Jürgen Klopp og lærisveina hans. Liverpool may have been handed a significant boost in their pursuit of the Premier League titlehttps://t.co/y8P7AY1wEq— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) March 25, 2020 Liverpool gæti því sett enn meiri pressu á City með því komast í efsta sætið fyrir næsta leik Manchester City. Liverpool mætir Watford í hádegisleiknum á laugardeginum eftir landsleikjahlé en City spilar við Burnley seinna sama dag. Lið City og Liverpool mætast í risaleik 10. apríl en það lið sem vinnur þann leik ætti að sitja í toppsætinu. Liverpool mætir Aston Villa 16. apríl eða daginn áður en City spilar við Wolves og Liverpool tekur á móti Manchester United 19. apríl eða daginn áður en City fær Brighton í heimsókn. Það eru fjórir leikir í það að City spili á undan en það verður þegar þeir taka á móti Watford 23. apríl. Liverpool spilar við Everton á Anfield daginn eftir. Það á síðan eftir að ganga frá tímasetningum í síðustu þremur umferðunum. Enski boltinn Mest lesið Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin í dag: Stórleikur á Hlíðarenda, Stúkan og Gullknötturinn Sport Fleiri fréttir Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Sjá meira
Það stefnir því í harða baráttu um Englandsmeistaratitilinn eftir að það leit út um tíma að Manchester City ætli að verja titilinn frekar þægilega. Liverpool komst á skrið og City liðið hefur verið að tapa stigum að undanförnu. Liverpool átti líka leiki inni sem liðið kláraði alla en sigurinn á Arsenal í gær var níundi deildarsigur Liverpool í röð. Premier League have handed Liverpool FC a hidden title race advantage over Man City #mcfc https://t.co/DlcFwyzxRV— Manchester City News (@ManCityMEN) March 16, 2022 Í gær gáfu sjónvarpsstöðvarnar út hvaða leikir verða sjónvarpsleikir hjá þeim í næsta mánuði og blaðamenn Manchester Evening News eru á því að með því vali hafi enska úrvalsdeildin fært Liverpool forskot í baráttunni um titilinn. Þegar spennan er svona mikil má búast við miklu sálfræðistríði á næstu vikum. Leikir Manchester City á móti Wolves og Leeds verða báðir valdir til að standa sér sem sjónvarpsleikir og þá hafa menn fundið nýjan leikdag fyrir leik City á móti Brighton sem var frestað vegna enska bikarsins. Manchester City veit nú hvenær sex af níu næstu leikjum liðsins verða og um leið vita Pep Guardiola og lærisveinar hans hvenær Liverpool er að spila. Forskotið sem enska úrvalsdeildin gefur Liverpool að mati Manchester Evening News er að Liverpool spilar á undan Manchester City í þremur af næstu fimm umferðum. City færi aðeins einu sinni að spila á undan og setja þar sem pressu á Jürgen Klopp og lærisveina hans. Liverpool may have been handed a significant boost in their pursuit of the Premier League titlehttps://t.co/y8P7AY1wEq— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) March 25, 2020 Liverpool gæti því sett enn meiri pressu á City með því komast í efsta sætið fyrir næsta leik Manchester City. Liverpool mætir Watford í hádegisleiknum á laugardeginum eftir landsleikjahlé en City spilar við Burnley seinna sama dag. Lið City og Liverpool mætast í risaleik 10. apríl en það lið sem vinnur þann leik ætti að sitja í toppsætinu. Liverpool mætir Aston Villa 16. apríl eða daginn áður en City spilar við Wolves og Liverpool tekur á móti Manchester United 19. apríl eða daginn áður en City fær Brighton í heimsókn. Það eru fjórir leikir í það að City spili á undan en það verður þegar þeir taka á móti Watford 23. apríl. Liverpool spilar við Everton á Anfield daginn eftir. Það á síðan eftir að ganga frá tímasetningum í síðustu þremur umferðunum.
Enski boltinn Mest lesið Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin í dag: Stórleikur á Hlíðarenda, Stúkan og Gullknötturinn Sport Fleiri fréttir Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Sjá meira