Framlag Serbíu til Eurovision vekur athygli Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. mars 2022 09:56 Konstrakta keppir í Eurovision í maí fyrir hönd Serbíu. Skjáskot/Youtube Serbía hefur valið sitt framlag til Eurovision í ár og er söngkonan Konstrakta strax komin með mikinn meðbyr. Eins og staðan er núna er Serbíu spáð í 17. sæti í keppninni samkvæmt veðbanka Betson. Konstrakta vann keppnina Pesma za Evroviziju 2022 í Serbíu fyrr í mánuðinum. Síðan þá hafa tæpar tíu milljónir spilað á Youtube upptökuna af henni syngja lagið In Corpore Sano í undankeppninni. Þess má geta að það er meira en allur íbúafjöldi Serbíu sem telur 8,7 milljónir manna. Lagið er komið á vinsældarlista streymisveita um allan heim. Á TikTok má nú þegar finna yfir 8.000 myndbönd þar sem lagið er notað og hafa þau verið skoðuð yfir 100.000.000 sinnum. Það verður því spennandi að sjá hvort lagið fari ofar í veðbönkum á næstu vikum. Texti lagsins vekur athygli en þar er spurt hvert sé leyndarmálið á bak við heilbrigt hár leikkonunnar og hertogaynjunnar af Sussex, Meghan Markle? Konstrakta svarar svo spurningunni í laginu. Serbía Eurovision Mest lesið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Konstrakta vann keppnina Pesma za Evroviziju 2022 í Serbíu fyrr í mánuðinum. Síðan þá hafa tæpar tíu milljónir spilað á Youtube upptökuna af henni syngja lagið In Corpore Sano í undankeppninni. Þess má geta að það er meira en allur íbúafjöldi Serbíu sem telur 8,7 milljónir manna. Lagið er komið á vinsældarlista streymisveita um allan heim. Á TikTok má nú þegar finna yfir 8.000 myndbönd þar sem lagið er notað og hafa þau verið skoðuð yfir 100.000.000 sinnum. Það verður því spennandi að sjá hvort lagið fari ofar í veðbönkum á næstu vikum. Texti lagsins vekur athygli en þar er spurt hvert sé leyndarmálið á bak við heilbrigt hár leikkonunnar og hertogaynjunnar af Sussex, Meghan Markle? Konstrakta svarar svo spurningunni í laginu.
Serbía Eurovision Mest lesið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira